Víkurfréttir - 23.01.2020, Page 10
Hafdís Hulda Garðarsdóttir, dúx Fjölbrautaskóla Suðurnesja:
Fór líka í handavinnu og forritun
til að prófa eitthvað nýtt
„Ef þú lærir vel alveg frá byrjun þá byggir þú á góðum grunni,“ eru hvatningarorð Hafdísar Huldu Garðarsdóttur,
dúx Fjölbrautaskóla Suðurnesja, til verðandi nýnema. Hafdís Hulda útskrifaðist í desember af raunvísindabraut
skólans með hæstu meðaleinkunn og hlaut í kjölfarið 100 þúsund króna námsstyrk úr skólasjóði FS ásamt 30
þúsund króna styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.
Aðspurð hver lykillinn að svo góðum
námsárangri sé svarar Hafdís því að
mikilvægt sé að reyna að gera sitt
besta. „Fyrir mig snerist þetta um að
vinna öll verkefnin vel og vandlega,
líka í þeim fögum sem geta verið erfið
og eru utan áhugasviðsins.“
Hafdís Hulda fékk viðurkenningar
frá skólanum fyrir góðan árangur í
efnafræði, stærðfræði og líffræði,
verðlaun frá Íslenska stærðfræðifélag
inu fyrir árangur sinn í stærðfræði,
viðurkenningu frá þýska sendiráðinu
fyrir góðan árangur í þýsku, gjöf frá
Þekkingarsetri Suðurnesja fyrir ár
angur sinn í náttúrufræðigreinum og
viðurkenningu frá Landsbankanum
fyrir góðan árangur í stærðfræði og
raungreinum.
Hún segist sátt með námið í FS,
það hafi verið krefjandi en einnig
skemmtilegt. „Ég var á raunvísinda
braut svo það var mjög mikið af raun
greinum, sérstaklega stærðfræði, en
svo fór ég líka í handavinnu og forritun
til að prófa eitthvað nýtt.“
Eftir útskriftina stefnir Hafdís á
að taka önn í Hússtjórnarskólanum,
vinna smá og halda svo áfram með
námið. „Mögulega verður það forritun
en ég hef ekki ennþá valið mér skóla.“
• Önnur sérverk
• Vélskúrun
• Sérhæfð þrif á steinteppum
• Teppahreinsun
• Bónleysing, bónun og viðhald gólfa
• Alhliða hreingerningar
• Reglulegar ræstingar
Hagkvæmar lausnir
fyrir þitt fyrirtæki
Hafið samband við söludeild
s:580 0600
sala@dagar.is
Keilir brautskráði 89 nemendur
við hátíðlega athöfn í Hljómahöll-
inni í Reykjanesbæ föstudaginn 17.
janúar 2020. Við athöfnina voru
brautskráðir 57 nemendur af Há-
skólabrú, 25 atvinnuflugmenn og
sjö nemendur úr fótaaðgerðafræði.
Var þetta í fyrsta sinn sem útskrift
Keilis fer fram í Hljómahöllinni en
fjölmennar útskriftir skólans voru
búnar að sprengja utan af sér Andrews
Theater á Ásbrú þar sem þær höfðu
farið fram undanfarin ár.
Jóhann Friðrik Friðriksson, fram
kvæmdastjóri Keilis, flutti ávarp og
stýrði athöfninni, auk þess sem Magnús
Scheving flutti hátíðarræðu.
Samtals hafa nú 3.648 nemendur lokið
námi við deildir skólans sem var stofn
aður á Ásbrú í Reykjanesbæ í maí 2007.
Í lok ársins 2019 voru yfir eitt þúsund
nemendur skráðir í nám og námskeið á
vegum Keilis og hafa aldrei fleiri aðilar
lagt stund á nám við skólann en nú.
Fjöldi nemenda við skólann hefur
aukist um 50% frá því í febrúar á þessu
ári en munar þar mestu um nýnema í
Menntaskólanum á Ásbrú sem hófu
nám í ágúst á stúdentsbraut með áherslu
á tölvuleikjagerð og atvinnuflugnema
sem lögðu áður stund á nám í Flug
skóla Íslands en hann sameinaðist Flug
akademíu Keilis í byrjun ársins 2019.
Þá tók Keilir einnig við umsjón með
námskeiði til inntökuprófs í læknisfræði
en þau hafa verið haldin undanfarin
ár við góðan orðstír framhaldsskóla
nema af öllu landinu. Eftir sem áður
eru stærstu námsbrautirnar Háskólabrú
og atvinnuflugnámið.
Útskrift Háskólabrúar Keilis
Háskólabrú Keilis brautskráði sam
tals 56 nemendur úr öllum deildum.
Berglind Kristjánsdóttir, forstöðu
maður Háskólabrúar, stýrði útskrift
og afhenti viðurkenningarskjöl ásamt
Margréti Hanna, verkefnastjóra. Dúx
Háskólabrúar var Eva Lind Weywadt
Oliversdóttir, með 9,56 í meðaleinkunn.
Hún fékk gjafir frá Íslandsbanka og
Keili sem viðurkenningu fyrir góðan
námsárangur. Valdimar Anton Eiríks
son flutti ræðu útskriftarnema.
Með útskriftinni hafa samtals 1.911
nemendur útskrifast úr Háskólabrú
Keili frá fyrstu útskrift skólans árið
2008 og hafa lang flestir þeirra haldið
áfram í háskólanám bæði hérlendis
og erlendis. Aldrei hafa jafn margir
nemendur stundað frumgreinanám í
Keili og á þessu námsári en á annað
hundrað umsóknir bárust í fjarnám
Háskólabrúar sem hófst í byrjun janúar.
Þeir bætast við fjölmennasta hóp ný
nema í Háskólabrú sem hófu nám
síðastliðið haust og stunda þar með
núna hátt í þrjú hundruð nemendur
frumgreinanám í Keili.
Á fjórða hundrað
atvinnuflugnemar hafa
útskrifast frá Keili
Flugakademía Keilis Flugskóli Ís
lands brautskráði 25 atvinnuflugnema.
Samtals hafa 332 atvinnuflugmenn út
skrifast sem atvinnuflugmenn frá Keili,
ásamt Flugskóla Íslands hafa skólarnir
tveir brautskráð yfir tólfhundruð at
vinnuflugmenn frá stofnun þeirra. Að
jafnaði leggja á þriðja hundrað nem
endur stund á flugnám við skólann á
ári hverju.
Björn Ingi Knútsson, forstöðumaður
Flugakademíu Keilis Flugskóla Ís
lands, stýrði útskrift og afhenti at
vinnuflugmönnum prófskírteini ásamt
Baldvini Birgissyni, skólastjóra. Arnar
Freyr Jónsson fékk viðurkenningu
fyrir framúrskarandi námsárangur
Fjölmenn útskrift Keilis í Hljómahöllinni
í atvinnuflugmannsnámi með 9,82 í
meðal einkunn. Þetta er önnur hæsta
meðal einkunn í sögu Flugakademí
unnar. Fékk hann gjafir frá Icelandair,
Air Iceland Connect, Norland Air og
Air Atlanta. Ræðu útskriftarnema í
atvinnuflugnámi hélt Lars Gustaf
Daniels son.
Fótaaðgerðafræðingar
útskrifast í þriðja sinn
Sjö nemendur brautskráðust í þriðju
útskrift námsbrautar Keilis í fótaað
gerðafræði. Arnar Hafsteinsson, for
stöðumaður Íþróttaakademíu Keilis,
stýrði útskrift og Jóhanna Björk Sigur
björnsdóttir, þróunarstjóri námsins,
aðstoðaði við brautskráninguna.
Aðalheiður Hjelm fékk viðurkenn
ingu fyrir góðan námsárangur með
9,21 í meðaleinkunn en þetta er
hæsta lokaeinkunn sem gefin hefur
verið í fótaaðgerðafræðinámi Keilis
frá upphafi. Fékk hún gjafir frá Praxis
og Áræði. Ræðu útskriftarnema fyrir
hönd fótaaðgerðafræðinga flutti Anna
Vilborg Sölmundardóttir.
Keilir hefur boðið upp á nám í fótaað
gerðafræði frá febrúar 2017 og stunda
að jafnaði á annan tug nemenda námið
hverju sinni. Fótaaðgerðafræði er lög
gilt starfsgrein og teljast fótaaðgerða
fræðingar til heilbrigðisstétta.
Keilir brautskráði 89 nemendur við hátíðlega athöfn í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ föstudaginn 17. janúar 2020. Ljósmyndir: Oddgeir Karlsson
Magnús Scheving flutti hátíðarræðu
við útskrift Keilis á föstudaginn.
Jóhann Friðrik Friðriksson,
framkvæmdastjóri Keilis.
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 23. janúar 2020 // 4. tbl. // 41. árg.