Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.2020, Síða 20

Víkurfréttir - 23.01.2020, Síða 20
Uppáhalds... ...kennari: Bogi féló. ...skólafag: Féló þökk sé Boga. ...sjónvarpsþættir: Stranger Things og Sex Education. ...kvikmynd: Mamma Mia. ...hljómsveit: Queen. ...leikari: Taron Egerton. Hvað heitir þú á fullu nafni? Bergey Gunnarsdóttir. Á hvaða braut ertu? Fjölgreinabraut. Hvaðan ertu og hvað ertu gömul? Sautján ára úr Keflavík. Hver er helsti kostur við FS? Vinkonur mínar og sí-matið. Hver eru áhugamálin þín? Hestamennska. Hvað hræðistu mest? Spegla í myrkri. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Örugglega Davíð Snær, hann stendur sig svo vel í boltanum. Hver er fyndnastur í skólanum? Helga Sveins. Hvað sástu síðast í bíó? Joker. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Tyggjó og Nocco. Hver er helsti gallinn þinn? Ég get verið mjög hávær. Hver er helsti kostur þinn? Ég er alltaf hress. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í sím- anum þínum? Instagram, Snapchat og TikTok. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Mætingakerfinu. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Húmor og góðmennska. Hvað finnst þér um félags- lífið í skólanum? Pass. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Langar í háskóla erlendis að læra sál- fræði. Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Að það sé stutt í höfuðborgina. FS-INGUR VIKUNNAR Unga fólkið um nýja áratuginn Nú þegar nýr áratugur er genginn í garð setjast mörg hver niður og velta fyrir sér hver næstu skref verða. Nóg er af markmiðasetningum og lífsstílsbreytingum allt um kring, hvers kyns sem þær eru, og flestir leggja sig fram við að komast smám saman nær draumum sínum. Víkurfréttir heyrðu í ungu fólki frá Suðurnesjum og fengu að vita hver plön þeirra fyrir 2020 væru. Árný Sif Kristínardóttir: „Árið 2020 mun ég útskrifast sem geisla-fræðingur og vonandi byrja að vinna fullt starf við það. En svo er planið bara að hafa gaman en í maí er ég til dæmis á leiðinni til Las Vegas í útskriftarferð.“ Una María Magnúsdóttir: „Ég hyggst halda áfram í listnáminu sem ég er í við Gerrit Rietveld-akademíuna í Hollandi og ég ætla að minnka kolefnisfótsporið mitt, til dæmis með því að hætta að kaupa mat-væli o.þ.h. í plastumbúðum, hjóla þangað sem ég þarf að fara og svo spara vatn og rafmagn eins og ég get.“ Sara Lind Ingvarsdóttir: „Ég stefni á að klára námið mitt í sumar og þá vonandi útskrifast með BS-gráðu í efnafr æði í október. Þegar ég klára BS-verkefnið m itt í sumar væri draumur að ná að fara eitthv ert út í nokkrar vikur að safna köfunum í s jálf- boðastarfi við að hreinsa sjóinn og stren dur. Eftir útskriftina ætla ég svo bara að leita m ér að vinnu og finna út í hvaða framhaldsn ám mig langar.“ Hilda Mar Guðbrandsdóttir: „Ég hef á tilfinningunni að 2020 verði gott. Ég kem til með að útskrifast með BSc gráðu í við-skiptafræði frá Háskólanum á Akureyri í vor sem og klára bókhaldsnám frá NTV. Einnig starfa ég sem flugfreyja hjá Icelandair yfir sumartímann og bíð ég spennt eftir komandi sumri. Einu markmiðin sem ég hef sett fyrir 2020 er að huga betur að andlegu heilsunni og einn-ig að bæta hreyfingu inn í rútínuna. Ég gerði heiðarlega tilraun árið 2018 og hreyfði mig einu sinni og er ennþá alltaf á leiðinni aftur eftir þetta eina skipti fyrir bráðum tveimur árum, viðurkenni að ég þarf aðeins að girða mig í þeim málum. Annars mun ég halda áfram að skapa dýrmætar minningar með fjölskyldunni minni og vinum.“ Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir: „Ég ætla að klára BA-ritgerðina mína í upp- eldis- og menntunarfræði og útskrifast í júní, verð að vinna 50% í farþegaafgreiðslun ni hjá Icelandair með því og svo er ég í fótbol tanum í Keflavík. Eftir sumarið hugsa ég að ég reyni að finna vinnu við eitthvað tengt náminu mínu. Sólborg Guðbrandsdóttir vf@vf.is Umsjón: Ásta Rún Arnmundsdóttir Birgitta Rós Jónsdóttir Melkorka Rós Hjartardóttir:„Fyrst og fremst ætla ég að ná að verða stúdent í maí, taka upp meiri tónlist í janúar/febrúar og gefa út tónlist seinni- part árs. Ég ætla að spila á nokkrum stöðum og svo er líka fullt af dagskrá með Gospelkór Jóns Vídalíns. Annars ætla ég að halda áfram að vinna í sjálfri mér sem skiptir alltaf mestu máli, vera meira með fjölskyldunni og vinum þar sem að eftir útskrift hefur maður meiri tíma.“ Hræðist mest spegla í myrkri – Hestamennska er áhugamál Bergeyjar Gunnarsdóttur sem er 17 ára Keflvíkingur og FS-ingur vikunnar 20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 23. janúar 2020 // 4. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.