Víkurfréttir - 20.05.2020, Page 12
Í þarsíðasta pistli var greint frá banni á grásleppuveiðum og að það kæmi
mjög illa við útgerðir báta hérna á Suðurnesjum því þeir voru sumir bara
rétt svo byrjaðir á veiðum.
En hvað eru bátarnir að gera núna?
Lítum aðeins á það.
Svala Dís KE náði aðeins að fara
í sjö róðra á grásleppunni en hefur
síðan legið við bryggju, næst fer
báturinn væntanlega á makrílveiðar.
Addi Afi GK landaði einni löndun
í maí en var síðan hífður upp á
bryggju í Sandgerði þar sem smá
viðhaldi verður sinnt á bátnum.
Guðrún Petrína GK landaði einu
sinni grásleppu í maí en fór síðan
einn róður á línu og landaði 4,8
tonnum í einni löndun. Bæði Addi
Afi GK og Guðrún Petrína GK munu
fara á makríl þegar þær veiðar hefj-
ast.
Guðrún GK 96 landaði einni
löndun í maí en útgerðaraðilinn
sem á bátinn á annan bát sem líka
heitir Guðrún GK 90 og hefur hann
stundað handfæraveiðar á bátnum
og fiskað mjög vel. Hann hefur
landað tuttugu tonnum í sex róðum.
Þó svo báðir bátarnir heiti Guð-
rún GK þá er nokkur munur á þeim.
Guðrún GK 96 er smíðuð á Englandi
árið 1982 og er 13,1 tonn af stærð
og 11,5 metrar á lengd. Báturinn var
lengst af á Akranesi, hét þar Særún
AK og var með því nafni frá 1982
til ársins 2000. Hinn báturinn var
smíðaður í Trefjum í Hafnarfirði og
er af gerðinni Cleopatra 31L, hann
er 8,3 tonn af stærð og 9,5 metrar á
lengd. Sá bátur var fyrst í Hafnar-
firði og hét þá Ösp HF en fór síðan
til Bolungarvíkur, kom á Suðurnesin
árið 2010 og hefur verið þar síðan,
hét lengst af Bjarmi GK.
Garpur RE landaði tvisvar í maí
en hefur síðan legið við bryggju í
Grindavík og ekkert farið á sjóinn
til veiða,
Tryllir GK var fyrsti báturinn á
Suðurnesjunum til þess að hefja
veiðar á grásleppu á Suðurnesjum,
báturinn landaði tvisvar í maí en
hefur síðan legið við bryggju í
Grindavík og ekkert róið.
Alli GK var eini báturinn sem réri
á grásleppu frá Keflavík, báturinn fór
í ansi langa siglingu því hann fór alla
leið austur á Neskaupstað þar sem
hann mun stunda línuveiðar í sumar.
Eins og sést á þessari upptaln-
ingu þá hafa útgerðir þessara báta
sem voru á grásleppuveiðum lítið
stundað veiðar og þetta bann setti
plön útgerða þessara báta í frekar
mikið uppnám.
Fyrst talað var um grásleppuneta-
veiðar þá er rétt að kíkja á aðrar neta-
veiðar. Erling KE er kominn austur
á Vopnafjörð þar sem hann mun
stunda grálúðunetaveiðar í sumar
fyrir Brim ehf., það fyrirtæki hét
áður HB Grandi. Hefur Erling KE
landað tvisvar um 30 tonnum alls.
Talandi um Erling KE þá er Hall-
dór Jóhannesson, sem var t.d skip-
stjóri á línubátum í Grænlandi, skip-
stjórinn á bátnum núna. Skipstjórinn
sem vanalega er með Erling KE heitir
líka Halldór, kallaður Dóri, en hann
er kominn á Bergvík GK að róa með
Hafþóri og Hafþór hefur líka verið
skipstjóri á Erling KE. Þeir félagar,
Dóri og Hafþór, hafa fiskað ansi vel
en þeir hafa verið með netin utan
við Sandgerði í maí og eru komnir
með um 60 tonn í þrettán róðrum,
mest um sjö tonn í róðri. Kvótinn á
Bergvík GK kemur, jú, hvaðan haldið
þið? Frá Erlingi KE.
Rétturinn
Ljúffengur
heimilismatur
í hádeginu
Opið:
11-14
alla virka daga
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Hvað eru bátarnir
að gera núna?
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.
12 // AFLAFRÉttIR á SUÐURNESJUM Í 40 áR