Víkurfréttir - 20.05.2020, Page 20
– Nafn:
Anna Margrét Ólafsdóttir.
– Fæðingardagur:
30. desember.
– Fæðingarstaður:
Sjúkrahúsið á Selfossi.
– Fjölskylda:
Er gift Inga Þór Ingabergssyni
og saman eigum við þrjú börn
og einn hund, nýlega bættust
við nokkur síli!
– Hvað ætlaðir þú að verða
þegar þú yrðir stór?
Tamningakona og rithöfundur.
– Aðaláhugamál:
Ég get ekki valið
eitt sem aðal en
þau sem tróna á
toppnum eru;
jóga, lestur, úti-
vist (fjallgöngur
og göngur), sam-
skipti fólks og allt
sem tengist orku
og andlegri næringu
manneskjunnar.
– Uppáhaldsvefsíða:
lubbipeace.com sem er í stöðugri
vinnslu.
– Uppáhalds-app í símanum:
Instagram og The Pattern.
– Uppáhaldshlaðvarp:
Já, komdu nú þar! Við hjónin
eigum og rekum Lubba Peace þar
sem eru framleidd og komið að
nokkrum sérlega góðum og vel
hljóðandi hlaðvörpum: Fjölskyldan
ehf., Góðar sögur, Leiðin að sjálf-
inu og Skúffuskáld. Það sem ég er
að hlusta á núna, sem er ekki frá
okkur, heitir Dying for sex – frá-
bærlega vel unnið og skemmtilegt.
– Uppáhaldsmatur:
Ég er dellukona og núna er ég með
dellu fyrir ofnbökuðu grænmeti,
þá helst rauðrófum og súrdeigs-
brauði og pizzum – já, ég
er í Súrdeigshópnum á
facebook og já, ég bjó
til minns eigins súr.
– Versti matur:
Allur þorramatur
og sveppir.
– Hvað er best á
grillið?
Hamborgarar með
sætum kartöflum í staðinn
fyrir brauð. Það setur hamborgar-
ann á annað gæðastig.
– Uppáhaldsdrykkur:
Engiferöl og sódavatn
N
et
sp
j @
ll
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
Lubbi Peac
e
Hamborgarar með sætum
kartöflum í staðinn fyrir
brauð bestir á grillið
Anna Margrét Ólafsdóttir segist vera dellukona með dellu fyrir ofnbökuðu grænmeti.
20 // VÍKURFRÉttIR á SUÐURNESJUM Í 40 áR
Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.