Víkurfréttir - 20.05.2020, Blaðsíða 36
– Nafn:
Ingibergur Þór Jónasson.
– Fæðingardagur:
22. maí 1976.
– Fæðingarstaður:
Keflavík.
– Fjölskylda:
Fjóla Sigurðardóttir er konan
mín. Sigurður Bergvin Ingi-
bergsson og Erna Lóa Ingi-
bergsdóttir eru börnin mín.
– Hvað ætlaðir þú að verða
þegar þú yrðir stór?
Skipstjóri eða ljósmyndari. Hef
unnið sem háseti og vélstjóri til
sjós en lengra komst ég ekki þar.
– Aðaláhugamál:
Ljósmyndun og að ferðast um
landið mitt á hjólinu.
– Uppáhaldsvefsíða:
Aah, þetta er erfitt.
– Uppáhalds-app í símanum:
Lightroom.
– Uppáhaldshlaðvarp:
Ég er nú bara frekar nýr þar en hef
verið að hlusta á Góðar sögur og
Þvottakörfuna.
– Uppáhaldsmatur:
Soðin ýsa eða í
raspi. Svo klikkar
naut í Bearnaise
aldrei.
– Versti
matur:
Soðið hrossa-
kjöt frá afa Leifs
Guðjóns.
– Hvað er best á
grillið?
Naut.
– Uppáhaldsdrykkur:
Toppur með hvítum tappa.
– Hvað óttastu?
Í raun ekkert en það væri hræðilegt
ef það kæmi eitthvað fyrir börnin
mín.
– Mottó í lífinu:
Komdu fram við aðra eins og
þú vilt að komið sé fram við þig.
Gamalt og gott.
– Hvaða mann eða konu
úr mannkynssögunni
myndir þú vilja hitta?
Ingólf Arnarsson.
– Hvaða bók lastu
síðast?
Útkall í hamfarasjó.
– Ertu að fylgjast
með einhverjum
þáttum í sjónvarpinu?
Tja varla, ég elti flest allt Docu-
mentary.
– Uppáhaldssjónvarpsefni:
Lord of the Rings / Documentary
– Fylgistu með fréttum?
Já, ég geri það.
– Hvað sástu síðast í bíó?
Man það ekki!
– Uppáhalds-
íþróttamaður:
Óli Óla.
– Uppáhalds-
íþróttafélag:
UMFG, gulur í gegn.
– Ertu hjátrúarfullur?
Nei, eiginlega ekki.
– Hvaða tónlist kemur þér í
gott skap?
Bara eitthvað hresst. Stjórnin
klikkar aldrei.
– Hvað tónlist fær þig til að
skipta um útvarpsstöð?
Ópera og dauðarokk.
– Hvað hefur þú að atvinnu?
Ég er atvinnubílstjóri.
– Hefur þú þurft að gera
breytingar á starfi þínu vegna
COVID-19?
Já, ég tók algjöra U-beygju og er í
dag í 50% starfi ef það má kallast
50%.
– Hvernig hefur þú verið að
upplifa árið 2020 hingað til?
Frekar leiðinlegt ár þar sem allir
hafa þurft að lifa í mikilli óvissu.
– Er bjartsýni fyrir sumrinu?
Þegar við búum við íslenskt sumar
þá þarf enga bjartsýni. Þetta verður
gott sumar, það er klárt!
– Hvað á að gera í sumar?
Heyrðu, mála húsið, taka ferð með
Melrökkum á Hveravelli sem mun
taka fjóra daga. Planið er að hjóla
frá Snæfellsnesi þvert yfir landið
að Seyðisfirði en það kemur í ljós
þegar nær dregur. Njóta þess að
vera með mínu fólki og svo náttúr-
lega vinna.
– Hvert ferðu í sumarfrí?
Ég fer austur á Flúðir og mun
ferðast innanlands í sumarfríinu
– Ef þú fengir gesti
utan af landi
sem hafa aldrei
skoðað sig um á
Suðurnesjum.
Hvert myndir
þú fara með þá
fyrst og hvað
myndir þú helst
vilja sýna þeim?
Ég myndi fyrst fara
með þeim Hópsneshring-
inn og sýna sem skipsflökin sem
standa fyrir innan varnargarðana
ásamt því að lesa um sjóslysin sem
hafa átt sér stað við Grindavík.
Myndi helst vilja sýna þeim Eld-
vörpin sem eru stórkostleg að sjá.
Ingibergur Þór hefur áhuga fyrir fjórhjólum og ætlar í nokkrar slíkar ferðir í sumar.
Netspj@ll
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
Soðin ýsa
Planið er að hjóla frá Snæfellsnesi
þvert yfir landið að Seyðisfirði
vf is
Þú finnur allar
nýjustu fréttirnar
frá Suðurnesjum á
36 // VÍKURFRÉttIR á SUÐURNESJUM Í 40 áR
Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.