Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.05.2020, Qupperneq 36

Víkurfréttir - 20.05.2020, Qupperneq 36
– Nafn: Ingibergur Þór Jónasson. – Fæðingardagur: 22. maí 1976. – Fæðingarstaður: Keflavík. – Fjölskylda: Fjóla Sigurðardóttir er konan mín. Sigurður Bergvin Ingi- bergsson og Erna Lóa Ingi- bergsdóttir eru börnin mín. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Skipstjóri eða ljósmyndari. Hef unnið sem háseti og vélstjóri til sjós en lengra komst ég ekki þar. – Aðaláhugamál: Ljósmyndun og að ferðast um landið mitt á hjólinu. – Uppáhaldsvefsíða: Aah, þetta er erfitt. – Uppáhalds-app í símanum: Lightroom. – Uppáhaldshlaðvarp: Ég er nú bara frekar nýr þar en hef verið að hlusta á Góðar sögur og Þvottakörfuna. – Uppáhaldsmatur: Soðin ýsa eða í raspi. Svo klikkar naut í Bearnaise aldrei. – Versti matur: Soðið hrossa- kjöt frá afa Leifs Guðjóns. – Hvað er best á grillið? Naut. – Uppáhaldsdrykkur: Toppur með hvítum tappa. – Hvað óttastu? Í raun ekkert en það væri hræðilegt ef það kæmi eitthvað fyrir börnin mín. – Mottó í lífinu: Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig. Gamalt og gott. – Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta? Ingólf Arnarsson. – Hvaða bók lastu síðast? Útkall í hamfarasjó. – Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu? Tja varla, ég elti flest allt Docu- mentary. – Uppáhaldssjónvarpsefni: Lord of the Rings / Documentary – Fylgistu með fréttum? Já, ég geri það. – Hvað sástu síðast í bíó? Man það ekki! – Uppáhalds- íþróttamaður: Óli Óla. – Uppáhalds- íþróttafélag: UMFG, gulur í gegn. – Ertu hjátrúarfullur? Nei, eiginlega ekki. – Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Bara eitthvað hresst. Stjórnin klikkar aldrei. – Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð? Ópera og dauðarokk. – Hvað hefur þú að atvinnu? Ég er atvinnubílstjóri. – Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Já, ég tók algjöra U-beygju og er í dag í 50% starfi ef það má kallast 50%. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Frekar leiðinlegt ár þar sem allir hafa þurft að lifa í mikilli óvissu. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Þegar við búum við íslenskt sumar þá þarf enga bjartsýni. Þetta verður gott sumar, það er klárt! – Hvað á að gera í sumar? Heyrðu, mála húsið, taka ferð með Melrökkum á Hveravelli sem mun taka fjóra daga. Planið er að hjóla frá Snæfellsnesi þvert yfir landið að Seyðisfirði en það kemur í ljós þegar nær dregur. Njóta þess að vera með mínu fólki og svo náttúr- lega vinna. – Hvert ferðu í sumarfrí? Ég fer austur á Flúðir og mun ferðast innanlands í sumarfríinu – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Ég myndi fyrst fara með þeim Hópsneshring- inn og sýna sem skipsflökin sem standa fyrir innan varnargarðana ásamt því að lesa um sjóslysin sem hafa átt sér stað við Grindavík. Myndi helst vilja sýna þeim Eld- vörpin sem eru stórkostleg að sjá. Ingibergur Þór hefur áhuga fyrir fjórhjólum og ætlar í nokkrar slíkar ferðir í sumar. Netspj@ll Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Soðin ýsa Planið er að hjóla frá Snæfellsnesi þvert yfir landið að Seyðisfirði vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á 36 // VÍKURFRÉttIR á SUÐURNESJUM Í 40 áR Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.