Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.05.2020, Page 38

Víkurfréttir - 20.05.2020, Page 38
– Nafn: Hjörtur M. Guðbjartsson. – Fæðingardagur: 6. júní 1983. – Fæðingarstaður: Reykjavík. – Fjölskylda: Kvæntur Vilborgu Pétursdóttur og saman eigum við börnin Jón Daníel, Auði og Mörtu. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Körfuboltamaður. – Aðaláhugamál: Körfubolti og eldamennska. – Uppáhaldsvefsíða: vf.is – Uppáhalds-app í símanum: Instagram. – Uppáhaldshlaðvarp: Get ekki valið á milli Í ljósi sög- unnar, Endalínunnar og Þvotta- körfunnar. Hlusta á hvern einasta þátt. – Uppáhaldsmatur: Gott pasta í rjóma- sósu. – Versti matur: Indverskur „matur“. – Hvað er best á grillið? Vel meyrnuð nauta ribeye. – Uppáhaldsdrykkur: Redbull reddar mörgum dögum. – Hvað óttastu? köngulær. – Mottó í lífinu: Við reddum þessu! – Hvaða mann eða konu úr mannkyns- sögunni myndir þú vilja hitta? Ég tæki góðan tebolla með Karli Marx. – Hvaða bók lastu síðast? Bróðir minn Ljónshjarta. – Ertu að fylgjast með ein- hverjum þáttum í sjónvarpinu? Það er Big Bang Theory maraþon í gangi. – Uppáhaldssjónvarpsefni: Körfuboltakvöld – Fylgistu með fréttum? Já, alltof mikið. – Hvað sástu síðast í bíó? Ég man þig. – Uppáhaldsíþróttamaður: Shaq. Uppáhalds- íþróttafélag: Njarðvík. – Ertu hjá- trúarfullur? Nei. – Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Ekkert sem toppar gott techno. – Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð? Ed Sheeran. – Hvað hefur þú að atvinnu? Fastlínusérfræðingur hjá Nova. – Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Hef unnið mest heiman frá og græði tvo tíma á dag með fjöl- skyldunni. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Ekki einu sinni COVID getur skyggt á fæðingu dætra minna tveggja í febrúar þannig að fyrir mína fjölskyldu hefur þetta ár verið rólegt en samt frábært. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Ég spái stórkostlegu sólarsumri sem verður ekki síðra en 2019 sem á eftir að lyfta brún okkar eftir erf- iðan vetur. – Hvað á að gera í sumar? Rúlla eitthvað út á land, grilla og njóta þess að vera til. – Hvert ferðu í sumarfrí? Á Snæfellsnes þar sem mín bíður gullin strönd og lækur fullur af silungi. – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Ég myndi byrja á því að kaupa nesti í Valgeirsbakaríi og taka svo Reykjaneshringinn og finna góða skjólsæla gjótu og fara í lautarferð. Netspj@ll Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Indverskur matur Hjörtur M. Guðbjartsson, fastlínusérfræðingur hjá Nova, óttast köngulær og segir indverskan mat vera það versta sem til er matarkyns. Spáir stórkostlegu sólarsumri FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS 38 // VÍKURFRÉttIR á SUÐURNESJUM Í 40 áR Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.