Íþróttamaðurinn - 01.10.1932, Side 6

Íþróttamaðurinn - 01.10.1932, Side 6
4 IÞRÓTTAMAÐURINN Georg Lúter Sveinsson. Hinn ungi og knálegi maður, sem þessi mynd er af, heitir Georg Lúter Sveinsson. Hann er nú nýlega 19 ára að aldri og er, miðað við aldur sinn, afreksmaður í íþróttum. 12 ára að aldri kom hann til Reykjavíkur, norðan frá Akureyri. Gekk hann þá þegar í íþróttafélag K. R. Kom brátt í ljós, að Georg var gott íþróttamannsefni, bæði hvað líkams- atgeryi og skap snerti. Var hann reglusamur, og áhugasamur um’að æfa sig, enda sáust þess merki fljótt. Þegar á fyrsta ári sínu í K. R., var hann skipaður í kapplið 3. flokks félagsins, og furð- aði marga á, hve snjall hann var þá þegar í knattleik. Síðan hefir hann jafnan þótt sjálf- sagður í kapplið K. R., fyrst í 3. flokki, meðan hann hafði aklur til, og síðan í 2. flokki og loks síðastliðið sumar var hann oftlega skipað- u-r í kapplið 1. flokks, I öll þau mörgu skifti, sem Georg hefir kept í knattleik, hafa áhorf- endur jafnan dáðst að fræknum leik hans, - snarræði hans og lipurð, samfara öryggi og skynsamlegri dirfsku, að ógleymdri prúðmensku hans á leikvangi, sem honum er í merg runnin. Enda þótt segja megi, að knattspyrnuíþrótt- in hafi hingað til verið uppáhalds-íþrótt Georgs, þá hefir ,hún ekki nægt honum, Hann langaði til að iðka fleiri íþróttir, og kom þá í ljós, að hann er jafnvígur á flestar þær íþróttir, sem ungir menn temja sér nú. Þannig er hann ágæt- ur spretthiaupari, stökkmaður og kastari og hefir unnið fjölda verðiauna í öllum þessum íþróttum. Hann hefir oftlega kept á leikvangi fyrir félag sitt, bæði á mótum fulloröinna manna og drengja og unnið því glæsilega sigra, og hin 2 síðustu sumur, .hefir hann borið ægis- hjálm yfir jafnaldra sína á Iþróttamóti drengja og unnið mótin — fengið flest stig. Hið síðara sumarið, skiftust afreksverðlaunin fyrir flest stig milli hans og Kjartans Guðmundssonar, því þeir vorui þá jafnir að vinningum. Vonndi minnist Georg þess á komandi ár- um, að íþróttalegt líferni er hverjum manni hið hollasta uppeldi, og vonandi æfir .hann sig svo vel, að hann verði á íþróttasviðinu æskunni til fyrirmyndar. Efast ég þá ekki um, að afrek muni sigla í kjölfar góðrar þjálfunar. — Georg, íþróttahæfileikar þínir búa í líkama þínum, — láttu viljann leiða þá til fullkomn- unar. Áhorfancli. Áhugi. Áhugi manna út um land fyrir iþróttum og þá einkum knattspyrnu, fer nú mjög vaxandi. Hafa nú á seinasta sumri verið stofnuð ýms félög í smærri kauptúnum, sem fyrst og fremst hafa á stefnuskrá sinni knattspýrnu, en jafn- framt ýmsar aðrar íþróttir. Er nú svo komið, að vel myndi henta að stofna til knattspyrnu- kepni fyrir hvern landsfjórðung út af fyrir sig, og væri þá 'æskilegt, að það félagið sem sigraði 1 hverri slíkri kepni, tæki þátt í Is- landSmótinu, sem bezt myndi henta að væri haldið seinni part sumars. Er þá fyrst með sanni hægt að kalla sigurvegarann á íslands- mótinu bezta knattspyrnufélag landsins. — Sá sem þetta skrifar, ferðaðist síðasliðið sum- ar út um land og átti tal við marga helztu á- hugamenn. íþróttamálanna, einkum í kauptún- unum, og var það almenn skoðun þeirra, að slík landsfjórðungsmót myndu enn auka áhuga manna fyrir íþróttum og þá knattspyrnu sér- staklega. Ættu knattspyrnu- eða íþróttaráð hvers landsfjórðumgs sem fyrst að gangast fyr- ir framkvæmd á þessu máli, í samráði við stjórn I. S. I.

x

Íþróttamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttamaðurinn
https://timarit.is/publication/1445

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.