Kvistur - 01.11.1932, Síða 12

Kvistur - 01.11.1932, Síða 12
K V I S T U R 12 - þ6 sérstaklega þegar þau eru mislit. Eitt haustið var henni Astu gefin falleg ær og henni þótti mjög vænt um hana. Og um vorið, þeg- ar brseður ininir fóru að ganga til ánna, þá óskaði Ásta sár, að ser- in sín kaemm með tvö lömb. Og þegar bræður mínir komu á morgnana, hljóp hám alltaf út á hlað og spurði þá hvort þeœr hefðu fundið ána sína boma. Það bar líka eins og hún hafði óskað sér. Einn góð- an veðurdag komu þeir með tvö lömb í fanginu inn á eldhúsgólf og báðu Ástu um að gefa þeim, því að ærin mjólkaði ekki nógu mikið ^ handa þeim báðum. Asta spurði þá, hvort þeir hefðu fundið ána síma borna. Þá sögðu þeir henni, að þetta væru lömbin hennar og ærin biði eftir þeim úti á túni. Þegar Ásta var búin að gefa lömbunum, fór hún með þau út á tún, og með mjólk í fötu handa ánni. Á hverjum morgni og hverju kvöldi fór hún með mjólk handa ánni og lömbunum. Þegar Ásta kom með mjólk í fötu út á tún og kallaði á ána sína, kom hún alltaf hlaupandi til hennar og við krakkarnir gátum strokið henni; meðan hún var að drekka úr fötunni. Hörður Einarsson (10 ára). GÓÐUR MAÐUR. ii íí sí i! t» u TTfi u u ís ss sí !í«t> ;í sí « H ss íí “ Einu sinni voru þrjú systkini mjög fátæk. Þau voru svo fá- tæk; að þau áttu ekki einusinni húsaskjól; svo að þau urðu að fara inn í einhverjar hlöður eða útihús til að sofa í. EÚ var smaarið á enda og nú byrjaði veturinn með frosti. Móðurleysingjamir ráfuðu um götumar, til að leita sér húsaskjóls. Þá kom maður eftir göt- imni. En er hann sér þau; fer hann til þeirra og spyr þau hvar þau ættu heima. Þau segjast hvergi eiga heima, Þá spyr hann þau hvar pabbi og mamma þeirra séu. Þau segja; að þau séu dáin. Þá biður maðurinn þau að fylgjast með sér. Þau gera svo. M ganga þau^um dá- litla stund; þangað til þau koma að húsi einu. Þau fara inn í hús- ið og sjá; að þar er hreinlegt; en ekki ríkmannlegt. Þau sjá konu vera við eldhúsborðið og vera að búa til mat. Þá segir hún: "Það var gott; að þú komst. Eg var einmitt á leiðinni að kalla á þig. En hvað kemurðu með? Hvaða börn eru þetta?" Maðurimn sagði henni nú alla söguna, þegar hann hitti börnin. Svo voru þau þarna; þang- að til þau voru orðin svo stór; að þau gátu unnið fyrir sér sjálg. Svafa Kristjánsdóttir (11 ára;. DÝRA SAGA. W « u íí n íí ís ís n íi 'u ',i i! ií sí i; :i íi ti r. ts w n u Einu sinni átti pabbi kind, sem alltaf var kölluð brauð- sníkja; af því að hún var svo sólgin^í brauð. Eg átti að eiga síð- asta lambið undan henni og hlakkaði ósköp til. Oft var það á sumh- in; að hún kom heim til þess aö fá eitthvað að borða; brauð eða eitthvað annað. Svo flutti pabbi frá bænum; sem hann átti heima á; en Brauðsníkja vildi ekki fara; og var_eg og Siggi bróðir minn látn- ir sækja hana; og vorurn við með kökudeig til að hún yrði viljugri heim til okkar. En um haustið kom Brauðsníkja bógbrotin af fjallinu með tvö lömb, og var það bæði gimbur og hrútur; og fékk^eg að eiga gimbrina; en pabbi átti hrútinn. - En það er af Brauðsníkju- að

x

Kvistur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvistur
https://timarit.is/publication/1452

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.