Kvistur - 01.11.1932, Síða 14
K V I STUR
aði mér. Hún var móflekkótt og var nefnd Skálm. Seinast hafði hún
ekki nema eitt horn. Svo átti eg svarta á, sem afi og amma gáfu mér.
Hán heppnaðist mér ekki vel. Hún átti aldrei lamb, svo að það varð
að slátra henni.
Eiríkur Jónsson (11 'ára).
S K E S S A IT í I L L A 3 I L I.
tt ti n iv ii u n u íí ij' h rt it n 'i ii iTíT t? tftrw ifít tt u'Íí it tt tt *.t iT i. n tt ■>»;
Skessan í Illagili sat í hellismunnanum og leit suður yfir
dalinn. Þarna kom maður ríðandi á jörpurn hesti og reið^greitt.
Skessan sá strax, að þetta var Jón á Hálsi og var að ríða norður á
Norðurland, eins og hann var vanur. Hún ætlaði sér að hitta hann.
Jón færðist nær og nær og var brátt kominn á móts við Illagil, því
að það gekk inn úr dalnum. Skessah gegk út úr hellinum á móts við
Jón. Jón brá skjótt við, er hann sá skessu, stökkur af baki og ætl-
ar að ráðast á hana, en hún sagði honum, að hann þyrfti ekkert að
óttast, því að ^ún gerði honum ekkert mein. Bað hún Jón að ganga
með sér í hellinn. Jón var fús til þess, er hann sá hve hún var
raunaleg. Þau gengu í hellinn. T hellinum voru þrjú rúm. Lá í einu
þeirra stórgerður maður og mátti glögglega sjá, að hann var mjög
veikur. 1 rúmi hinum megin í hellinum láu tvö börn, bæði veik.
Skessan fór nú að segja honum raunir sínar og bað hann að hjálpa
sér. Hann sagðist skylái sækja fyrir hana meðöl, ^ef hún vildi. Skess-
an þá það með þökkum. Reið Jón nú af stað suður í sveit. Jón hitti
skottulækni þar í sveitinni og fékk hjá honum meðöl, er hann hélt
að dygðu. Jón kom aftur til hellisins daginn eftir, og var þá ann-
að barnið dáið. Gaf nú Jón sjúklingunum meðölin. Jón var í hellinum
um nóttina. Morguninn eftir var karl hinn hressasti og krakkinn
líka, Skessan var hin kátasta, og bað hún Jón að koma við hjá sér,
þegar hann kæmi aftur. Per nú Jón þeiðar sinnar og kemur aftur við
hjá þeim, og biðja þau hann að koma alltaf við hjá sér, er hann
fari norður. Jón lofaði því og kom alltaf við hjá þeim og var allt-
af nótt. — — Eitt sinn er Eón reið norður, kom hann við hjá þeim
eins og vant var. Voru þá bæði dáin, kerlingin og krakkinn. Karlinn
var mjög dapur í bragði og sagðist búast við, að hann færi nú að
áeyja, og sagði hann, að Jón ætti að hirða allt, sem fémætt væri í
hellinum, og fékk hann Jóni lyklakippu stóra. Síðan reið Jón norð-
ur. Þegar hann kom aftur, var karlinn dauður og lá í hellismunnan-
um. Jón dröslaði honum niður í vatn, sem var þar rétt hjá. Síðan &
fór hann^upp í hellinn og kannaði hann. Eann hann margt fémætt í
honum. Síðan reið Jón heim. Hann fluttist í dalinn um^vorið og bjó
þar til dauðadags. Jón var jafnan gæfumaður og lifði í auð og alls-
nægtum upp frá þessu. Það er óhætt að geta þess, að þessi tröll
lifðu ekki á stolnu fé, því að Jón keypti alltaf handa þeim slátur-
fé þar í hreppnum, og féldc það ríflega borgað aftur. Og þar með
lýk eg þessari sögu.
Einar J. Hafberg (12 ára).