Fréttablaðið - 13.06.2020, Síða 12

Fréttablaðið - 13.06.2020, Síða 12
Í þjálfuninni hef ég haft það að leiðar- ljósi að allir fái tækifæri við hæfi og að sinna öllum jafn vel, óháð hæfileikum þeirra. Margrét Brandsdóttir 1 3 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT ÍSLENSKI BOLTINN  Eftir að leik­ mannaferlinum lauk snéri Margrét sér svo að þjálfun og hún hefur lyft kvennaboltanum upp á hærri stall hjá FH á rúmlega tveggja áratuga þjálfaraferli sínum hjá félaginu. Nú er komið að kaflaskilum hjá Mar­ gréti, sem hyggst leggja þjálfara­ flautuna á hilluna í haust. „Það má segja að áhugi minn á íþróttum kvikni á leikjanám­ skeiðum sem Geir Hallsteinsson stóð fyrir á túninu á Hörðuvöllum í Hafnarfirði. Þar kynnti hann okkur fyrir alls konar leikjum og fjöl­ breyttum íþróttagreinum. Þaðan fór ég að æfa frjálsar íþróttir og svo æfði ég handbolta upp alla yngri f lokkana hjá FH,“ segir Margrét um upphaf íþróttaferils síns. „Ég spilaði bæði með unglinga­ landsliðum og síðar A­landsliði í handbolta og minn grunnur er í handboltanum. Árið 1971 er svo tekin ákvörðun um það hjá KSÍ að setja á laggirnar Íslandsmót í knatt­ spyrnu kvenna í meistaraflokki. Þá ákvað Kristófer Magnússon, sem þjálfaði okkur í handboltanum, að skrá okkur til leiks þar. Við vorum vanar að hita upp í fótbolta á hand­ boltaæfingum en æfðum ekki fót­ bolta að staðaldri,“ segir hún um rótina að fótboltaferli sínum. Hluti af liðinu sem vann fyrsta Íslandsmótið sem haldið var „Við urðum Íslandsmeistarar árið 1972 og erum þar af leiðandi fyrstu meistararnir í knattspyrnu í kvennaf lokki. Við verðum svo meistarar sömuleiðis árin 1974, 1975 og 1976. Það hefur margt breyst til betri vegar frá þessum tíma, en sem dæmi þá máttum við ekki æfa og keppa í leðurskóm eins og strákarnir, heldur vorum við í taustriga skóm með gúmmítökkum undir. Það þótti of hættulegt fyrir kvenfólk að leika í leðri með venju­ legri gerð af tökkum. Þá æfðum við á sandvelli við Hvaleyrarvatn og spiluðum á sandvöllum hér og þar um landið,“ segir einn af frumkvöðl­ um kvennaknattspyrnu á Íslandi. „Ég man svo eftir mjög skemmti­ legri ferð til Ítalíu árið 1975 þar sem við kepptum við erlend lið fyrir tilstuðlan Alberts Guðmunds­ sonar. Það var mjög skemmtilegt og fróðlegt að sjá hvar við stæðum á alþjóðlegum vettvangi. Eftir að við verðum Íslandsmeistarar árið 1976, þá f lyt ég út og hætti alveg í handboltanum og fótboltanum. Við erum svo að æfa handbolta gamli hópurinn úr FH í eldri f lokki. Árið 1993 kemur svo Lúðvík Arnarson sem var að þjálfa kvennalið FH í Brautryðjandi hjá FH kveður sviðið Margrét Brandsdóttir er nafn sem allflestir FH-ingar þekkja, en hún lék bæði handbolta og fótbolta við góðan orðstír með félaginu. Margrét var hluti af liði FH sem vann fyrsta Íslandsmótið í knattspyrnu kvenna. Hún varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með FH. Margrét Brandsdóttir er afar vinsæll þjálfari sem þjálfað hefur yngstu flokka stelpna hjá FH um árabil. MYND/AÐSEND fótbolta á þeim tíma og spyr hvort að einhver af okkur sé til í að koma inn í hópinn í meistaraflokknum í fótboltanum,“ segir Margrét. „Ég sló til, mætti á æfingar og fann það að ég átti fullt roð í þær sem voru í liðinu. Í kjölfarið tók ég skóna af hillunni og spilaði með liðinu í þrjú ár. Keppnisskapið kom aftur upp hjá mér og brennandi áhugi á knattspyrnunni. Eftir að ég byrjaði að spila aftur var svo bankað í mig og ég spurð hvort ég hefði áhuga á að þjálfa hjá félaginu. Það var ekki nógu mikill kraftur í kvennastarf­ inu hjá FH á þeim tíma og ég hugs­ aði með mér að ég gæti gert hlutina betur sjálf,“ segir hún um ástæðu þess að hún fór út í þjálfun. Hefur komið miklu til leiðar á löngum þjálfaraferli sínum „Dóttir mín sem var átta ára gömul á þeim tíma var að æfa fót­ bolta hjá FH. Mig langaði til þess að hún og vinkonur hennar fengju góða þjálfun. Ég er leikskólakennari og elska að vera í kringum börn. Það voru um það bil sex stelpur að æfa í 5. f lokki, sem var yngsti f lokkurinn sem við buðum upp á, þegar ég var að byrja. Smátt og smátt óx iðkendafjöldinn og í dag bjóðum við upp á áttunda f lokk kvenna og erum með 40­50 leik­ menn í þeim flokki og f lokkunum þar fyrir ofan. Það hefur margt breyst bæði hvað varðar viðhorf til kvennaknattspyrnunnar og í þeirri aðstöðu og umgjörð sem stelpur búa við hjá FH. Það er mjög gaman að sjá það og að hafa verið hluti af því þróunarferli,“ segir þessi vinsæli þjálfari. „Þetta var hörð barátta fyrir því að fá tilhlýðilega virðingu og mér fannst munurinn vera mestur í meistaraf lokknum. Við fengum til dæmis aldrei að æfa eða keppa á aðalvellinum. Þá þurftum við að útvega sjálfar bolta og annan búnað sem til þurfti. Nú fá strákar og stelpur jöfn tækifæri frá yngstu flokkum og upp í meistaraflokk og öldin er allt önnur. Það er bara ótrú­ legt hvað þetta hefur tekið langan tíma. Aftur á móti er gleðilegt að sjá hvernig staðan er í dag,“ segir hún. „Ég þjálfaði frá 1993 til loka ársins 1996 en í upphafi árs 1997 eignaðist ég mitt fyrsta barn og tók mér pásu frá þjálfun. Þjálfarabakterían lét svo aftur á sér kræla árið 2000 og mér fannst sárt á þeim tíma að sjá að það hafði orðið lítil framþróun í kvennaknattspyrnunni hjá FH. Það var mikill metnaður hjá mér að koma hlutunum til betri vegar og ég hef bara starfað sleitulaust í 20 ár í yngstu aldursflokkunum. Hægt og rólega hafa hlutirnir batnað og ég er ánægð með það hverju ég hef áork­ að. Ég hef haft ástríðu fyrir starfi mínu allan tímann og það hefur verið unun að fylgjast með öllum stelpunum vaxa úr grasi. Sem dæmi Guðbjörgu Gunnarsdóttur, sem varð Pæjumótsmeistari undir minni stjórn og komst svo í fremstu röð,“ segir Margrét um starfsferil sinn. „Í þjálfuninni hef ég haft það að leiðarljósi að allir fái tækifæri við hæfi og að sinna öllum jafn vel, óháð því hversu mikla hæfileika þeir hafa. Það hefur verið mjög gefandi að taka þátt í uppbyggingu kvenna­ boltans hjá FH. Ég fæ mikið út úr því að mæta í Kaplakrika og hitta allar stelpurnar sem ég hef þjálfað og eru á ólíkum stað á fótboltaferli sínum. Svo hef ég trú á því að það sem ég hef kennt þeim hafi komið þeim að góðum notum í lífinu. Þau tengsl sem hafa myndast á þeim tíma sem ég hef verið að þjálfa eru ómetanleg. Nú er aftur á móti svo komið að ég hef ákveðið að yfirstandandi tímabil verði það síðasta hjá mér í þjálfuninni. Ég ætla að gefa börnun­ um mínum og barnabörnum meiri tíma og svo er ég farin að spila golf sem tekur drjúgan tíma. Mér finnst þetta rétti tímapunkturinn til þess að láta gott heita og færa orkuna yfir á aðra staði. Eiginmaður minn og fjölskylda  hafa staðið með mér í þessu, en eiga það skilið að ég ein­ beiti mér núna meira að þeim,“ segir Margrét sem kveður sátt, en hennar verður sárt saknað úr Krikanum. hjorvaro@frettabladid.is Á þeim rúmu tveimur ára- tugum sem Margrét hefur verið við störf hjá FH hafa miklar breyting- ar átt sér stað. Bæði í knatt- spyrnu kvenna almennt og hjá félaginu sjálfu. Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Markáætlun um samfélagslegar áskoranir fyrir styrkárin 2020-2023. Markáætlun um samfélagslegar áskoranir er opinn samkeppnissjóður sem starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir (nr. 3/2003 með áorðnum breytingum). Áherslur áætlunarinnar eru ákvarðaðar af Vísinda- og tækniráði, en hún er fjármögnuð af mennta- og menningar málaráðuneyti. Markmið með styrkveitingum er að hraða framförum í þremur flokkum: • Umhverfismál og sjálfbærni • Heilsa og velferð • Líf og störf í heimi breytinga Umsóknarfrestur rennur út 1. september kl. 16:00. Umsækjendur eru beðnir að kynna sér vel reglur Markáætlunar um samfélagslegar áskoranir áður en hafist er handa við gerð umsóknar. Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Nánari upplýsingar á síðu sjóðsins. Markáætlun um samfélagslegar áskoranir Umsóknarfrestur til 1. september H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.