Fréttablaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 28
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Ég er skírð í höfuðið á móður-afa mínum, Brynjari Bjarna-syni. Mér þykir rosalega vænt um nafnið því ég hef alltaf verið nátengd afa mínum og hann hefur alltaf verið til staðar fyrir mig. Millinafnið fékk ég eftir þýskri langalangömmu minni, Mary Louise. Það passar mér vel, því ég þyki víst mjög lík henni í útliti og persónuleika,“ segir Brynja Mary sem var farin að syngja og dansa áður en hún gat talað og labbað. Föst í fantasíuveröld Í æðum Brynju Mary rennur íslenskt blóð en að einum fjórða þýskt. „Ég fæddist á Akureyri 19. janúar 2004 en flutti aðeins þriggja mánaða til Danmerkur og þar má segja að ævintýrið mitt hafi byrjað,“ segir Brynja Mary sem á sextán árum ævi sinnar hefur búið í sex löndum: Danmörku, Spáni, Noregi, Þýskalandi, Hollandi og Íslandi og talar öll sex tungumálin reiprennandi. Hún tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í febrúar með laginu Augun þín, og í gær kom út nýtt lag, Just for a minute, í samstarfi við September. „Just for a minute fjallar um einhvern sem hefur sært mann. Maður veit innst inni að best væri að láta þá manneskju í friði, en á sama tíma reynist það erfitt, því manni þykir svo vænt um hana. Lagið er líka um að vera pínu fastur í fantasíuveröld þar sem allt er fullkomið, en svo fattar maður að lífið getur verið flókið og ekki svo einfalt,“ útskýrir Brynja Mary. Alltaf að vera maður sjálfur Brynja Mary býr með fjölskyldu sinni í Hamborg í Þýskalandi, þar sem faðir hennar starfar sem þyrluflugmaður í sjúkraflugi. Hún er næstelst í sjö systkina hópi og elskar að vera í stórri fjölskyldu. „Margir halda að ég eigi tví- burasystur en svo er ekki. Systir mín, Sara Victoria, er ári yngri en ég – við erum mjög samrýndar og gerum allt saman. Hún getur og gerir allt það sama og ég, og við erum búnar að semja nokkur lög og syngja saman, sem gefin verða út á árinu. Við erum bestu vin- konur og alltaf til staðar hvor fyrir aðra,“ segir Brynja Mary. „Í tónlistinni liggur mér á hjarta að sýna öðrum að maður á aldrei að breyta sér fyrir neinn. Maður á alltaf að vera maður sjálfur og trúa á sjálfan sig. Maður getur allt sem maður vill og ætlar sér, sama hvaðan maður kemur eða hvað maður er gamall. Sjálf stefni ég alla leið á toppinn og er til í að leggja mikið á mig til þess.“ Lifað og leikið um heiminn Sumarið er heldur betur spenn- andi hjá Brynju Mary. „Á dagskránni er væntanlega eitt lag enn með September, nokkur frá mér og dúettar með Söru Victoriu. Við systur erum að fara til London til að klára að leika í mynd sem sýnd verður á Netflix, en þar erum við í einu af aðalhlutverkunum. Ég fer svo í dansbúðir í Kaupmanna- höfn með systkinum mínum í lok júní. Það geri ég á hverju ári. Það stóð líka til að fara í dans-, söng- og leiklistarnám til Parísar og Los Angeles hjá þekktum þjálfurum, en vegna kórónaveirunnar hefur því verið frestað fram í desember. Annars ætla ég líka að njóta þess að vera með fjölskyldu minni og vinum í sumar.“ Stefnir alla leið á toppinn Brynja Mary Sverrisdóttir er ekki nema sextán ára, en með ótalmargt spennandi á prjónunum. Hún gaf út dillandi svalan sumarsmell í gær og leikur eitt aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd Netflix. Brynja er lagahöfundur, söngvari, dansari, leikari og módel. MYND/AÐSEND Meira á frettabladid.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.