Íþróttablaðið - 01.08.1942, Qupperneq 3

Íþróttablaðið - 01.08.1942, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTASAMBAND ÍSLANDS 30 ÁRA Ríkisstjóri: „Verk sitt hefir l.S.Í. ekki unnið til launa. heldur af áhuga“. Forsætisráðherra: „íþróttahreyf- ingin á að vera einn af sterk- ustu þáttunum í brjóstvörn ís- iands". Háskólarektor: „íþróttir, vísindi og listir eru þau meginöfl, er mestu ráða um hamingju hverrar þjóðar'. Þann 28. janúar s.l. átti íþrótta- samband íslands þrítugsafmæli. Mikið var um hátíðahöld meðal íþróttamanna hér í bænum í sambandi við afmælið, svo að sjaldan eða aldrei mun stjórn I. S. I. hafa fundið jafnmikið vinarþel frá félögum og einstakl- 'ngum eins og að þessu sinni, Glímufélagið Ármann reið á vað- ið og helgaði því Skjaldarglím- una, sem háð var 2. fehrúar, en nokkru síðar hélt sama félag í- þróttaviku til heiðurs f. S. í., þar sem fram fóru glæsilegar og fjöl- breyttar íþróttasýningar. Sund- ráð Reykjavíkur stóð fyrir sund- knattleiksmóti þann 19. febrúar og var það einn liður þessara há- tíðahalda. Þá liafði Ivnattspyruu- íélag Reykjavikur hátíðasýning- ar í fimleikum og sýndu þar bæði konur og karlar, og þóttu háðar sýningarnar takast með á- gætum. Loks voru svo háðir knattspyrnukappleikir. þar sem öll knattspyrnufélög bæjarins — Fram, K. R., Yalur og Víkingur — leiddu saman liesta sína, og var það síðasti liður þessara há- tíðahalda. Það er gleðilegt og fyllilega þess virði, að því sé á loft liald- ið, að einmitt á þessum tímum, þegar okkur ríður sem mest á að standa fast saman, þá skulu í- þróttamenn sýna íþróttasam- bandinu meiri þegnskap og meira vinarþel en þeir hafa áður gert, og fyrir það eiga þeir skilið margfaldar þakkir. Auk þeirra hátíðahalda, sem nú liefir verið getið, hélt svo stjórn sambandsins hóf i Odd- fellowliúsinu á afmælisdaginn, og var þar saman komið margt íþróttamanna, hæði ungra og gamalla. Nokkrum hluta þess, sem þar fór fram, var útvarpað og því alþjóð kunnugt. Aðalræð- una flutti forseti 1. S. f., Ren. G. Waage, og fýsti stefnu og starfi samhandsins í stórum dráttum. Margar ræður og ávörp voru flutt í hófinu og mikill fjöldi gjafa og heillaóskaskeyta barst sam- handinu, bæði frá félögum og einstaklingum, sem sýndu glögg- lega vinsældir þess og að íþrótta- mönnum er annt um þessi alls- herjarsamtök sín. Meðal þeirra, sem sendu sam- bandinu kveðjur í tilefni afmæl- isins, voru Sveinn Rjörnsson, ríkisstjóri, Hermann Jónasson, forsætisráðherra og Alexander Jóhannesson, rektor Háskólans. Fara ávörp þeirra hér á eftir: Stjórn í. S. í. Fremri röð, frá vinstri: Benedikt G. Waage forseti, Erlingur Páls- son varaforseti. Aftari röð: Þórarinn Magnússon ritari, Frí- mann Helgason skjalavörður, Sigurjón Pétursson féhirðir.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.