Íþróttablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
21
17 stig, en Ármann 21 stig. Jó-
hannes Jónsson (í. R.) varð fyrst-
ur að marki á 7 mín. 17.8 sek.,
annar varð Sigurgísli Sigurðsson
(I. R.) á 7:52.2, en þriðji Frið-
geir B. Magnússon (K. R.) á
7:58.4.
Sundfélagið Ægir 15 ára. Hinn
1. maí voru 15 ár liðin frá stofn-
un Sundfél. Ægis. Þótt aldur fé-
lagsins sé ekki hærri en þetta,
hefir það unnið geysimikið starf
til eflingar sundíþróttinni hér i
bænum. Enda liefir Ægir haft
svo góðum sundmönnum á að
skipa á þessu tímabili, að það
hefir borið ægishjálm yfir önn-
ur félög. Sést það m. a. á þvi,
áð af 29 ísl. sundmetum eiga
Ægismenn 24. Stjórn félagsios
skipa nú: Þórður Guðmundsson,
form., Úlfar Þórðarson, Jón D.
Jónsson, Ingibergur Sveinsson,
Jón Ingimarsson, Theódór Guð-
nnindsson og Ingi Sveinsson.
Knattspyrnudómarafélagið helt
aðalfund sinn 3. maí s.l. Formað-
ur var kjörinn Gunnar Axelson,
en meðstjórnendur: Ólafur Jóns-
son, Þorsteinn Einarsson, Þráinn
Sigurðsson og Baldur Möller.
100 m. hlaupið 17. júní.
Frá vinstri: Oliver, Sverrir, Sigurð-
nrður og Jóhann.
Sundknattleiksmót íslands fór
fram í Sundhöllinni i maímán-
uði. Leikar fóru þannig, að Ár-
menningar urðu íslandsmeistar-
ar, unnu Ægi i úrslitaleiknum
með 5 mörkum gegn 2.
Knattspyrnumótum 2. og 3. fl.
lauk um mánaðamótin maí og
júní. I 2. flokki varð Valur sig-
urvegari með 6 stigum, K. R.
hlaut 4, Fram 2 og Víkingur 0.
I 3. flokki varð K. R. hlutskarp-
ast og hlaut 6 stig, Fram 4, en
Valur og Vikingur fengu ekkert
stig (kepptu ekki síðasta leik-
inn).
Knaítspyrnukeppni Hafnarfjarð-
arfélaganna i 1. flokki er nýlokið
með sigri Hauka. Var höfð tvö-
föld umferð og unnu Haukar
Fimleikafélag Hafnarfjarðar í
fyrri umferðinni, en jafntefli
varð í hinni síðari.
Boðhlaupið umhverfis Reykja-
vík fór fram 11. júlí s.l. Tvær
sveitir tóku þátt í hlaupinu
frá Ármanni og K. R. — og báru
Ármenningar sigur af hólmi á
18 mín. 48.8 sek., en tími K. R.
var 19:12.4. Þetta er í 4. sinn,
sem hlaupið er háð. Árið 1939
vann Ármann á 18:23.6, 1940
sigraði K. R. á 18:54.4 og i fvrra
unnu Ármenningar á 18:09.0.
Handknattleiksmótin. Hand-
knattleiksmót Ármanns fyrir
karla var háð hér í bænum frá
22.—28 júlí og fór keppnin fram
á íþróttavellinum. Ellefu manna
lið frá Ármanni, 1. R., Val og
Víking tóku þátt í mótinu. Sigur-
vegari varð Valur með 6 stig-
um, Víkingur hlaut 4, Ármann 2,
en í. R. 0 stig.
íslandsmót i handknattleik
kvenna fór fram á Akureyri um
miðjan júlí. Stúlkur úr eftirtöld-
um félögum tóku þátt i mótinu:
Glímufél. Ármann, Reykjavik,
Völsungar, Húsavik, Þróttur, Nes-
kaupstað, K. A. og Þór, Akur-
eyri. Sigurvegari varð Ármann
með 7 stigum, Þór fékk 5 stig,
K. A. 4, Völsungar 2 og Þróttur
2. Eru því Ármannsstúlkurnar
Islandsmeistarar fyrir yfirstand-
andi ár.
K. R. í Borgarfirði. í byrjun
ágústmánaðar fór ílokkur íþrótta-
manna úr K. R. til Borgarfjarð-
ar og kepjiti við Borgfirðinga í
frjálsum íþróttum og sundi. —•
Keppnin fór fram á HvRárbökk-
um og voru 4 keppendur i hverri
íþróttagrein (2 frá hvorum). K.R.
bar sigur úr býtum með 51%
stigi gegn 38%.
Landskeppni í golfleik. Nýlega
er lokið íslandskeppninni í golfi.
Þátttakendur voru alls 21; þar af
11 úr Reykjavík, 7 frá Vestm.-
Gisli Ólafsson.
eyjum og 3 frá Akureyri. Sigur-
vegari varð Gísli Ólafsson (Rvík)
og' var úrslitaleikurinn háður
milli hans og Jakobs Hafstein
(Reykjavík). Hefir Gísli nú unn-
ið titilinn „Golfmeistari Islands*1
þrjú ár í röð.