Íþróttablaðið - 01.08.1942, Side 4
2
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
ÁVARP
til íþróttasambands íslands, frá
rikisstjóra Sveini Björnssyni, á
30 ára afmæli sambandsins, 28.
janúar 1942.
Við notum oft fornrómverska
spakmæliS: „Heilbrigð sál i heil-
brigðum líkama“, er við viljum
undirstrika, að iðkun íþrótta geri
livorttveggja í senn, að efla lioll-
ustu líkama og sálar.
En, þvi miður, felur þetla
spakmæli ekki i sér algilda
reglu. Ef liollusta hugarfarsins
stjórnar ekki iþróttaiðkunum,
getur farið svo, að þótt líkaminn
verði heilbrigður og hraustur,
verði sálin út undan.
Það má iðka likamsíþróttir
svo, að þjálfaður sé hraustur
líkami, sem nota megi til ein-
hverra hluta svo sem hverja aðra
vél, án þess að ræktun sálarinn-
ar sé þvi samfara. Jafnvel svo,
að sú sálarræktun sé annaðhvort
algerlega forsómuð eða henni
heint í öfuga átt.
En þegar hollusta hugarfars-
ins stjórnar iþróttaiðkunum. í
stað þess máske að eitra hug-
ann, þá fer á annan hátt. Þá á
spakmælið, sem ég nefndi, sitt
fulla gildi. Með líkamsheilbrigði
fylgir þá sálarheilbrigði.
Eitt af markmiðum „Iþrótta-
sambands íslands“ hefir einmitt
verið að reyna að tryg'gja það,
að líkamsíþróttir á íslandi fari
fram í slíku andrúmslofti, að
þær geri menn heilbrigða, bæði
á sál og' líkama.
Það liefir gengizt fyrir því,
að menn bindist samtökum um
að keppa i íþróttum eftir settum
reglum, þar sem uppistaðan er:
drengskapur. Það hefir skapað
sér aðstöðu til þess að koma á
slíkum reglum meðal allra þeirra
félaga, sem vængir þess ná til.
Og það hefir skapað sér aðstöðu
til þess að gæta þess, að reglun-
um sé fylgt.
Það á sinn þátt í því, að ríkis-
valdið hefir talið sér skylt að
styrkja, vernda og varðveita í-
þróttaiðkanir á íslandi i þeim
anda, sem ég' hefi lýst.
Verk sitt hefir það ekki unnið
til launa, heldur af áhuga.
Þetta, sem ég liefi nefnt, gefur
fullgildar ástæður til þess að
telja þennan félagsskap þjóð-
nýtan.
Það er mál sumra manna, að
samtök eða félagsskapur, sem
staðið liefir i 25 ár, hafi sýnt, að
liann á sér lífsskilyrði. En liafi
hann staðið í 30 ár, sé hann ó-
drepandi úr þvi.
Það er ósk mín og von, að
þetta megi sannast á íþrótta-
sambandi Islands“.
Reykjavík, 28. jan. 1942.
Til stjórnar
Iþróttasambands Islands>
Sérstakar ástæður valda þvi,
að ég get ekki mætt á afmælis-
fagnaði yðar í kvöld, en ég sendi
yður einlægustu árnaðaróskir
mínar, um leið og ég fyrir þjóð-
arinnar hönd þakka yður mikið
og gott starf og' bið yður að
minnast þess, að þjóðin væntir
mikils af yður framvegis.
Miklir og margir byrjunarörð-
ugleikar hafa verið yfirstígnir á
þessum 30 árum, og framfarir i
íþróttamálum eru miklar, en þó
er það svo i dag, að okkur
finnst það svo að segja óendan-
lega margt, sem óunnið er og
gera þarf. Fyrir mikla starfs-
krafta er einmitt þetta að mörgu
leyti hið ánægjulegasta við ís-
lenzkt íþróttalíf.
Erfiðleikarnir, sem að oss
steðja í svipinn, eru að visu
miklir og með öðrum hætti en
sá vandi, er við kjósum að fást
við. Og þessi vandi, er oss hefir
að höndum horið, er að mörgu
leyti þrándur i götu aukins í-
þróttalífs. En þessa örðugleika
verðum við einnig að sigra, bæði
að því er snertir íþróttalífið sem
og þann þátt, er viðkemur þjóð-
inni sem heild.
Á erfiðum tímum verða þjóð-
irnar að treysta á það, sem er
sterkast og heilhrigðast i þjóð-
lífinu.
Islenzkir iþróttamenn! Má ekki
islenzka þjóðin treysta því, að
þið séuð eitt af því heilbrigða
og sterka?
Á 30 ára afmæli Iþróttasam-
bands Islands vildi ég, að hver
góður iþróttamaður minntist
þessa, og strengdi þess hljóður
heit, að íþróttahreyfingin ís-
lenzka skuli vera einn af sterk-
ustu þáttunum í brjóstvörn Is-
lands nú, er mest á reynir. Ekki
einungis með þvi að stökkva eða
hlaupa hart, heldur fyrir at-
beina þeirrar skapfestu, dreng'-
lundar og manndóms, sem þið
eigið að öðlast með því að lifa
heilbrigðu lífi og stunda liollar
íþróttir.
Ef íþróttamenn vilja vera sam-
taka í þvi að vinna þetta heit
og stefna að þessu marki, efast
ég ekki mn, að þeim takist að
ná því.
Hermann Jónasson.
Reykjavík, 28. jan. 1942.
Herra forseti í. S. í.
Ren. G. Waage.
Mér þykir mjög leitt að geta,
ekki setið 30 ára afmælisfagnað
Iþróttasambands Islands, en
þakka fyrir vinsamlegt boð.
Ég flyt Iþróttasambandinu
bestu hamingjuóskir mínar, og
þakkir fvrir unnin störf í þágu
þjóðarinnar og uppeldis æsku-
lýðsins. Það er sannfæring mín,
að aukin iþróttastarfsemi muni
eiga sinn verulega þátt í að
skapa heilbrigða, vaska og
drenglynda þjóð, er keppi á ó-
komnum árum að því háleita
marki að í þessu landi búi önd-