Íþróttablaðið - 01.08.1942, Qupperneq 5

Íþróttablaðið - 01.08.1942, Qupperneq 5
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 3 vegisþjóð, sem minnug göfugs ætternis, að afreka forfeðranna, sæki æ fram til fullkomnunar á öllum sviðum þjóðlífsins. íþrótt- ir, vísindi og listir eru þau meg- inöfl, er mestu ráða um ham- ingju hverrar þjóðar. Mér er mikil ánægja að því, að á þessu ári, liafa íþróttir ver- ið gerðar að skyldunámsgreinum við Háskóla íslands, og vænti ég samstarfs og samkeppni islenzkra stúdenta á ókomnum tímum í i- þróttamálum þjóðarinnar. Með vinsemdarkveðju. Yðar einlægur, Alexander Jóhannesson. Það yrði langt mál, ef skrifa ætti starfssögu í. S. í. í þau 30 ár, sem liðin eru frá stofnun þess og verður það ekki gert hér. Enda gerist þess ekki þörf, þvi að hér í blaðinu hefir undan- farin ár verið jafnóðum sagt frá því lieizta í starfsemi þess og saga þess rakin í stórum drátt- um fyrir 5 árum, og svo er nú í prentun afmælisrit sambandsins, þar sein ítarleg grein er gerð fyrir hinni margþættu starfsemi þess og verður það íþróttamönn- um án efa kærkomið lieimildar- rit. En það sakar ekki að minna á það einu sinni enn, að starf I. S. í. er þjóðnytjastarf, sem ])ví miður allt of fáir kunna að meta. En þeim, sem kunna að meta íþróttir og gildi þeirra fyrir æskulýðinn, og þjóðina yfirleitt, en ennþá hafa ekki komið auga á gagnsemi í. S. í., má henda á það, að án starfsemi þess væri iþróttahreyfingin eins og stýris- laus bátur. Hitt er svo annað mál, að í. S. f. þarf umbóta við, og hefi ég áður lýst skoðunum mínum í því máli. Og það er í- þróttamannanna sjálfra að gera l»ær umbætur á starfsemi sam- i andsins, sem nauðsvnlegar eru. íþróttamótið 17. júní. Eins og undanfarin ár geng- ust íþróttamenn fyrir hátíðahöid- um í höfuðstaðnum þann 17. júní. Eftir að íþróttamenn höfðu gengið í skrúðgöngu frá Alþing- ishúsinu suður á íþróttavöll, flutti forseti f. S. í. ræðu, en hann hafði áður lag't blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar að við- stöddum miklum mannfjölda. Að ræðu Ben. G. Waage lokinni, hófust íþróttakeppnir og sýning- ar og urðu úrslit í einstökum greinum sem hér greinir: Jóhann liernhard. 100 metra hlaup. 1.—2. Jóhann Bernhard (K.R.) 11.6 sek. 1.—2. Óliver Steinn (F. H.) 11.6 sek. 3. Sverrir Emilsson (K. R.) 11.7 sek. 4. Sigurður Finnsson (K. R.) 11.7 sek. Þeir Óliver og Jóhann voru svo hnífjafnir í úrslitahlaupinu, að eigi var unnt að dæma á milli þeirra. Hlaupið var skemmtilegt og hlaupararnir jafnir eins og tíminn ber með sér. í undanrás- Eflum í. S. í. á allan þann hátt, sem við getum. Það er bezta af- mælisgjöfin, sem samhandið get- ur fengið. Kgs. unum liöfðu þeir Jóhann og Sig- urður beztan tíma — 11.7 sek. 17. júní í fyrra vann Brandnr Brynjólfsson (Vík.) 100 mtr. hlaupið á 11.5 sek., en Jóhann hljóp þá á 11.6. 800 metra hlaup. min. 1. Sigurgeir Ársælss. (Á.) 2:14.4 2. Árni Kjartansson (Á.) 2:15.0 3. Hörður Hafliðason (Á.) 2:15.8 Þeir SigUrgeir og Árni náðu töluvert betri tíma í fyrra — Sigurgeir 2:4.2 og Árni 2:6.7 — enda var minni keppni í hlaupinu nú en þá. 5000 metra hlaup. mín. 1. Haraldur Þórðars. (Á.) 17:50.8 2. Indriði Jónsson (K.R.) 17:53.0 3. Vigfús Ólafsson (K.V.) 18:07.0 Það var lengi vel tvísýnt hvor þeirra Haralds eða Indriða myndi vinna þetta lilaup, því að þeir skiptust á um forystuna sitt á hvað. Haraldur varð þó yfir- sterkari á síðasta hringnum. — Tíminn er miklu lakari en i fyrra. Þá vann Jón Jónsson (K. V.) á 16:40.6, Haraldur hljóp á 16:46.0 og Indriði á 16:50.2. Langstökk. intr. 1. Óliver Steinn (F. H.) 6.63 2. Sig. Finnsson (K. R.) 6.45 3. Sverrir Emilsson (K. R.) 6.38 Hér náðist aftur á móti tölu- vert betri árangur en í fyrra, en þá vann Óliver með 6.50 mtr. Árangur Ölivers er ágætur á okk- ar mælikvarða, en þess ber þó að gæta, að mikill meðvindur (6—7 stig) hjálpaði stökkvurun- um. Hástökk. mtr. 1. Óliver Steinn (F.H.) 1.72 2. Rögnv. Gunnlaugss. (K.R.) 1.58 3. Ragnar Emilsson (F.H.) 1.58

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.