Íþróttablaðið - 01.08.1942, Qupperneq 12
10
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
Kúluvarp. mlr.
1. Gunnar Huseby (K. R.) lk.79
2. Jóel Sigurðsson (I. R.) 12.64
3. Anton Björnsson (K. R.) 11.27
4. Jón Hjartar (K. R.) 8.77
Afrek Gunnars er nýtt ísl. met
og bezti árangur fslendinga í
frjálsum íþróttum. Vonandi tekst
honum að ná 15 metrum síðar
i sumar og gera þar með garð-
inn verulega frægan í hugum er-
lendra þjóða, þvi að eins og
kunnugt er þykir 15 mtr. kast
mjög gott á alþjóðamælikvarða.
Gunnar liefir nú á einu ári hækk-
að kúluvarpsmetið um röskan
meter — úr 13.74 mtr. upp í
14.79 mtr. og er þó aðeins 18
ára gamall. Ber það vott um
undraverða hæfileika. Marga
góða kastara vantaði, t. d. Sig-
urð Finnsson. Er þvi árangur
næstu manna Jakari en venju-
lega. — Gamla metið var 14.63
metrar.
Sleggjukast. mtr.
1. Vilhj. Guðm.s. (K. R.) 42.31
2. Helgi Guðm.s. (K. R.) 37.28
3. Gunnar Huseby (K. R.) 36.06
4. Gísli Sigurðsson (F. H.) 29.28
Árangurinn er óvenju jafn og
góður. Einn yfir 40 mtr. er
venjulegt, en 3 yfir 36 mtr. er
Gunnar
Huseby.
Vilhjálmur Guðmundsson.
alveg ('iþekk I fyrirbrigði. Þó eru
keppendur sennilega eklíi komn-
ir í góða æfingu enn. Verður
gaman að vita, hvort Vilhjálmi
tekst að ljæta Juð góða met sitt
— 46.57 mtr. — á Meistaramót-
inu og Helga og Gunnari að ná
40 mtr., en þeir eru háðir í mjög
mikilli framför. Gísli hefir lield-
ur ekki kastað svona langt áður.
Fimmtarþraiit. stig.
1. Jón Hjartar (K. R.) 2309
2. Rögnv. Gunnl.s. (K. R.) 2255
3. Anton Björnsson (K. R.) 2224
4. Sverrir Emilsson (K. R.) 2219
Hér varð keppnin svo jöfn, að
ómögulegt var að segja, hvar
sigurinn myndi lenda fyrr en
síðasta þrautin var á enda.
Sverrir Emilsson fékk mest út
úr langstökkinu, 6.25 mtr., 200
mtr. 25.5 selc. og 1500 mtr. 4:50.0
mín., Jón Hjartar út úr spjót-
kastinu, 45.47 mtr. og Rögnvald-
ur út úr kringlunni, 32.70 mtr.
Anton var einna jafnastur, en
var þó eins og Jón sérstaklega
óheppinn í spjótlcastinu. Árang-
urinn er ekki góður, enda vant-
aði þarna methafann Sig. Finns-
son, sem ekki gat tekið þátt í
mótinu vegna meiðsla á fæti,
Ólaf Guðmundsson og Gunnar
Husehy, svo að nolckrir séu
nefndir. — Metið er 2834 stig.
Að þessu sinn stóð sérstöli.
þriggja manna nefnd — skipuð
fulltrúum þriggja Reykjavíkur-
félaganna — fyrir mótinu, og
hvort sem það stafar af litluni
undirbúningi eða öðru þá geklv
mótið alls eklci nógu vel.
Það byrjaði frekar óstundvis-
lega og svo urðu auk þess ýmsar
tafir, ýmist vegna vöntunar á
dómurum, áhöldum eða kepp-
endum. Verður að átelja slíkt
fyrirkomulag, þar eð liér er þó
um stærsta mót ársins að ræða í
frjálsum íþróttum.
Sem sagt frjálsíþróttamótin
verða að taka miklum stakka-
skiptum, ef þau eiga að draga
að sér jafnmarga áhorfendur og
knattspyrnumótin. Að vísu eru til
einstaka undantekningar eins og
t. d. siðasta Allsherjarmót, sem
tókst óvenju vel á þessu sviði,
en það er ekki nóg. Það má ekki
þreyta bæði lceppendur og eink-
um áhorfendur lengur með sama
gangi. Ættu félagastjórnirnar nú
að taka höndum saman með að
vanda betur til frjálsíþróttamét-
anna í framtíðinni, hvort scm
þau eru haldin af einu eða fleiri
félögum.
Að lokum skal hér gefið vfir-
lit yfir bezta árangur 1 hverri
íþróttagrein, að undanskildum
boðhlaupum, göngunni og fimmt-
arþrautinni, en þeim greinum er
sleppt í alþjóðastigatöflunni:
stig.
1. Kúluvarp G. Huseby . . 899
2. Kringlukast G. Husehy 787
3. Sleggjukast Vilhj. Guð-
mundssonar ............ 711
4. 800 mtr. hlaup Sigur-
geirs Ársælssonar .... 709
5. Langstökk Ólivers Steins 700
6. 1500 mtr. hlaup Sigur-
geirs Ársælssonar...... 699
7. 400 mtr. hlaup Sigur-
geirs Ársælssonar .... 692