Íþróttablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 13 KVIKMYNDIR Í.S.Í. Það eru nú rösk átta ár siS- an aS stjórn í. S. í. beitti sér fyrir því nýmæli, aS teknar yrðu íþróttakvikmyndir af merkustu íþróttaviðburðum liér. Yar IvCypi sérstök upptökuvél i því skyni og fenginn góður og gegn mað- ur, Kjartan Ó. Bjarnason, prent- ari, til að sjá um kvikmynda- tökuna. Þessari nýung var misjafnlega vel tekið í fyrstu. Sumum fannst fátt um, aðrir tóku málinu vin- samlega; þeir sáu að hér var fundin góð leið og nytsamleg, til að auka og efla áhuga manna á líkamsíþróttum vfirleitt. Auk þess sem hér var um mikla og góða skemmtun að ræða fyrir æskulýðinn og aðra áhorfendur að þessum kvikmyndasýningum. í fyrstu miðaði kvikmynda- starfseminni hægt áfram; fé vantaði til framkvæmda. Og það litla fé, sem fékkst á fjárlögum í. S. í. var skorið við neglur. En þegar loksins tókst að útvega nægileg't fé til að kaupa kvik- myndavél fvrir, neitaði Gjald- eyrisnefndin um innflutning á vélinni, og var þó ekki um mikla 8. 100 mtr. hlaup Ólivers Steins ............... 086 9. Hástökk Skúla Guð- mundssonar ........... 682 10. 200 mtr. hlaup Jóhanns Bernhards ............ 669 11. Þrístökk Ólivers Steins 650 12. Spjótkast Jóns Hjartar 631 13. 10.000 mtr. hlaup Sigur- geirs Ársælssonar..... 627 14. 5.000 mtr. hlaup Haralds Þórðarsonar .......... 545 15. Stangarstökk Kjartans Markússonar ......... 501 16. 110 mtr. grindahlaup Jó- Iianns Jóhannessonar . . 493 upphæð að ræða. Þá var og við aðra örðugleika að etja, eins og' t. d. að fá lesmál (teksta) á myndirnar. En forgöngumenn málsins g'áfust ekki upp. Þeir héldu áfram að láta taka íþrótta- kvilcmyndir og sýna þær víða um land, bæði hjá sambandsfé- lögum í. S. 1. og öðrum, t. d. hjá mörgum skólum. En kenn- ara- ,og fræðslumálastjórnin sá fljótt að hér var um mikið menn- ingarmál, fræðslumál og fram- faramál að ræða, sem gæti haft mikla þýðingu fyrir skólana, þar sem hægt var að sýna nem- endum skólanna kvikmyndir, kennslumyndir, af svo að segja öllu á milli hirnins og jarðar. Hafa nú flestir skólar fengið sér- stakar sýningarvélar (hinar svo- nefndu mjófilmuvélar), — en fræðslumálastjórnin hefir fengið ýmsar fróðlegar kennslukvik- myndir, sem nú eru sýndar í skólunum víðsvegar um land. Þrátt fyrir þröngan fjárhag hefir I. S. I. haldið áfram þessari kvikmyndastarfsemi. Árlega eru teknar kvikmyndir af merkustu iþróttaviðburðum ársins og sýnd- ar sambandsfélögunum, eftir því sem við verður komið. Hin síð- ari árin liafa verið teknar lit- myndir, sem mjög eru fagrar á að líta, gagnlegar og' skemmti- leg'ar, fyrir alla íþróttaunnendur. Það vili oft gleymast að þakka það, sem vel er gert, en fljótir eru menn að verða óánægðir og láta það í ljós á prenti, ef þeim finnst eitthvað miður fara. Svona hefir- það verið liér á landi frá fornu fari, og þess vegna ættu menn ekki að láta það á sig fá. Þá segir og vaninn mörgum, að ástæðulaust sé að breyta til. En ekki dettur þeim óánægðu í hug, að láta ánægju sína í ljós, ef bet- ur hefir tekizt eða ef um veru- legar framfarir er að ræða, eins og t. d. hefir verið í kvikmynda-; töku í. S. I. Er þó iþróttamönn- iim sérstaklega hollt að meta og muna það, sem vel er gert og að beita drengskap sínum á þann veg, að ávinningur verði að á- hugamálum vorum. Það er sundr- ungin hér á landi, sem öllu spill- ir; og mörg góð mál ná eigi fram að ganga vegna þess, hve miklir sundurgerðarmenn vér erum. Það er eins og menn muni aldrei og skilji: Að sameinaðir sigrum vér, en sundraðir föllum. Heill 1. S. í. og áhugamálum þess. Bennó. Fjölmennasta fimleikamót á ís- landi var liáð hér í hænum um mánaðamótin marz og apríl. I- þróttakennarafél. íslands gekkst fyrir þessu móti, sem stóð í 3 daga, og' fóru sýningarnar fram i iþróttahúsi Jóns Þorsteinsson- ar. Þarna sýndu alls um 1000 skólanemendur. Yoru þeir úr harnaskólum og' framhaldsskól- um Reykj avíkur, ennfremur komu flokkar frá Hafnarfirði og Laugarvatni. Tilgangur slikra móta, sem þessa er fyrst og fremst sá að sýna getu skólanna og gefa kennurum og nemendum tækifæri á að kynnast hinum ýmsu fimleikakerfum og útfærslu þeirra. Slík fimleikamót ættu að haldast árlega, því að auk þess, sem þau eru skemmtileg vegna fjölbreytni sinnar, þá eru þau einnig lærdómsrík, og uppörv- andi fyrir þátttakendurna. For- maður Iþróttakennarafélags Is- lands er Benedikt Jakobsson fimleikastjóri og á Iiann vafa- laust drjúgan þátt í undirbúningi og framkvæmd þessa móts.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.