Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1943, Síða 5

Íþróttablaðið - 01.03.1943, Síða 5
VII. árgangur Reykjavík, marz 1943. 3. tölublað. Jón Dddgeir Jonssnn: Skíðaslys og skíðaútbúnaður Skíðafólk! Verið við öllu búin. Fagurt er til fjalla, sagði hún Halla. Við tökum undir með Höllu. Kynsystur hennar þjóta nú á skíðum um fjöil og firnindi og karlmennirnir kepþ- ast við að fylgja þeim eftir. En þetta hlýtur að vera iiættuleg íþrótt, segir einhver, þegar hann sér hér birtar myndir af hrotnum limum og sárabindum. — Þvert á móti — það koma fyrir fleiri slys á einni viku í Aðalstræti, en á heilu ári uppi í Hengli, Bláfjöllum og Skálafelli samanlagt. Hitt er annað mál, að svo óvarlega er hægt að fara, og svo illa er hægt að útbúa sig, að auðveld- lega getur lilotizt slys af. — Og það er um þessi at- riði,«d vera réttilega útbúinn og vera viðbúinn, ef eitthvað óvenjulegt skeður, sem ég ætla að ræða við ykkur í þessari grein, en hitt er mér fjarri, að ætla að hræða ykkur með slysamyndum, frá því áð fara upp til fjalla. „Komir þú á Grænlandsgrund Gerir ferð svo langa. Þér skal ég kenna að þekkja sprund sem þar á buxum ganga“. Svo mælti Sigurður Breiðfjörð um grænlenzku stúlkurnar. Og það sama mundi hann hafa getað sagt, ef hann liefði komið upp í Hengil einhvern vetrardaginn og séð stúlkur jafnt sem pilta bruna þar á skíðum sínum um breiðar fannir, í ullarbuxum yzt sem innst — og þannig á það að vera. Ullarfötin eru eins og góð einangrun í húsi. Þau halda hitanum, sem að innan kemur og varna kuldanum utan frá. Sá, sem er klæddur í ullarföt fær varla kal, en sá, sem leyfir sér að klæðast hóm- ullarnærfötum, fara í silki- eða ísgarnssokkum og setja upp eina léreftsvetlinga (gleymir ullarvetling- unum heima) er líklegur til þess að kala á hverri tá og' bera kuldapolla á klónum það sem eftir er vetr- ai. Skíðaskórnir mega ekki vera þröngir — það eykur kuldann, og heldur ekki of víðir, því þá myndast liælsæri. Hæfilega stórii skíðaskór og tvennir ullarsokkar það er sá rétti fótaútbún- aður. Treyja úr vindþéttu efni með viðfestri hettu er omissandi flík á vetrarferðalagi. Undir Iienni er bezt að klæðast lopa- eða ullarpeysu. Þetta verður að nægja um fatnaðinn. Margt skíðafólk vanrækir að liafa með sér nesti lil fararinnar, en treystir því, að geta fengið keypt- an mat eða hressingu I gistiskálunum. Þetta getur komið sér illa ef ferðaáætlunin breyt- ist, t. d. vegna veðurs. Dæmi eru til þess, að skíða- fólk hefir verið matarlaust tímum saman vegna þess að bifreiðar liafa ekki komizt á áfangastað- inn, eða fólk hefir orðið að hreyta áætlun sinni. Alltof fáir skíðamenn venja sig á þann góða sið að taka ávallt með sér áttavita og landabréf þegar farið er til fjalla. Áttavitar, þótt ekki séu af dýr- ustu gerð, liafa hjálpað mörgum er farið hafa villtir

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.