Íþróttablaðið - 01.03.1943, Síða 11
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
7
Skíðaíþróttin.
Nokkrar leiðbeiningar fyrir
(Frh.).
4. æfing. Beint rennsli skáhallt
niður brekku.
Renndu þér skáhallt niður
lirekku, þannig að brekkan sé
\instra megin við þig. Stattu í
aðalatriðum á skíðum eins og
þegar þú rennir þér beint niður
brekku. Brekkuskíðið, þ. e. skíði
það, sem ofar er i brekkunni, á
að vera lítið eitt á undan hinu
skíðinu. Hallaðu þér lílið eitt inn
að brekkunni en hallaðu síðan
bolnum frá brekkunni. Þá hef-
urðu rétta stöðu: neðri liluti lík-
amans, upp að mjöðmum, hall-
ast lítið eitt að brekkunni, en bol-
urinn fyrir ofan mjaðmir hallast
frá brekkunni. Þunginn lendir
aðallega á dalskíðinu, þ. e. skíði
þ.ví, sem neðar er í brekkunni.
Beittu ekki brúnum skiðanna
meira en nauðsynlegt er til þess
að forðast hliðarrennsli. Hafðu
skíðin nálægt hvoru öðru í laus-
i m snjó. Á lijarni verður að hafa
nokkuð meira bil á milli þeirra
eu þegar snjórinn er laus. Gættu
þess að hafa nægan framhalla
byrjenðor
eftfr Steinþár Signrðsson.
cg hallast vel út frá brekkunni
með holinn. Að öðrum kosti vilja
skíðin renna lit á hlið niður
brekkuna.
Æfðu á sama hátt rennsli ská-
hallt niður brekkuna, þannig að
brekkan sé hægra megin við þig.
Hægra skíðið á nix að vera lítið
eitt á undan.
5. æfing. Stemmubeygja (til h.).
1) Renndu þér skáhallt niður
brekku, þannig að brekkan sé
vinstra megin við þig. Skíðin
saman! Bogin hné!
2) Settu dalskíðið (hér hægi-a
skíði) lítið eitt í plógstöðu.
Skíðaoddarnir saman! Láttu
allan þunga líkamans færast
yfir á dalskíðið og gættu þess
að láta skíðið liggja flatt á
snjónum. Um leið og þú flyt-
ur þungann yfir á dalslviðið
vindur þú bolinn nokkuð í átt-
ina upp að brekkunni, en hall-
ast stöðugt frá brekkunni.
3) Settu brekkuskíðið út í plóg-
stöðu. Skíðin flöt á snjónum;
framhalli. Stattu í stöðu þess-
ari, þar til skíðin liafa snúist
svo mikið, að bi’ekkuskiðið
viti beint niður brekkuna.
4) Nú réttir þú nokkuð úr þér og
flytur þungann samfara bol-
vindu til hægri yfir á vinstra
skiði. Láttu bolvinduna byrja í
öxlunum en síðan færast nið-
ur á við allt niður i öklaliðinn.
Gættu þess að halla þér vel
frain, svo að skíðin renni ekki
frá þér.
5) Vinstra skíðið, sem nú verður
dalskíði heldur boganum á-
fram, jafnframt þvi, að bol-
vindan til hægri fylgir með og
þunginn er allur á vins tra
skíði. Þú beygir þig niður aft-
ur. Hægra skíðið, sem enginn
þungi huílir á, á að fylgja
vinstra skíði eftir. Oddarnir
eiga stöðugt að vera saman.
Hægra skíði skal beitt þannig,
að liægri hrún þess sé frekar
beitt en þeirri vinstri, en bæði
skíðin eiga nær þvi að liggja
flöt á snjónum.
ö) Plógstaða hægra skíðis er
minnkuð smámsaman, unz
Skíðin eru samhliða. Þú rennur
nú skáhallt niður brekkuna,
með brekkuna til liægi'i hand-
ar. Gættu þess að hafa stöðugt
framhalla.
Þú getur nú hyrjað beygju til
vinstri handar.
Yfirlit yfir stemmubeygju til hægri
1. mynd. Þú rennur með sam-
hliða skíðum skáhallt niður
brekkuna.
lítið eitt í plógstöðu. Allur þungi
á hægra skiði. Bolvinda til vinstri.