Íþróttablaðið - 01.03.1943, Síða 12
8
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
3. mynd. Þú réttir nokkuð úr
stöðu.
4. mynd. Þú réttir nokkuð úr
þér. Bolvinda til liægri. Framhalli.
Þungaflutningur yfir á vinstra
skíði.
5. mynd. Áframhaldandi bol-
vinda og beygja til hægri. Allur
þungi á vinstra skíði. Þú beygir
þig niður aftur.
(i. mynd. Beygjunni er nær því
lokið. Þú ert að byrja að draga
hægra skíðið að vinstra skíði.
7. mynd. Hægra liné veit nokkuð
fram og upp að brekkunni, svo að
vinstri bnin slcíðisins biti sig ekki
fasta í snjóinn. Þunginn á vinstra
skíði.
8. mynd. Beygjunni er lokið. Þú
rennur skáhallt niður brekku,
með brekkuna til hægri liandar.
Atliuga það, að á 3. til 6. mynd
er bevgja þessi eins og plóg-
beygjan. Aðeins upphaf og endir
er öðruvisi.
Bæði plógbeygju og stemmu-
beygju skal aðeins gera með
mjög litlum hraða. Æfðu beygj-
ur þessar mjög vel, fyrst í litilli
brekku en síðan smámsaman í
brattaxá brekkum. Gættu þess að
hafa stöðugt vald á hraðanum.
I.oks átt þú að æfa beygjurnar í
snarbratti'i brekku — brekku
sem er álíka brött og bröttustu
fjallaskriður þar sem ekki eru
hamrar. Gættu vel framhallans
og jxess, að liraðinn verður ávallt
nokkuð mikill, þegar skíðin vita
beint niður brekkuna. Ef þú þá
hallar þér aftur á bak, hætta skíð-
in að beygja og þú rennur beint
niður brekkuna. Ef þú hinsvegar
hallar þér vel fram, hatda skíðin
áfram beygjunni og' fljótlega
oregur aftur úr hraðanum. Fyrsta
skilyrðið til þess að verða góður
skíðamaður er það, að lofa skíð-
nnum ávallt að renna með þeim
hraða, sem þeim er eðlilegur. Ef
þú rennur mikið skáhalt í brekk-
unni, þá verður hraðinn ekki
mikill, en þegar þú rennur beint
niður, verður hraðinn rnikill eft-
ir lengd og halla brekkunnar.
Ef þú kannt ofannefndar beygj-
ur vel, getur þú fai'ið flestar
fjallahlíðar í góðu færi. Annars-
staðar í blaði þessu eru myndir
af svigbrautum, sem keppt var í
á síðasta Reykjavíkurmóti.
Reyndu að leggja sjálfur svipað-
ar brautir, með þvi að í-eka prik
niður i snjóinn og renna þér síð-
an á milli þeirra.
10.000 kr. gjðf til
íþröttabeimilis Í.S.Í.
í vetur gaf h.f. „Kveldúlfur“ i
Reykjavík 10 þús krónur til iþrótta-
heimilis Í.S.I.
Forseti Í.S.Í., Benedikt Waage, hef-
ur beðið íþróttablaðið að færa gef-
andanum hugheilar þakkir fyrir hina
rausnarlegu gjöf. Jafnframt treystir
hann á aðr.a iþróttaunnendur í land-
inu a'ð ljá þessu þarfa málefni lið
með fjárframlögum.
Um tilgang hins fyrirhugaða íþrótta
heimilis kemst forseti Í.S.Í. m. a. að
orði:
„Eitt mesta áhugamál íþróttamanna
er að koma upp íþróttaheimili Í.S.Í.
Á það að vera í framtíðinni íþrótta-
miðstöð fyrir hinar frjálsu íþrótta-
starfsemi í landinu. Þar eiga íþrótta-
menn, er hingað koma utan af landi,
að eiga griðastað. Þar eiga þeir að
dvelja, er þeir koma hingað á iþrótta-
mót og íþróttanámskeið. Þar eiga þeir
að ræða áhugamál sin; hlusta á fræð-