Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 9
IX. árg. Reykjavík, maí—júní 1945. 5.-6. Fyrsta afmælisdegi hins endurreista lýð veldis er lokið. Hans var minnst víða um land. Þjóðin í heild kom fram til þess að minnast þessa, en af félagssamtökum tóku íþrótta- og ungmennafélög mestan þátt í undirbúningi og önnuðust dagskrárliði 17. júní var frá 1911 til 19H, auk þess sem hann var afmælisdagur Jón Sigurðsson- ar, hátíðisdagur íþrótta- og ungmennafélaga. Nú er hann orðinn þjóðhátíðardagur og i- þróttirnar setja svip á daginn, safna fólkinu saman og tengja æskuna saman til átaka. Það er vandi að halda hátíð, en mesti vandinn er að halda þjóðhátíð. Við þrótta- menn höfum verið kallaðir til aðstoðar. Aðstoðin er veitt fúslegá. Ekki vegna tækifæris til áróðurs, heldur til þess að viðhalda gamalli siðvenju. Þegar riðið var til Alþingis á Þingvöllum, var æskan með og hélt uppi leikum og skemmtunum. Svo margt gott, sem störf hinna lögvísu leiddu af sér, þá hefur engu minni verið það starf og þau áhrif á hug, dug og menningartengsl, sem samkomur unga fólksins leiddi af sér. 1 stað þessara fornu Þingvallaleika koma samkomur þjóðhátíðanna. Hér er oss ísl. íþróttamönnum gefið dásamlegt verkefni. Bera uppi stóran þátt þjóðhátíða framtíðarinnar. Þjóð sem á æsku, sem eitthvað vill, hún er ekki talin hnignaiuli. Tökum höndum saman um að gera þátt vorn í þjóðhátíðunum sem veglegastann. Ekki þannig að skilja að segja megi að vér gerum daginn að íþróttadegi, en þannig að dagurinn megi verða dagur fjöldans. Þessu náum við með því að hugsa nógu snemma fyrir undirbúningi. Sá undirbúningur á að rniða að fjölbreytni og þátttöku fjöldans, en gæta þess vel að eigi verði langdregið og þreytandi það sem gert er. Einnig verðum vér að stuðla að skipulagðri skemmtun, reglusemi og vinna að hindr- un ölvunar og óláta. Þess er gaman að minnast, að æska landsins gekk víðar til leika á fyrsta afmælisdegi ísl. lýðveldisins, heldur en á nokkrum degi áður í sögu landsins. Eflum þetta starf, ekki af eigingirni, en af vissu fyrir því að með því örvum við samheldni þjóðarinnar.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.