Íþróttablaðið - 01.06.1945, Qupperneq 17
IÞRÓTTABLAÐIÐ
9
Á ísafirði liafa mótin verið ákveðin: I. fl. 9.
sept og II. og III. fl. 2. sept. Eftir þessari til-
kynningu að dæma verður aðeins eitt í hverjum
flokki. þetta er langt of lítið bæði með tilliti lil
þess að menn stundi æfingar og eins til þess að
fá þá reynslu og æfingu í iþróttinni sem kapp-
leikirnir veita. Vor- og liaustmót þyrftu að kom-
ast á og hvort þeirra þrír leikir í hverjum
flokki. Það væri sanni nær og mun líklegra til
að þroska íþróttina á staðnum.
Á Akureyri mun hafa farið fram iiraðkeppn-
ismót í knattspyrnu, en ekki hafa mér borizt
neinar fréttir um það. I þessu sambandi vil ég
skora á knattspyrnufélög að senda blaðinu frétt-
ir af knattspyrnumótum og leikjum.
Islandsmótið fært til.
Ráðgert er að íslandsmótið fari fram síðla sum-
ars, en ekki í júní eins og verið hefur. Virðist
margt mæla með því, að mótið fari fram þegar
menn eru komnir í fulla þjálfun. Aftur á móti
getur svo farið að félög eigi erfitt með að koma
til móts, sem haldið er á þessum tíma, því oft lief-
ur það verið liáð störfum sjómanna sem síld
sækja. Annars virðist það eðlilegt, að ákvarðanir
um þessar hreytingar og þessi mál varðandi lands-
mót séu rædd og ákvörðun um þau tekin á lands-
þingi íþróttamanna.
Fyrirspurnir:
Frá „Isfirðing“ liefur hlaðinu horizt eftirfarandi
fyrirspurn úm knattspyrnudóm:
„Hvað skal gera ef markmaður sparkar í leik-
mann ,i þann fót, sem liann stendur í og fótbrýtur
liann innan vítateigs? A að vera vitaspyrna eða
á að henda knettinum upp?“
Svar: Sé knötturinn það nærri að dómarinn telji
það óheppni, þá skal gefa knöttinn upp. Líti dóm-
arinn hins vegar svo á, að liér sé um viljandi
árás að ræða og knötturinn ef til vill allfjærri
getur dómarinn vikið árásarmanni úr leik fvrirvara-
laust. Viðkomandi ráð tekur svo afstöðu til máls-
ins frekar. Sami spyr hvort dómari liafi mátt
leyfa markmanni að vera á skíðaskóm? Dómarinn
má levfa það, ef hann álítur að þeir séu ekki skað-
legir.
Fvrst ég er farinn að tala um þessa hluti, þá
er rétt að geta þess, að fyrir nokkru kom það fyrir,
að knöttur sprakk í leik, en i boltaleysinu var
ÍPRóniR OG
FRÆÐSIA
Heimild um sundiðkanir á 17. öld.
Ólafur Davíðsson. sem liefur í bók sinni: „íslenzkar
skemmtanir“, skráð hi.na heilsteyptustu íþróttasögu sem
við eigum. Á bls. 72 segir Ól. Davíðsson: „Ég liefi ekki
orðið svo fræg'ur að reka mig á neinar hendingar um
sundið á íslandi á 17. öld, .“
Jón Þorkelsson hefur i hið alþýðlega safn íslenzkra
fræða, Huld, snúið af latínu nokkrum köflum úr: „De
mirahilibus Islandiæ“ eða „Um furður íslands“. Einn
kaflann kallar hann: „Smiðar manna, hagleikur og fimni
á 17. öld“ og er 38. kafli í fyrrnefndu riti Gísla biskups
Oddssonar. í þessum kafla segir á einum stað: „Ég hefi
séð kafara íslenzkan, sem var vanur að synda öðruvísi
en aðrir menn; liann hreyfði hendur og fætur mjög fim-
lega, svo sem ugga og sporð á fiski, alveg viðstöðulaust,
og það svo mjög, að hann gat kafað nokkuð í vatni“.
Nú er vitað, að Gísli biskuj) skráði þetta árið 1638,
svo hér er um ótvíræða heimild að ræða fyrir sund-
kunnáttu á 17. öld.
Einnig má telja sagnirnar um Tindala-Ými heimildir
fyrir sundkunnáttu á 17. öld, þar eð hann mun uppi um
aldamótin 16. og 17. liundruð.
Þ. E.
enginn til vara, svo stöðva varð leikinn. Nú kom
upp nokkur skoðanamunur um það, hvort bvrja
skyldi næsta leik þar sem hinn endaði og með
þeim markstöðum, er voru, þegar knötturinn
sprakk.
Þegar slíta verður leik vegna einhverra óvið-
ráðanlegra ástæðna t. d. myrkurs, fárviðris eða
knöttur springur og enginn til vara, skal aug-
lýsa og' hefja nýjan leik.
Annað atvik kom einnig fyrir í leik. Það er á-
lilaup nærri marki. Dómari gefur merki með
blístru sjnni, álitur að lögbrot hafi átt sér stað
hjá sóknarflokknum, en fyrir liávaða í áhorfend-
um og sóknarákafa stöðva þeir ekki og setja mark
úr áhlaupinu. Dómarinn setur knöttinn á þann
stað, sem brotið var framið, en dæmir ekki mark.
Sóknarliðið mótmælir. Þýðir það nokkuð?
Úrskurðum dómara verður að hlýða og álíti hann
hendi eða fót ólöglega notað eða rangstöðu, er
það æðsti dómur. Enginn dómstóll mundi fást til
að rifta þeim dómi, og færi svo að einhver dóm-
stóll gerði það, yrði vissulega vont að fá dómara.