Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1945, Side 18

Íþróttablaðið - 01.06.1945, Side 18
10 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Þórður Guðmundsson: Snndmeiitaramót I§land§ 1045. Sundmeistaramótið var haldið í Sundhöll Reykjavikur dagana 27. og' 30. apríl s. 1. Þátttakendur í mótinu voru 7(i frá 5 félögum: Ármann sendi 29, K.R. 20, Ægir 19, Í.R. 7 og Ung- mennasamband Þingeyinga 1. Úrslit urðu sem hér segir: Fyrri dagur. 100 m. frjáls aðferð karla. 1. Ari Guðmundsson, Æ. 1 m. 03,9 s. 2. Sigurg. Guðjónss., K.R. 1 m. 06,0 s. 3. Rafn Sigurvinss., K.R. 1 m. 07,5 s. Ari Guðmundsson. Ari og Sigurgeir voru mjög jafnir fyrstu 75 metrana af leiðinni, en siðustu 25 metrana fór Ari vel fram úr og náði fyrrnefndum tima, sem er bezti tími sem náðzt hefir hér síðan .Tónas setti metið, árið 1939, sem er 1 m. 03,7 sek., svo að það er aðeins úr sekúndu, sem Ari á eftir að bæta við sig, til þess að ná metinu. Það verður sennilega ekki langt að bíða þar til Ari bætir þetta met, þvi hann er i franlför. Sigurgeir synti einnig á mjög góðum tíma og er hann alltaf heklur að bæta tímann sinn. Rafn synti líka á betri tíma núna, heldur en hann hefir gert síð- astliðin 2 ár. fíuðmundur Ingólfsson. 100 m. baksund karta. 1. Guðm. Ingólfsson, Í.R. 1 m. 22,4 s. 2. Leífur Eiríksson, K.R. 1 m. 26,0 s. 3. Einar Sigurvinsson, K.R. 1 m. 27,2 sek. Guðmundur vann i annað skipti bikar, sem gefinn var af Jónasi Hall- dórssyni fyrir þetta sund, þó náði hann ekki sínum bezta tíma, enda ótti hann eftir að synda í tveimur sundum þetta sama kvöld. Leifur fylgdi Guðmundi mikið af leiðinni fast eftir, enda náði hann nokkuð góðum tíma og gæti orðið Guðmundi skeinuhættur. Keppendur voru 10 í þessu sundi og er það góð þátttaka i baksundi að vera. 200 m. bringusund karla. 1. Sigurður Jónsson, U.M.S.Þ. 3 m. 03,0 sek. (2 m. 59,8 sek.).1) 2. Sigurður Jónsson, K.R. 3 m. 03,0 sek. (2 m. 59,9 sek.).1) 3. Hörður Jóhanness., Æ. 3 m. 05,3 s. Margir biðu með óþreyju eftir því að vita hvor Sigurðanna ynni þetta sund. Keppnin varð mjög spennandi, 1) Tölurnar í svigunum er sá tími, sem þeir náðu þegar þeir kepptu aft- ur til úrslita. því þeir voru svo að segja jafnir alla leið. Sigurður i K.R. varð aðeins á undan fyrslu 25 metrana, vann ó því að synda lengi í kafi, eftir 100 m. voru þeir jafnir og enduðu með því að vera nákvæmlega jafnir, svo þeir urðu að keppa aftur um meist- aratitilinn. Þeir kepptu daginn eftir og' er svipað um það að segja, að þeir voru næstum jafnir alla leið nema hvað Sigurður úr Þingeyjar- Sigurður Jónsson. sýslunni varð örlítið á undan að marki og þá syntu þeir báðir undir 3 mín. Hörður stóð sig vel, var rétt fyrir aftan Siggana. Hann synti núna á 2 sek betri tíma heldur en hann gerði i fyrra. 50 m. baksund drengja. 1. Guðmundur Ingólfsson, Í.R. 36,4 s. 2. Atli Steinarsson, Í.R. 46,5 sek. 3. Ólafur Diðriksson, Á. 48,0 sek. Guðmundur var raunverulega í hærri klassa heldur en hinir sund- mennirnir, en Atli og Ólafur gætu orðið ágætir baksundsmenn. 50 m. bringusund stúlkna. 1. Anna Ólafsdóttir, Á. 44,9 sek. 2. Elín Guðjónsdóttir, K.R. 47,6 sek. 3. Sunneva Ólafsdóttir, Á. 48,5 sek.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.