Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1945, Side 19

Íþróttablaðið - 01.06.1945, Side 19
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 11 Anna Ólafsdóttir. Þetta er ágætur timi hjá Önnu, einkum þegar tekið er tillit til þess að hún er aðeins 12 ára. Þessi timi er ekki nema einni sekúndu lakari en metið, vonandi heldur hún áfram að æfa sig vel og dyggilega. 100 m. frjáls aðferð drengir. 1. Guðm. Ingólfsson, Í.R. 1 m. 13,3 s. 2. Ólafur Diðriksson, Á. 1 m. 22,6 s. 3. Magnús R. Gíslas., K.R. 1 m. 23,0 s. Guðmundur vann þetta sund með sóma, enda var liann þroskaðastur af þessum drengjum, sem þarna kepptu. 4x50 m. baksund karla. 1. A-sveit Ægis 1 min. 55,1 sek. 2. A-sveit Ármanns 1 mín. 56,1 sek. 3. Sveit K.R. 1 mín. 58,8 sek. Þessi keppni varð mjög spennandi og hörð, því sveitir Ármanns og Ægis voru mjög' jafnar, meiri hlutann af leiðinni mátti varla á milli sjá. Fyrstu mennirnir voru alveg jafnir, annar og þriðji maður fyrir Ægir unnu ör- lítið á, siðan jók Ari lieldur mismun- inn, svo sigurinn var þar með trygg- ur fyrir Ægi. Sveit K.R. drózt heldur aftur úr. Tíminn sem náðist í þessu sundi er ágætur, sveit Ægis var að- eins 11 o úr sekúndu fyrir ofan met- ið sitt, sem sett var 1939. f sveit Ægis voru: Edvard Færsæth, Ásgeir Magnússon, Hjörtur Sigurðsson og Ari Guðmundsson. Síðari dagur. 400 m. bringusund karla. 1. Sigurður Jónsson, U.M.S.Þ. 6 m. 25,6 sek. 2. Sigurður Jónsson, K.R. 6 m. 27,5 s. 3. Hörður Jóhannesson Æ. 6 m. 43,4 s. Þessi keppni varð ekki síður hörð, en 200 m. bringilsundið. Sigurður í K.R. varð heldur á undan fyrstu tvær leiðirnar, en eftir það urðu þeir jafn- ir, þangað til 100 metrar voru eftir, að Sigurður úr Þingeyjarsýslunni komst aðeins á undan og tryggði sér þar með meistaratitilinn. Þeir syntu báðir á mjög góðum tíma, þvi met Inga Sveinssonar er 6 m. 23,7 sek. —• Sigurðarnir eru svo jafnir, að það er ómögulegt að segja um þáð fyri»- fram hvor ber sigur úr býtum, von- andi halda þeir báðir áfram að æfa sig af kappi. Hörður synti ekki í sama riðli og Sigurðarnir í þetta skiptið, en sennilega liefði hann náð betri tíma, ef hann liefði synt með þeim. 400 m. frjáls aðferð karla. 1. Ari Guðmundsson, Æ. 5 m. 44,0 s. 2. Sigurður Árnason, Á. 6 m. 11,9 s. 3. Einar Kjartansson, Á. 6 m. 26,6 s. Ari vann þetta sund með töluverð- um yfirburðum, þó á hann sennilega eftir að bæta þennan tíma verulega. Ari hefði mátt synda harðara fram- an af leiðinni, eftir því að dæma, sem hann átti eftir i lokasprettinum, liann var ekki eins góður á þessari vegalengd eins og á 100 m. sundinu. Sigurður liélt töluvert i við Ara fyrri hluta leiðarinnar. — Þessir þrír syntu á betri tíma núna, heldur en þeir gerðu i þessu sundi í fyrra. 200 m. bringusund kvenna. 1. Anna Ólafsdóttir, Á. 3 m. 27,2 s. 2. Unnur Ágústsd., K.R. 3 m. 40,0 s. 3. Inga Guðmundsd., Á. 3 m. 54,4 s. Anna bar af í þessu sundi, náði strax forystunni og jók heldur milli- bilið eftir því sem lengra leið. Hún er mjög efnileg sundkona, tími henn- ar núna er ekki nema %o úr sek- úndu lakari en met Þorbjargar Guð- jónsdóttur Æ. Ef hún bætir leguna og æfir samvizkusamlega, þá verður ekki langt að bíða þar til hún bætir íslenzku metin. Þó að fólk nái fljótt góðum árangri, þá er ekki þar með sagt, að ekki þurfi að laga stílinn. Það næst sjaldan ágætur árangur, nema með því að hafa töluvert fyrir honum. 50 m. björgunarsund. 1. Guðbrandur Þorkelss., K.R. 54,7 s. 2. Rafn Sigurvinsson, K.R. 54,8 sek. 3. Einar Sigurvinsson, K.R. 59,2 sek. Þetta er i fyrsta skipti sem keppt hefir verið hér i björgunarsundi á Meistaramóti og virðist tilveruréttur þess þar mjög vafasamur. 1 fyrsta Baksundssveit Ægis. TaliS frá vinstri: Hjörtur, Ásgeir, Edvard og Ari.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.