Íþróttablaðið - 01.06.1945, Qupperneq 22
14
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
Þetta er í þriðja sinn í röð, sem
K.R. vinnur þetta hlaup og hlýtur
félagi'ð þvi bikarinn til fullrar eignar.
k.R.-sveitin í Tjarnarboðhlaupinu. Frá vinstri Rjörn, Jón, Skúli, Brynjólfur
Ingólfsson, Brynjólfur Jónsson, Sveinn, Jóhann, Þór, Páll, Hjálmar.
—12). Vann Ármann bikarinn i
þriðja sinn (ekki i röð þó) og þar
með til fullrar eignar. Hin félögin
höfðu einnig unnið hann tvisvar áð-
ur, svo þetta hlaup réði úrslitum
um það hvert félaganna hreppti bik-
arinn til eignar. Þessir urðu fyrstir
að marki:
1. Gunnar Gíslason, Á. 7:21,4 m.
2. Stefán Gunnarsson, Á. 7:24,8 —
3. Jón S. Jónsson, Á. 7:31,8 —
4. Aage Steinsson, Í.R. 7:38,0 —-
5. Sveinn Björnsson, K.R. 7:41,0 —
6, Bragi Ingimundars., Í.R. 7:46,0 —
AIls tóku 20 drengir þátt inu og luku því. i hlaup-
Bikar sá, sem nú vannzf til eignar,
var gefinn af Eggert Kristjánssyni,
stórkaupmanni. Er það fimmti bikar-
inn, sem keppt er um í þessu hlaupi.
Hina allu hefur K.R. unnið til eignar.
litið á hann til að byrja með var
Brynjólfur aldrei i neinni iiættu. Tím-
inn varð þessi:
1. A-sveit K.R. 2:36,4 mín. (met)
2. A-sveit Í.R. 2:37,8 mín.
3. Ármann 2:41,0 mín.
Tími K.R. er nýtt met í hlaupinu.
Gamla metið var 2:39,4 mín. og
hljóp T.R.-sveitin þvi einnig undir
því. A-sveit K.R. var skipuð þessum
mönnum, taldir í sömu röð og þeir
lilupu:
Skúli Guðmundsson, Jón M. Jóns-
son, Sveinn Ingvarsson, Brynjólfur
Jónsson, Páll Halldórsson, Hjálmar
Kjartansson, Björn Vilmundarson, Jó-
lianh Bernhard, Þór Þormar og Brynj-
ólfur Ingólfsson.
Í.R. vann Reykjavíkurboðhlaupið
og setti nýtt met.
Sjöunda boðlilaup Ármanns um-
hverfis Reykjavík fór fram 7. júni
s.I. í ágætis veðri. Þrjár sveitir tóku
þátt í hlaupinu, frá Ármann, Í.R. og
K.R. Úrslit urðu þau, að sveit.í.R.
bar sigur úr býtum og rann skeiðið
á 17:38,6 mín., sem er skemmsti tími,
er hlaupið hefur verið á. Sveit Ár-
manns varð önnur á 18:00,8 min.,
sem er einnig undir gamla metinu,
er þeir áttu og var 18:09,0 min. frá
1941. K.R.-sveitin var þriðja i röð-
inni á 18:17,4 mín. Er það bezti tími,
sem K.R. hefur náð, enda þótt tveir
beztu hlaupararnir væru nú meiddir
og gætu ekki keppt.
Eftir fyrsta sprettinn, sem er 1675
m. leiddi Hörður Hafliðason, Á., en
á næsta spretti, 800 m., tókst Í.R. að
komast í fararbrodd (Jóhannes Jóns-
son) og hélt síðan öruggri forustu
alla leið i mark. Ármann hélt lengi
vel í við þá en dróst svo aftur úr
K.R. vann Tjarnarboðhlaupsbik-
arinn til eignar.
Setti nýtt met í hlaupinu.
Þriðja Tjarnarboðhlaup K.R. fór
fram sunnudaginn 13. maí s.l. Alls
tóku fimm 10-mannasveitir þátt í
hlaupinu. 2 frá K.R. og Í.R en ein frá
Ármanni. Fyrst lilupu B-sveitir Iv.R.
og þR. og vann sveit Iv.R. á 2:46,8
mín., en B-sveit Í.R. var 2:50,0 mín.
Er tími B-sveitar K.R. nákvæmlega
sá sami og i fyrra.
í síðari riðlinum var aðalkeppnin.
Skúli Guðmundsson faljóp fyrsta
sprettinn (200 m.) fyrir K.R. og gaf
gott forskot, sem hélzt vel þar til á
fimmta spretti (með 200 metrum),
að Kjartani Jóhannssyni (Í.R.) tókst
að vinna upp mikið af því. Leit svo
út, sem keppnin yrði mjög tvisýn,
en næstu þrem K.R-ingum tókst að
bæta svo miklu við forskotið að sig-
ur K.R. var orðinn öruggur þegar
endamaður þeirra, Brynj. Ingólfsson,
tók við. Og þótt Finnbjörn drægi dá-
Hin sigursæla boðhlaupssveit Í.R., sem vann boðhlaupið umhverfis
Reykjavík. Talið frá vinstri: Óskar Jónsson, Haukur Clausen, Jóel Sig-
urðsson, Magnús Batdvinsson, SigurðUr Sigurðsson, Finnbjörn Þor-
valdsson, Sigurgísti Sigurðsson, Gylfi Hinriksson, Valgarð Runólfsson,
Kjartan Jóhan.nsson, Svavar Gestsson, Hallur Símonarson, Örn Clausen,
Jóhannes Jónsson, Hannes Berg.