Íþróttablaðið - 01.06.1945, Qupperneq 30
22
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
Reykjavíkurstúlkurnar ú Skíðalandsmótinu.
2. Guðm. Benediktss. ÍBÍ 156,2 —
3. Haukur Benediktss. ÍBÍ 166,5 —
4. Finnur Björnsson ÍBA 177,9 —
5. Stefán Stefánsson ÍBB 182,3 —
6. Karl Sveinsson ÍBR 193,4 —
7. Hjörtur Jónsson ÍBR 212,8 —
C-flokkur (önnur braut) :
1. Guðm. Samúelsson ÍBR 178,5 sek.
2. Þórður Kristjáns. ÍBÍ 165,5 —
3. Magnús Björnsson ÍBR 165,9 —
4. Hörður Ólafsson ÍBR 174,1 —
5. Einar I. Sigurðss. ÍBÍ 189,6 —
9 keppéndur luku leik.
Hæð beg'gja brautanna var hin
sama, 450 metrar, og tengd um 2
km., C-flokks brautin aðeins lengri.
Snjóað hafði um nóttina og var fœri
þvi þungt, sérstaklega á Tungudal.
Srautin var í flatasta lagi á köfl-
um, sérstaklega fyrir svo þungt færi.
Virðist vera erfitt að finna hér brun-
brautir, er hafa nægilega hæð og
fjölbreytni. Ekki er vafi á þvi, að
hér verður að setja allmikið af skyldu
hliðum í brunbrautir, til þess að fá
fram keppni, er svipar til bruns er-
lendis, þar sem mikill hluti brautar-
innar oft liggur um skóglendi.
Um kvöldið sama dag var keppn-
inni lokið með því, að íþróttabanda-
lag ísfirðinga og Skíðaráð ísafjarðar
héldu boð fyrir keppendur og starfs-
menn mótsins. Stýrði hófinu Birgir
Finnsson, formaður Skíðaráðs Isa-
fjarðar, en Skíðaráðinu hafði verið
falin framkvæmd mótsins.
Fór mótið vel fram að öllu leyti, og
gekk eftir áætlun eftir því, sem veð-
ur leyfði.
Af nýjum mönnum má sérstaklega
nefna Strandamennina, sem eltki
hafa áður tekið þátt í Skíðalands-
móti. Má telja að þeir hafi náð góð-
um árangri, sérstaklega i göngunni,
en við hana hafa þeir sýnilega lagt
mesta rækt. Áhugi manna á göngu
hefir minnkað siðari árin og fáir
nýir inenn komið þar fram á sjónar-
sviðið frá því fyrsta er landsmót hóf-
ust árið 1937, og eru þar enn fremst-
ir i flokki þeir, sem þá voru með
þeim beztu. Á Siglufirði er þó gang-
an ávallt í hávegum höfð, og mun
þar vera álitlegur hópur efnilegra
göngumanna.
Svipað má segja um stökkin og
gönguna. Virðist nokkuð á það vanta,
ef undan eru skildir fáeinir menn,
að menn liagi þjálfun sinni vel.
Sést þetta á stílnum. T. d. hafa mjög
margir menn slæma spyrnu, og mun
það stafa af þvi, að við æfingar reyna
þeir að ná mikilli stökklengd með
aukinni atrennu. Þar sem atrenna
er takmörkuð neyðast menn til þess
að æfa spyrnuna til þess að auka
stökklengdina. Akureyringar hafa þvi
allflestir góða spyrnu. Margir aðrir
gallar eru mjög áberandi i stökkum
flestra. Hvað stökkunum viðvíkur, þá
voru þeir Jónas og Guðmundur einu
mennirnir, sem höfðu 18. í stíl. Flest-
ir hinna höfðu 16 eða lægra.
í göngunni mun það vera svo, að
margir ganga meira á kröptunum en
kunnáttunni
I svigi má sjá framfarir árlega.
Meiri hluti A- og B-flokksmanna hef-
ur nú leikni, sem skarar langt fram
úr því, sem hér var til fyrir fimm
árum síðan. Akureyringar og Sigl-
firðingar virðast hér standa einna
fremst, þótt vart megi á milli sjá.
Var leiðrnlegt að þátttaka frá Siglu-
firði skyldi ekki vera meiri. Hefði
þátttaka þaðan aukið mjög gildi móts
ins, þar sem Siglfirðingar eiga marga
rneðal beztu skíðamanna okkar. ís-
firðingar virðast heldur hafa dregist
aftur úr siðari árin þótt skilyrði til
æfinga séu liin ákjósanlegustu. Stafar
þetta án efa nokkuð af þvi, að sumir
hinna beztu skíðamanna þeirra hafa
flutzt í burtu. Strax á fyrsta lands-
móti mættu ísfirðingar með álitleg-
an flokk göngumanna og ganga hef-
ur ávallt síðan verið æfð nokkuð á
ísafirði og í Skutulsfirði. Eru þar
Tungubræður, þeir Sigurjón og
Bjarni fremstir í flokki. Þá eru á ísa-
firði þeir bræðurnir Haukur og Guð-
mundur Benediktssynir mjög alhliða
Leikstióri skíðamótsins, Steinþór Sig-
urðsson að bera saman klukkur.
Reynir Kjartansson.