Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1945, Side 32

Íþróttablaðið - 01.06.1945, Side 32
24 IÞRÓTTABLAÐIÐ Fréttir frá Í.S.Í. Þegar Danir og Norðnienn losnuðu úr lierviðjum Þjóðverja, sendi stjórn I.S.Í. samfagnaðarskeyti til íþrótta- sambands Danmerkur og íþróttasam- bands Noregs. Svar hefur borizt frá D.f.F. (Danska íþróttasambandinu) þar sem það þakkar fyrir vinar- kveðjur og árnaðaróskir, og væntir góðrar samvinnu við Í.S.Í. i fram- tíðinni. Frá Norðmönnum hefur liins vegar ekki borizt neitt svar enn, sem mun stafa af því að margir luinnustu íþróttamenn Norðmanna, voru tekn- ir fastir á hernámsárunum. Jónas Hallgrímsson og sundreglurnar. Þann 2(5. maí síðastl., þegar rétt hundrað ár voru liðin frá þvi að Jónas Hallgrímsson lézt suður í Kaupmanna- höfn, fór stjórn íþróttasambands ís- lands ásamt stjórn íþróttabandalags Reykjavíkur, stjórnum íþróttafélaga og hinna ýmsu íþróttaráða, suð- ur í Hljómskálagarð að myndastyttu Jónasar. Þar lagði forseti Í.S.Í blóm- sveig með áletrun á fótstall stytt- unnar, af hálfu Í.S.Í., með nokkrum ávarpsorðum, þar sem hann þakkaði listaskáldinu góða, fyrir hinar fyrstu sundreglur, sem komu út á islenzka tungu og hann þýddi, en það var 1. marz 1836. Jónas skrifaði fróðlegan formála fyrir útgáfunni og hvatti mjög landa sína til sundnáms og sundiðkana, sem þ’á var mjög fátíð í- þrótt. Að þessum sundreglum bjó þjóð- in í meira en hálfa öld. 2. útgáfa kom ekki út fyrr en 1891, fyrir forgöngu Björns heitins Jónssonar ritstjóra og síðar ráðherra. Sundbók Í.S.Í. kom út 1920 (1. hefti) og 1921 (2. hefti). Leikvangur á Þingvöllum. Þingvallanefndin hefur með svar- bréfi sínu til Í.S.Í. dags. 16. mai s.l. tilkynnt að hún sé hlynt þvi að byggður verði leikvangur á Þingvöll- um og sundlaug' á hentugum stað, svo að landsmót íþróttamanna geti farið þar fram. Framkvæmdarstjóri I. S. I. Þann 1. júní s.l. réði sambands- stjórnin Kjartan Bergmann Guðjóns- son, glímukennara, fyrir framkvæmd- arstjóra sambandsins til 1. október n.k. Skrifstofa Í.S.Í. á Amtmannsstíg verður opin, fyrst um sinn, þrisvar í viku. Á mánud., miðvikud. og' fimmtudögum kl. 7 til 8 síðdegis. Bókasjóður Í.S.Í. Kosin hefur verið sérstök stjórn fyrir Bókasjóð Í.S.Í. og er hún skip- uð þessum mönnum: Form. Pétur Sigurðsson, liáskólaritari, gjaldkeri Kristján L. Gestsson, verzlunarstjóri og ritari Ólafur Sveinsson, vélsetjari. Stjórn félagsins hefur ráðið Jóhann Bernliard sem framkvæmdastjóra Bókasjóðsins. Badminton- og Tennis- reglur eru nýkomnar út, og munu fleiri íþróttareglur og bækur koma út á næstunni, eins og Handknattleiks- reglur og Árbók íþróttamanna. Það hefur orðið að samkomulagi að Bóka- sjóðurinn taki að sér útgáfuna. Er í ráði að Árbókin nái í framtiðinni til allra íþrótta sem iðkaðar eru á íslandi. Gullmerki Í.S.Í. Þessa menn hefur stjórn Í.S.Í sæmt gullmerki sambandsins, fyrir frábært íþróttastarf: Steindór Björnsson efn- isvörður frá Gröf og Andrés J. Bertel- sen heildsali, en þeir liafa báðir unn- ið mjög að eflingu fimleika og fleiri íþrótta hér á landi. Fjársöfnun skíðadagsins. Skýrslur hafa borizt frá fram- kvæmdanefndinni, um fjársöfnun í Reykjavík á skiðadaginn. Tekjurnar urðu nærri 30 þús. krónur. Sérstök nefnd mun ráðstafa þessu fé til skiða- kaupa handa börnum í barnaskólum hér. Enn hefur ei borizt skilagrein um fjársöfnun á skíðadaginn, út um land, en væntanlega verður það bráð- lega. Formenn sérráða. Stjórn Í.S.Í hefur nýlega staðfest val formanna sérráða: Jón Þórðarson form. Knattspyrnuráðs Reykjavikur, Hermann Stefánsson form. Skíðaráðs Akureyrar, Ólaf Magnússon form. Sundráðs Akureyrar, Friðþjóf Pét- ursson form. Knattspyrnuráðs Akur- eyrar, Tryggva Þorsteinsson form. Frjálsíþróttaráðs Akureyrar, Jónas Jónsson form. Fimleika- og Glímu- ráðs Akureyrar. Ný sambandsfélög. Þessi félög hafa nýlega gengið í Í.S.Í: Kvennskátafélag Reykjavíkur. Félagatala 148. Félagsforingi er Áslaug Friðriksdóttir. Þá hafa þessi tvö félög á Austfjörðum gengið í sam- bandið: Umf. Viðir í Vallahreppi og Þjálfi í Aljóafirði. Þá hefur liið ný- stofnaða Íþróttabandalag Hafnarfjarð- ar (Í.B.H.) gengið í Í.S.Í. eru þrjú félög í bandalaginu með 650 félags- menn. Form. Í.B.H. er Jóhann Þor- steinsson. Nú eru sambandsfélög Í.S.Í. 190 að tölu, með 21 jjús. félagsmenn víðsvegar um land. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ. Útgefandi: íþróttablaðið h/f. Ritstjóri: Þorsteinn Jósepsson. Ritnefnd: Benedikt Jakobsson, Þorsteinn Einarsson. Blaðstjórn: Ben. G. Waage, Kristján L. Gestsson, Jens Guð- björnsson, Sigurjón Pét- ursson, Þorst. Einarsson. Afgreiðslum.: Þórarinn Magnússon, Haðarstíg 10. Utanáskrift: íþróttablaðið, Póst- hólf 367, Reykjavik. Verð: Rr. 20.00 pr. árg. Kr. 2.50 pr. tbl. Herbertsprent -------------------------------i

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.