Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1966, Page 5

Íþróttablaðið - 01.03.1966, Page 5
blóðgerð, auk margs annars. Hér á landi er handknattleik- ur vinsæll, en flestir munu vilja leika fyrst og fremst sér til gamans. Islendingum lætur ekki vel að vera beittir aga. Markviss og hnitmiðuð þjálfun er enn sem komið er heldur sjaldgæft fyrirbæri hér á landi. íþróttalegt uppeldi ungra manna og kvenna hefst í skól- um, eins og raunar hjá öðrum þjóðum líka. Sé íþróttalíf skól- anna fábreytilegt og snautt, er tæplega hægt að búast við að menn þyrpist í íþróttafélögin að skólanámi loknu. Annars vegar vegna þess, að þeir hafa aldrei fengið neistann og hinsvegar vegna þess, að þeir eru þegar orðnir líkamlega vanfærir til að taka þátt í erfiðum íþróttum. Hér í Reykjavík og nágrenni er ekki hægt að tala um neitt íþróttalíf í skólum. Ástæðan er ósköp einföld: Húsnœðisleysi. Sú þjóð, sem vanrækir íþróttalegt uppeldi í skólum, getur ekki búist við að geta þreytt íþróttalega keppni við aðrar þjóðir í neinni nútíma- íþrótt. Hún getur ekki heldur búist við að geta staðist menn- ingarlega samkeppni í neinu til- liti við aðrar þjóðir, vegna veiklunar af völdum ónógrar áreynslu á vaxtaskeiði I skólum skortir mjög fræðslu og kynningu á íþróttum. Fræðslu um það hvaða kröfur hinar ýmsu íþróttir gera til líkamlegra og andlegra eiginda samtímis og ekki síður, að veita fræðslu um það á hvern hátt eðlilegum og æskilegum líkams- þroska verði náð. I nútíma þjóð- félagi er þessi fræðsla jafnnauð- synleg og hver önnur skóla- fræðsla, á meðan menn geta ekki keypt sér gerfilíkama í búð. Vegna þess, að þessi fræðsla er ekki fyrir hendi, er það mjög tilviljanakennt hverjir fara í íþróttafélög til að æfa íþróttir og jafn tilviljanakennt í hvaða íþrótt menn fara. Oft ræður þó mestu hvað mönnum finnst gaman. Handknattleikur framtíðar- innar byggist á eftirfarandi: a) Að hér verði byltingar- kenndar breytingar varð- andi íþróttalegt uppeldi í skólum b) Að nægilegt úrval ungra manna og kvenna æfi hand- knattleik á markvissan og fræðilegan hátt. c) Að æfingarskilyrði fullnægi þörfum. d) Að vísindalegum aðferðmn verði beitt við könnun á heilsu og þreki. e) Að þjóðfélagshættir þróist í þá átt, að menn geti þjálfað á eðlilegum tímum dags og næturþjálfum verði lögð niður. Valbjörn Þorláksson, KR, var kjörinn Iþróttamaður ársins 1965 í kosningu íþróttafréttamanna, hann hlaut 64 stig. Annar var Jón Þ. Ól- afsson, IR, með 45 stig og þriðji Gunnlaugur Hjálmarsson, Pram, með 25 stig. V Tvö Islandsmet voru sett á sund- móti KR 2. marz. Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, IR, i 50 m flugsundi, 32,0 sek. og sveit Ármanns £ 4x50 m. skriðsundi karla, synti á 1.49,4 min. Ég gat þess í upphafi að handknattleikmsenn og konur hefðu tileinkað sér þolpróf á undan öðrum. Nú hin síðustu ár er þessu á annan veg háttað. Það þarf ákveðna viljafestu til að vera reglusamur. Þessi vilja- festu virðist skorta hjá leiðtog- um, þjálfurum og leikmönnum. Þær þrekæfingar, sem hafa átt að vera undir minni leiðsögn, hafa síðastliðin þrjú ár verið svo strjálar og illa sóttar, að telja verður að þær hafi verið mjög gagnslitlar. Skilningur handknattleiks- fólks virðist því fara þverrandi fyrir þrekmælingum og þrekæf- ingum. Tímaskortur veldur hér nokkru. Hjá öðrum þjóðum er aftur á móti meiri og meiri áherzla lögð á þrekkönnun og þrekæf- ingar. Varla er von að vel fari. Þreklítill tæknilega góður handknattleiksmaður er gagn- vart þrekmiklum tæknilega góð- um handknattleiksmanni eins og árabátur í kappi við vélknú- inn bát. )•••••••••••••••••••••••••< Tvö Islandsmet voru sett í sundi á Reykjavíkurmótinu 11. febrúar. Sveitir Ármanns í 4x100 m boðsundi karla og kvenna, í kvennasundinu á 4,58,2 mín. og í karlasundinu á 4.13,5 mín. ✓ 1 tilefni 5 ára afmælis Körfuknatt- leikssambands Islands 29. janúar lék landsliðið tvo leiki við Skota og sigr- aði í báðum, í þeim fyrri á afmælis- daginn með 65—46 og 31. janúar með 66—43. 77

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.