Íþróttablaðið - 01.02.1972, Blaðsíða 3
Ritstjórnarspjall
I yfirgripsmikilli ræðu, er Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, flutti
við móttöku gesta á 60 ára afmceli sambandsins 28. januar sl. ræddi
hann ítarlega um fjármál íþróttahreyfingarinnar.
Lagði hann ríka áherzlu á, að því fjármagni sem ISI hefði yfir
að ráða, þyrfti að beina i sem ríkustum meeli til þeirra aðila, þar
sem íþróttastarfsemin ætti sér fyrst og fremst stað, auka íþrótta- og
ungmennafélaganna sjálfra.
Forseti ÍSÍ kvað sérsamböndin þurfa verulega fjárrnuni til starf-
semi sinnar og aðeins fá þeirra hefðu aðstöðu til að afla fjár á eig-
in vegum. Það hefði fyrst verið fyrir 5 árum að ISI hefði getað veitt
sérsamböndunum fjárhagslegan stuðning. Hefði sú upphæð numið
kr. 400.000,00 árið 19J0 og /.7 millj. króna á s. I. ári. Hefði þetta
fyrst og fremst verið hœgt vegna aukningar í starfsemi Getrauna.
Um héraðssamböndin sagði forseti ÍSÍ, að sum þeirra a. m. k.
yrðu trauðla rekin nema með launuðum starfskrafti, þótt ekki væri
nema hluta úr degi. Kœmi þar tvennt til. Bæði vœri starfsemin
margþætt, þegar innan héraðssambandanna væru kannski mörg fé-
lög og sérráið og auk þess hagaði víða þannig til landfrœðilega, að
yfirráðasvæði héraðssambandanna næði yfir mörg héruð. Við slíkar
kringumstæður væri vart liægt aðœtlast til þess að stjórnir héraðs-
sambandanna gætu sinnt stjórnarstörfum sem skyldi, enda þótt vit-
að vœri að margir hefðu lagt á sig ótrúlega fyrirhöfn í þessu sam-
bandi við hin erfiðustu skilyrði. Fjárhagsaðstoð ISI við héraðssam-
böndin nam á s. I. ári kr. 500.000,00. Forseti ÍSÍ kvað brýna nauðsyn
á að auka þessa upphæð verulega. Vonaðist hann til að hún gæti tvö-
faldast á yfirstandandi ári. Starf héraðssambandanna og íþróttafé-
laganna i hinum ýmsu byggðalögum vœri eitt virkasta framlag sem
um væri að ræða til eflingar heilbrigðu tómstundastarfi.
Fjárstuðningi við sjálf félögin taldi forseti ISÍ að þyrfti að koma
í fast form, t. d. þannig að kostnaður við rekstur félaganna, svo sem
kennaralaun, húsaleiga og annar kennslukostnaður, yrði greiddur
70% af sveitarstjórnum, 30% af rikinu og 40% af félögunum sjálf-
um. Hér þyrfti að koma til góð samvinna hlutaðeigandi aðila, byggð
á gagnkvæmu trausti og trú á gildi íþróttanna fyrir fólk á öllum
aldri.
Hin aukna fjárveiting til íþróttasjóðs, samkvæmt fjárlögum yfir-
ÍÞRÓTTA
BLAÐIÐ
Útgefandi:
íþróttasamband islands
Ritstjóri:
SigurSur Magnússon
Afgreiðsla: Skrifstofa isi
íþróttamiSstöðinni í Laugardal
Sími 30955
Prentun: Víkingsprent
Verndari ÍSÍ:
Forseti islands, dr. Kristján Eldjárn
Framkvæmdastjórn ÍSÍ:
Gísli Halldórsson, forseti
Sveinn Björnsson, varaforseti
Þorvarður Árnason, ritari
Gunnlaugur J. Briem, gjaldkeri
Hannes Þ. Sigurðsson, fundarritari
Framkvæmdastjóri ÍSÍ:
Hermann Guðmundsson
Héraðssambönd innan ÍSÍ:
Héraðssamb. Snæfells- og Hnappadalssýslu
Héraðssamband Strandamanna
Héraðssamband Suður-Þingeyinga
Héraðssamband Vestur-ísfirðinga
Héraðssambandið Skarphéðinn
íþróttabandalag Akraness
íþróttabandalag Akureyrar
íþróttabandalag Hafnarfjarðar
íþróttabandalag ísafjarðar
iþróttabandalag Keflavíkur
iþróttabandalag Ólafsfjarðar
iþróttabandalag Reykjavíkur
iþróttabandalag Siglufjarðar
íþróttabandalag Suðurnesja
iþróttabandalag Vestmannaeyja
Ungmenna- og iþróttasamband Austurlands
Ungmennasamband Austur-Húnvetninga
Ungmennasamband Borgarfjarðar
Ungmennasamband Dalamanna
Ungmennasamband Eyjafjarðar
Ungmennasamband Kjalarnessþings
Ungmennasamband Norður-Þingeyinga
Ungmennasamband Skagafjarðar
Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga
Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu
Ungmennasambandið Úlfljótur
Sérsambönd innan ÍSÍ:
Badmintonsamband íslands
Fimleikasamband íslands
Frjálsiþróttasamband islands
Glímusamband islands
Golfsamband fslands
Handknattleikssamband íslands
Knattspyrnusamband islands
Körfuknattleikssamband islands
Skíðasamband islands
Sundsamband íslands
ÍÞRÓTTABLAÐIÖ
35