Íþróttablaðið - 01.02.1972, Qupperneq 4
standandi árs, vceri öllu íþróttafólki fagnaðarefni.
Með slíku áframhaldi mœtti búast við myndarleg-
um átökum í byggingu íþróttamannvirkja, sem
vceri ein undirstaðan fyrir því, að virkt iþrótta
starf nceði að þróast.
Um fjármál Iþróttasambandsins sjálfs og þar
með getu þess til að aðstoða hina ýmsu aðila inn-
an sambandsins, sagði. hann að þáttaskil hefðu orð-
ið 1964, þegar sambandið byrjaði að fá tekjur
vegna vindlingasölu, skv. ákvörðun Alþingis. Síð-
ar hefði komið til landshapþdrcetti ISI, er hefði
gefið góða raun framan af og síðan starfsemi Get-
rauna, i samvinnu við aðra aðila. Um getrauna-
starfsetnina sagði forseti ÍSÍ: Getraunir hafa nú
runnið sitt bernskuskeið og sannað áþreifanlega
tilverurétt sinn í núverandi rekstrar- og tekju-
skiþtingarformi. Sérlega er ánægjulegt sjálfboða-
starf hundruða manna og kvenna. við sölu get-
raunaseðlanna. Þar er um að rceða undirstöðuna
að því hve vel gengur. Það er því brýn nauðsyn
á, að Getraunir fái rekstrarleyfi sitt framlengt
án nokkurra breytinga í 5—10 ár, svo að gott svig-
rúm fáist til áframhaldandi uppbyggingar og mót-
unar á rekstrinum.
Ekki mun nokkur vafi á, að íþróttafólk um
land allt tekur undir framanrituð ummceli for-
seta ISI.
Knattspyrnufélagið Týr í Vestmannaeyjum hélt hátíðlegt 50 ára
afmæli sitt í nóvember s.l. Var afmælisfagnaðurinn fjölsóttur og
vel heppnaður að öllu leyti.
Við þetta tækifæri voru fjórir menn sæmclir heiðursmerkjum fyr-
ir störf þeirra í þágu félagsins.
íþróttabandalag Vestmannaeyja særndi Eggert Sigurlásson gull-
merki ÍBV og Martein Guðjónsson silfurmerki ÍBV.
Einnig voru Eggert Sigurlásson, Karl Jónsson og Martein
Tómasson sæmdir gullmerki ÍSÍ. Allir hafa þeir um áraraðir lagt
rnikið af nrörkum til eflingar íþróttalífi Vestmannaeyja, bæði sem
þátttakendur í ýmsum greinum íþróttanna og með því að gegna
ábyrgðar- og trúnaðarstörfum hjá Knattspyrnufélaginu Tý.
Sveinn Björnsson varaforseti ISI sótti afmælishófið og flutti fé-
laginu árnaðaróskir og kveðjur Iþróttasambands íslands.
Á myndinni hér að ofan er hann að sænra Eggert Sigurlásson t. h.
og Martein Tónrasson t. v. gullmerki ÍSÍ en Karl Jónsson gat ekki
verið viðstaddur sökum veikinda.
FORSÍÐUMYND:
íþróttasýningunni í Laugardals-
höllinni í tilefni 60 ára afmælis
ÍSÍ, lauk með því að þátttakend-
ur röðuðu sér á gólfið eins og
myndin sýnir og fánaberi kveður.
Myndirnar frá afmæli ÍSÍ eru tekn-
ar af ljósmyndastofu Þóris, nema
myndirnar úr íþróttahöllinni. Þær
eru teknar af Kr. Ben. og Bjarnleifi.
36
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ