Íþróttablaðið - 01.02.1972, Side 8
ÍSÍ sæmdi einnig 5 menn gulimerki sambandsins og eru myndirnar frá veitingu þeirra, frá v.: Þórður B. Sigurðsson,
Guðmundur Gíslason, Hannes Þ. Sigurðsson, Sigurgeir Guðmannsson, Jón Eiríksson og Gísli Halldórsson.
Að kvöldi afmælisdagsins efndi stjórn ÍSÍ til kvöldverðar að Hótel Loft-
leiðum. Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, setti hófið og stjórnaði því. Ávörp
fluttu Magnús T. Ólafsson, menntamálaráðherra og Geir Hallgrímsson,
borgarstjóri. Úlfar Þórðarson flutti minni ÍSÍ. Fulltrúar frá Norðurlöndun-
um fluttu ávörp og færðu gjafir. Hafsteinn Þorvaldsson, form. UMFÍ flutti
ávarp og færði gjöf og Hermann Guðmundsson flutti minni kvenna. —
Frú Ása Marinósdóttir þakkaði af hálfu kvenna og Hermann Stefánsson,
fulltrúi veizlugesta, þakkaði ánægjulega og eftirminnilega kvöldstund.
Magnús T. Ólafsson,
menntamálaráðherra
40
IÞROTTABI.AÐTÐ