Íþróttablaðið - 01.02.1972, Page 14
Páll Gíslason, læknir:
Ur þættinum
Um daginn
og veginn
Fyrr í vetur flutti Páll Gíslason, lœknir og skáta-
höfðingi erindi í útvarpið um „Daginn og veg-
inn“. Hann kom víða við og birtir Iþróttablaðið
hér á eftir þi kafla, sem einkum eiga erindi inn
á síður þess. Um heilsugœzlu sagði lceknirinn
m. a.:
,,Það er enginn vafi á, að hér á Islandi eigum
við nú á næstu árum við vaxandi vandamál að
etja, þegar fólki fjalgar tiltölulega í eldri árgöng-
urn, en hefur lifað mestan hluta ævi sinnar á tím-
um alls nægta í fæðu og við kyrrsetu. Áður fyrr
stunduðum við flestir erfiðisvinnu í fyllstu merk-
ingu þess orðs. Menn fóru fótgangandi, ef þeir
fóru í ferðir, árarnar sáu um erfiði sjómannsins
og frumstæð aðstaða sá um erfiði konunnar innan
húss og utan. Matur var oft af skornum skammti,
svo að líkaminn sá um að inntaka fæðu og eyðsla
líkamans stóðst nokkuð á. Og þó að segja megi
roargt miður um dönsku einokunarverzlunina, þá
er eitt víst, að ekki muldi hiin undir Islendinga
óþarfa mjölfæði og sykur til að skemma tennur
þeirra. Nú borðurn við flest full mikið og sam-
setning fæðunnar er ekki sem heppilegust, en
mestu veldur þó sennilega of lítil hreyfing og
líkamleg áreynsla, sem veldur svo aftur óeðlilega
snemma hrörnun á líkamanum og minnkandi
þoli og mótstöðu gegn ýrnsurn sjtikdómum.“
í framhaldi af þessu ræddi læknirinn um trimm-
starfsemina og sagði í því sambandi:
,.ÍSÍ ýtti duglega úr vör á þessu ári og er sýni-
legt að töluverður ætlar árangurinn að verða, því
að aukin notkun sundstaða og annarra íþrótta-
staða ber með sér, að margir hafa tekið við sér.
En ég held, að það sé nauðsynlegt að halda tit-
breiðslu hollrar hreyfingar fyrir almenning á lofti
af og til, því að manni hættir til að dofna í áhug-
anum og þreytast á sprettinum og þá er alltaf að
finna einhverja ástæðu til að hvíla sig. Það þarf
líka að benda fólki á fleiri ráð, en hinar viður-
kenndu íþróttagreinar, því að gönguferðir t. d.
með smá spretthlaupi eftir eigin geði og getu, eru
vel fallnar til að þjálfa sig, jafnframt því að mað-
ur kynnist landi sínu. Víðast á landinu er auð-
velt að koma þessu við, því að við eigum því láni
að fagna að búa svo rúmt. Hér í Reykjavík og
nágrenni er ekki eins auðratað að finna slíkar slóð-
ir og væri áreiðanlega vel þegið af mörgum, ef
fróðir menn, t. d. á vegum Ferðafélagsins, gæfu
út leiðbeiningabók í þessu skyni. Enda þótt við
skiljum gagnsemi trimmsins, held ég að það verði
46
ÍÞRÓTTABI.AÐIÐ