Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1972, Page 15

Íþróttablaðið - 01.02.1972, Page 15
ekki almennt stundað, nema hver maður geti fundið það, sem hæfir líkamlegri getu hvers og eins, en jafnframt veitir honum andlega upp- örfun og hressingu svo að hann hlakki til þess að spretta úr spori. Fátt gerir maður vel, nema veru- legur áhugi sé með í verki og hugur fylgi máli. — Utvarpið hefur haft leikfimitíma í mörg ár undir stjórn hinna ágætu og vinsælu stjórnenda: Valdimars Ornólfssonar og Magnúsar Péturssonar. Sá er þó galli á, að tíminn hæfir ekki nema nokkrum, því að menn fara misjafnlega snemma til vinnu og stór hluti fólks er byrjaður vinnu, þegar leikfimin hefst. Þetta er ekki löng dagskrá, en skemmtileg á að heyra. Væri ekki ráð að spila segulbandið tvisvar og helzt þrisvar á hverjum morgni svo að fleiri geti verið með og notið þess sem fram er borið og svo vel gert af hálfu útvarps- ins og þeirra tvímenninganna.“ Loks rceddi lœknirinn um unglingavandamál, leiðtogastarfsemi i œskulýðsfélögum, pátt foreldra í peim efnum o. fl. Um pað fórust honum m. a. orð á pessa leið: „Það er mikið talað um vandamálið með æsk- una og hvernig hún hagar sér, eins og að vanda- mál séu ekki í lífi allra á öllum aldri. Við gleym- um oft furðu fljótt, þegar við eldumst, hvernig það var að vera ungur og eiga að fóta sig á hál- um steinum lífsins án þess að hrasa hættulega. En víst er það, að aldrei höfum við átt hraustari og betur menntaða æsku á íslandi en í dag og tæki- færin aldrei verið meiri til að komast áfrarn, en það má segja að hættur á veginum hafi heldur ekki verið meiri fyrr. Það veltur því á miklu að ungt fólk fái þann stuðning sem þarf, en það er þegar þau fara að eldast, komast yfir 12—13 ára ald- urinn og þar yfir, sem tómstundirnar fara að myndast, sem þau fá ekki fullnægt heima hjá sér og þau leita félagsskapar jafnaldra sinna utan heimilisins. Þá veltur á miklu að tómstundunum sé varið á þann hátt, að þær verði til aukins þroska, andlega og líkamlega. Það má oft segja, að svo ráðist hvað úr unglingi verður, hvernig hann ver tómstundum sínum. Fátt er hættulegra fólki á öllum aldri en iðjuleysi, þar sem allt miðast við að láta tímann líða einhvernveginn — drepa tím- ann. Verði þetta að vana á ungum aldri, er hætt við að svo muni halda áfram er menn verða full- tíða. Þá er leitað að auðfengnum skemmtunum, sem í bezta falli gefa lítið í aðra hönd, en skapa oft mikla hættu í lífi hvers manns og þá er erfið- ara að stoppa og snúa við en margir halda fyrir fram. Það veltur því á miklu, að börn og ungling- ar festi áhuga á einhverju því viðfangsefni, sem kennir þeim að finna ánægjuna við að leysa verk vel af hendi og láta þau finna framkvæmdalöng- un korna yfir sig, stig af stigi, við verk. þar sem unglingarnir eru ekki bara komnir til að vera óvirkir áhorfendur, heldur þátttakendur. Hér á við eins og svo oft, að slysavörn verður bezt komið við áður en slysið verður og er þá áhrifaríkust. Látum unglingana hafa ncg að gera og þá farnast þeim vel. Mörg félög hafa verið stofnuð fyrir ungmenni og öll hafa þau sitt hlutverk. Víða hefur og er verið að vinna ómetanlegt starf til að gefa ung- lingum tómstundaverkefni við sitt hæfi. Mætti þar nefna skátafélög, íþróttafélög, kristileg félög, stúkur og marga fleiri. Leggja þar margir forystu- menn hönd á plóginn til að ná árangri, hver fyr- ir sitt félag og sín ungmenni. Hjá flestum er þetta unnið í sjálfboðavinnu. Unnið er af áhuga fyrir starfinu, en erfiðleikarnir eru oft, að fáir eru til að vinna foringja- og leiðbeinendastörfin, en ung- lingarnir margir, sem þurfa aðstoð og forystu. „Akurinn er stór, en verkamennirnir fáir.“ Hér þarf að verða breyting á og hér þurfurn við for- eldrar unglinganna að koma til hjálpar og hverj- um stendur það nær? Hér er verið að ala upp okkar börn, dýrmætustu eign okkar, sem allt velt- ur á um hamingju okkar að vel fari. Nú segja mennn kannski ,,en ég er að vinna”, ,,ég er að byggja“, „ég þarf að hugsa um heimilið". Þá dettur mér í hug rnynd úr bók Dalbys, „Drengurinn þinn“. Þar má sjá hvar heimilisfað- irinn er í óða önn að þrífa og pússa b'linn sinn, sem er orðinn gljáfægður og fínn, en hjá stendur drengur, sem spyr föður sinn: ..Hvenær hefurðu tíma til að tala við mig?“ Þurfum við ekki að gæta þess, að sá tími, sem börnin eru næmust fyrir áhrifum okkar, er ekki langur. Við megum ekki eyða honum öllum í kapphlaupið um lífsþægindin. Þau hlaupa ekki frá okkur, en börnin vaxa og eldast ótrúlega fljótt. Hafi þau vanizt aðgerðarleysi og áhrifum annarra, þá hlusta þau ekki mikið á okkur þegar þau eld- ast. — Við megum ekki vakna upp við að allt sé orðið of seint, því að æska barna okkur kemur ekki aftur. Með því að bjcða fram aðstoð til starfa í æskulýðsfélagi sem leiðbeinendur, aðstoð- Framh. á bls. 68 ÍÞRÓTTABL.A01Ð 47

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.