Íþróttablaðið - 01.02.1972, Qupperneq 16
Ungmenna-
samband
Borgarfjarðar
50 ára
Hinn 16. janúar s.l. hélt
UMSB 50. ársþing sitt að Leirár-
skóla í Borgarfirði.
Þingforseti var kjörinn Sigurð-
ur Guðmundsson, skólastjóri
Leirárskóla og varaforseti Jón F.
Hjartar. Þingritarar voru kjörn-
ir Hjörtur Þórarinsson, Kjartan
Sigurðsson og Ólafur Guðmunds-
son.
Mæting á þinginu var afar góð
og þinghald að öllu leiti mcð
miklum myndarbrag.
Forseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson
og framkvæmdastjóri, Hermann
Guðmundsson, sóttu þingið
ásamt ritstjóra Iþróttablaðsins,
einnig formaður UMFI, Haf-
steinn Þorvaldson og framkvstj.
Sigurður Geirdal auk Pálma
Gíslasonar í stjórn UMFI.
Á næstu síðum eru nokkrar
svipmyndir frá þinginu.
Sambandsstjóri UMSB, Vil-
hjálmur Einarsson skólastjóri í
Reykholti setti þingið með ýtar-
legri ræðu, jafnframt lagði hann
fram skýrslu stjórnar UMSB.
Bar hvoru tveggja með sér að
feikilega mikið starf hefur ver-
ið unnið á vegum sambandsins
og aðildarfélaga þess.
Hinar ýmsu fastanefndir gerðu
grein fyrir störfum sínum og í
ársskýrslunni er einnig greint
frá helztu viðfangsefnum aðild-
arfélagana. Einnig eru birt úr-
slit í íþróttamótum, sem frarn
fóru á sambandssvæðinu og
greint frá þátttöku í mótum ut-
anhéraðs, bæði innanlands og ut-
an.
UMSB starfrækti sumarbúðir
að Leirárskóla og í Reykholti.
Sambandið er ennfremur aðili
að byggingu Byggðasafns Borgar-
fjarðar.
I skýrslu stjórnarinnar er fjall-
að um fimmtu Sumarhátíðina
að Húsafelli s.l. sumar. Sam-
kvæmt reikningum UMSB eru
tæplega 90% af heildartekjum
sambandsins hagnaður vegna
sumarhátíðarinnar. Hér er um
viðamestu og jafnfram áhættu-
sömustu útiskemmtun á land-
inu að ræða.
Vilhjálmur Einarsson, sam-
bandsstj. UMSB. segir í skýrslu
sinni m. a. svo um sumarhátíðina.
,,UMSB hefur kappkostað
að bæta sífellt aðstöðuna, nú
síðast með um 400 þús. kr. auk-
inni fjárfestingu, sem vonandi
kernur framtíðinni til góða. Við
höfum ekki viljað valda gestum
okkar vonbrigðum, og höfum
ekki viljað lofa meiru, en við
gætum staðið við. I il marks um
þetta nægir að nefna helztu út-
gjaldaliði s.l. móts:
1. Skemmtikraftar 900.000
2. Löggæzla 700.000
3. Landeigandi 400.000
4. Ymsar launagreiðslur 250,000
5. Söluskattur 350.000
6. Hliðvarzla 110.000
7. Auglýsingar 130.000
Af þessu sést að mikið er í
húfi að nægilega margir gestir
komi og greiði aðgangseyri, svo
að endar nái saman. Ovissan
um gestafjölda vegna veðurs
liefur verið nefnd, Auk þessa
bættist s.l. sumar við óviss þátt-
ur, sem af öðrurn toga er spunn-
inn: Uppfærzla á samkomum,
sem höfða til fjöldans, án þess
að nein sambærileg vinna sé lögð
í undirbúning eða hverskyns við-
búnað. Það eina, sem sambæri-
legt mætti kallast voru auglýs-
ingar og fréttir í fjölmiðlum,
sem virðast svo helteknir af eins
konar hlutleysisstefnu eða „jafn-
aðarmennsku" að ekki megi
greina satt og rétt frá staðreynd-
um. Ekki minnkar óvissan um
Framh. á bls. 50
48
fÞRÓTTA B LAÐIÐ