Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1972, Blaðsíða 19

Íþróttablaðið - 01.02.1972, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTA KENNARAFÉLAG ÍSLANDS ÍÞRÓTTA OG FRÆÐSLU ÞÆTTIR Um vöðvakraftþjálfun Dr. Inqimar Jónsson tók saman 5. Kraftpjdlfun í fyrra hluta þessarar greinar um vöðvakraft- þjálfun, er birtist í síðasta tbl., var lítillega fjallað um nokkur grundvallarhugtök varðandi vöðva- kraftþjálfun. í þessum hluta er vöðvakraftþjálfun- in sjálf á dagskrá. Eigi vöðvakraftþjálfun að bera góðan árangur er ekki sama hvernig henni er háttað, hvaða æf- ingar eru notaðar og hvernig þær eru gerðar. T. d. verður ætíð að hafa í huga, að kraftþjálfunin þarf að miklu leyti að taka mið af keppnishreyfingunni sjálfri, einkum hvað kraft/tímagerð hennar snert- ir og samsvara þannig sérlegum kröfum hennar. Þetta þýðir að átakið í kraftþjálfuninni þarf helzt að vera svipað því átaki og á sér stað í keppnis- hreyfingunni. Af þessum sökum er ekki alltaf heppilegt að nota aðferðir og æfingar, sem hent- ugar eru fyrir eina íþróttagrein, til þjálfunar í annarri grein. a) kraftcefingar í kraftþjálfun eru notaðar margskonar æfingar og má skipta þeiin niður í þrjá flokka: 1) keppnisœfingin: Keppnisæfingin er raunar ekki annað en keppnishreyfingin sjálf, þ. e. íþrótta- greinin. En ef hún er notuð í kraftþjálfun verður viðbótarálag að koma til. Þetta viðbótarálag get- ur t. d. verið fólgið í því að bera blývesti (t. a. m. í stökkæfingum), eða t. d. í því að kasta þyngri kúlu en gert er í keppni. I þessu sambandi er nauðsynlegt að undirstrika það, að afar þýðingarmikið er að keppnishreyfing- in breytist ekki að ráði hvað kraft/tímagerð snert- ir, þrátt fyrir viðbótarálagið. Þetta getur hins veg- ar komið fyrir ef viðbótarálagið er of mikið. I slíku tilfelli þjálfast vöðvarnir ekki í því að starfa á nákvæmlega sama hátt og þeir gera í keppnis- hreyfingunni. 2) séræfingar: Um séræfingar kraftþjálfunar gildir hið sama og um séræfingar yfir höfuð; þær eru venjulega eftirlíkingar keppnishreyfingarinn- ar eða aðeins bútar úr henni og hafa það hlut- verk fyrst og fremst að þjálfa þá vöðva sérstaklega, er mest mæðir á í keppnishreyfingunni. 5) alhliða œfingar: Alhliða kraftæfingar þjóna því markmiði að styrkja líkamann alhliða. Þeim svipar ekki til keppnishreyfingarinnar. Með þeim má skapa kraft er síðar má breyta í sérhæfðan kraft með séræfingum, þ. e. í þann kraft er mesta þýðingu hefur í keppnishreyfingunni. Þar sem gildi kraftæfinga getur verið mismun- andi fyrir íþróttagreinar. verður valið á þeim að miðast fyrst og fremst við þær kröfur er íþrótta- greinin gerir til íþróttamannsins, en auk þess við þjálfunarstig íþróttamannsins og þau markmið er hann keppir að á hverju þjálfunartímabili. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 51

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.