Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1972, Qupperneq 20

Íþróttablaðið - 01.02.1972, Qupperneq 20
Þannig sitja t. d. alhliða kraftæfingar í fvrirrúmi á undirbúningstímabilinu, en þegar líða tekur á það og á keppnistímabilinu sjálfu, þ. e. þegar kraftþjálfunin verður stöðugt sérhæfðari, skipta séræfingar og keppnisæfingar mestu máli. b) kyrrstöðu- og hreyfikraftþjdlfun Kraftaukningu (kraftvexti) er hægt að ná fram á tvennan hátt: með kyrrstöðusamdrœtti (statísk- um) og í öðru lagi með hreyfisamdrœtti (dynamísk- um), en eins og tekið hefur verið fram eru form hreyfisamdráttar tvö, þ. e. yfirvinnandi og eftir- gefandi. Aðferðir kyrrstöðukraftþjálfunar (isometrísk kraftþjálfun) eru margar, en sú sem mest hefur verið notuð mætti kalla starfrcena kyrrstöðuþjálf- unaraðferð (funktionell statische Trainingsweise). Þessi aðferð er fólgin í því að þrýsta (pressa) gegn mótstöðu og felst álagið í því. Mótstaðan getur verið eigin líkamsþungi. fastskorðuð tæki og margt annað reyndar. I hreyfikraftþjálfun er greint á milli tveggja að- ferða er byggjast á hinum tveimur samdráttarform- um og mætti því nefna: yfirvinnandi aðferð og eftirgefandi aðferð. í fyrrnefndu aðferðinni er mótstaðan yfirunnin (eins og komið hefur fram) en með misjafnlega miklum hraða, eftir því hvaða tegund kraftsins er verið að þjálfa. T. d. er hraðinn ekki mikill þegar verið er að þjálfa hámarkskraftinn, enda skiptir hraðinn þá ekki meginmáli. Hins vegar er hraðinn meiri í hraðkraftþjálfuninni eins og kom- ið verður inn á síðar. í hinni eftirgefandi aðferð er vtri krafturinn meiri en sá innri, álagið getur því jafnvel verið meira en hámarksgetan, þ. e. yfir 100%. Undan þessum þunga verður að gefa eftir. Þessi þjálfað- ferð er hentug í þjálfun hámarkskrafts, því að mikil áreitisákefð') og mikil áreitislengd1 2) er það sem gildir í hámarkskraftþjálfun. Með þessari að- ferð má einnig þjálfa þann kraft er íþróttamaður þarf á að halda í stökkum (niðurkoma) eða fim- leikamaðurinn þegar hann lætur sig stga í hang. 1) Sérhver lífvera er þeim hæfileikum gædd að geta brugðið við áreitun (áhrif er verka á lífveruna) frá umhverfi með and- svari. í þjálfun er áreitisákefSin mæld með hraða (m/s) eða með stærð mótstöðunnar (kg, kp. mkp) Þannig getur hámarksgeta (mæld í kg) gilt sem hámarksáreitisákefð. 2) Areitislengd merkir lengd eins áreitis, en getur þýtt lengd einnar álagslotu og t. d. vissa hlaupalengd. Fyrir nokkrum árum, tæpum áratug eða svo, var kyrrstöðuþjálfunin mjög til umræðu. Rann- sóknir sýndu að með henni mátti ná ótrúlegri kraftaukningu. Þessar rannsóknir, er fram fóru á rannsóknarstofum, villtu mönnum sýn. Sami árang- ur náðist ekki í þjálfun íþróttamanna þar sem önnur skilyrði eru ríkjandi. Kyrrstöðukrafturinn hefur vissulega sína þýð- ingu í íþróttum og því verður einnig að þjálfa hann, en því verður ekki á móti mælt, að enn meiri þörf er á hreyfikrafti. Spurningin er því sú, hvernig hreyfikrafturinn verði bezt þjálfaður. Rannsóknir sýna, að í kyrrstöðukraftsþjálfun vex kyrrstöðukrafturinn um 15,1% en hreyfikrafturinn aðeins um 11,5%. Aftur á móti vex kyrrstöðukraft- urinn urn 9,2% en hreyfikrafturinn um 18,1% í hreyfikraftsþjálfun3). Á þessum tölum, sem að vísu eru bundnar ákveðinni tilraun, má sjá að hreyfikraftþjálfunin er árangursríkari en kyrr- stöðukraftþjálfunin, ef þjálfa á hreyfikraftinn. Þetta styður svo þá grundvallarkenningu að í kraftþjálfun eigi að beita þeim aðferðum þar sem samskonar samdráttarform á sér stað og í keppnis- hreyfingunni. c) Þjálfun hámarkskrafts Hvernig á að þjálfa hinar einstöku tegundir kraftsins? Hvað hámarkskraftinn áhrærir. þá hef- ur verið á það bent, að í hámarkskraftþjálfun sé mikil vöðvaspenna (mikill áreitisákefð) og mikil áreitislengd mikilvæg atriði. Með mikilli áreitis- ákefð (miklum þyngdum) er keppt að því að fá sem flestar tauga-vöðvaeiningar til starfa í þeim vöðvum er tiltekin æfing er fyrir. Rétt er að taka fram að vitanlega verða byrj- endur að fara öðruvísi að en afreksmenn og ættu í upphafi að nota álag sem ekki er meira en sem svarar til helmings hámarksgetu (miðlungsálag) eða í mesta lagi álag, sem er u. þ. b. 60—80% hámarksgetu (neðanhámarksálag). Betra er að læra æfingar með litlum þyngdum en rniklum og auk þessa má benda á að þegar þreytan kemur til skjalanna, verka litlar þyngdir sem mikið álag. Afreksmenn þurfa hins vegar miklar þyngdir til þess að geta bætt hámarkskraft sinn. Rannsókn- 3) Sbr. TrainingsleKre bls. 138 (Hér er sagt frá grein eftir Brunner: Untersuchungen iiber statisches (isometrisches) und dynamisches (isotonisches) Muskeltraining. Greinin birtist í Korpererziehung (Sviss 1 967) 9. bls. 191). 52 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.