Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1972, Síða 24

Íþróttablaðið - 01.02.1972, Síða 24
10. Stigið fram í v. fót, hægra fæti sveiflað bein- um, fram, upp, Stigið fram í h. fót, vinstra fæti sveiflað beinum, fram, upp. 11. Stigið fram í v. fót og fætur færðir saman, / snúningur og tilhlaup (atrenna) kraftstökk. Þar á eftir frjáls lokastaða (slutstilling). Sláarœfing 1. Aðhlaup (atrenna) og uppstökk meðfram hlið sláarinnar, setið á hækjum á slá. Staðið upp og snúið (4 úr hring, um leið eru armar hreyfðir fram — upp og út. 2. Stigið í skref fram í v. fót, h. fótur dreginn að og hoppað upp af v. fæti. Stigið í skref fram í h. fót, v. fótur dreginn að og hoppað upp af h. fæti. 3- Stigið frarn í v. fót, h. fæti sveiflað heint fram. sezt niður á slá, kollhnís aftur á bak. höfuð við hlið sláar, kollhnís endar á v. hné og h. fótur teygður vel aftur. Staðið upp með því að stíga í h. fót. stigið i skref fram í v. fót og snúið (4 snúning (piro- utte) til v hliðar. Stigið fram í h. fót og armar færðir lágt fram (lavræk). 4. Stigið fram í v. fót, skiptispor (v., h., v.,) stig- ið fram í h. fót og hoppað galopphopp, (báð- um hnjám lyft lárétt fram. neðri hluti leggj- ar snýr á ská fram) komið niður á v. fót. 5. Stigið fram í h. fót, svo í v. fót og komið upp í jafnvægisstöðu á v. fót. 6. Stigið fram í h. fót og hoppað fram á hækjur (hugsiddende), '4 snúningur á hækjum og viðstöðulaust í kollhnís fram á við. 7- Staðið upp yfir v. fót og þungaflutningur yfir á h. fót. 2 skref áfram, v. fótur, h. fótur og stórt hlaupstökk, komið niður á v. fót. 8. Atrenna (skref eins og passar fyrir hvern og einn) og handahlaup út af slá. I. Kollhnís aftur á bak m. höfuð við hlið á slá: Byrjið með hendur undir slá, látið fætur beina yfir höfuð, þar til þið sjáið þá. Snúið höndum að efri brún sláar, beygið annað hné og setjið það á slána, teygið úr handleggjum og horfið beint fram. II. Kollhnís áfram: Báðar hendur ofan á slá. um leið og höfuð kemur við slána, flytjið þið hendur að neðri brún sláar og þrýstið handleggjum fast að höfði. I sláaræfingunni hafa armhreyfingar ekki ver- ið teknar fram þær eru frjálsar fyrir keppanda. Þjófastökk: — Bogahestur þversum (ca 6.—7. gat) stökkbretti nokkuð langt frá hestinum, dýna. Atrenna, annar fótur kemur á brettið og spyrnt kröftuglega frá (þungi nokkuð aftarlega), hinum fætinum sveiflað upp og yfir hestinn, en þar koma fætur saman. Þegar fætur og mjaðmir eru komn- ar framfyrir hestinn, er höndum stutt á boga og ýtt vel frá, um leið xéttist að fullu úr líkamanum. Jafnfætis viðnám langt frá hestinum. SKYLDUÆFINGAR KARLA T víslá- 1. Hlaupkippssveifla upp í stuðningshang við enda tvíslár. Gildi 2.0 st. 2. Há aftursveifla. framsveifla í gegnum stuðn- ing með bognum örmum, hopp áfram (rétt úr örmum í framsveiflu, hoppað og endað í bognum örmum) aftursveifla í gegnum stuðn- ing með bognum örmum upp í axlarstöðu. Gildi 1.5 st. 3. Axlarvelta áfram, afturkippur upp í beina arma. Gildi 1.5 st. 4. Framsveifla, bakfall í upphandleggsstuðning, upphandleggskippur. Gildi 1.0 st. 5. Afstökk úr aftursveiflu með / snúningi til hægii. Endað standandi með hægri hlið að tvíslá. Hægri hendi stutt við tvíslá. Gildi 1.0 st. Gildi alls 7.0 stig. Helztu gallar: Frádregið 1. a. Ekki rétt að fullu úr líkama áð- ur en kippsveifla er tekin .... o.1-0.5 st' b. Fætur eru of lágir í síðasta hluta kippsins ...................... 0.1-1.0 — 2. a. Of lág aftursveifla eftir kipp- 56 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.