Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1972, Side 28

Íþróttablaðið - 01.02.1972, Side 28
Hjalti Einarsson með hinn veglega verðlaunagrip er fylgir sæmdarheitinu „íþróttamaður ársins“ Steinar J. Lúðvíksson: Hafði sykurmolana með til — rætt við Hjalta Einarsson, „íþróttamann órsins öryggis 1971" Komið er að leikslokum í hand- knattleikslandsleik fslendinga við rúmensku heimsmeistarana í íþróttinni, er fram fór í Laug- ardalshöllinni. Áhorfendasvæðið er fullskipað, og þeir sem voru svo heppnir að fá sæti, eru staðn- ir upp í æsingnum. Það ótrú- lega hefur skeð. fslenzku piltarn- ir hafa hvergi gefið heimsmeist- urunum eftir og staðan í leikn- um er jafntefli. Bæði liðin hafa skorað 14 mörk. En tekst okkar piltum að halda jöfnu við heims- meistarana? Þeir eru með bolt- ann og eiga því möguleika á sigurmarkinu. En hvergi er smugu að finna á íslenzku vörn- inni og að baki hennar, í rnark- inu, stendur Hjalti Einarsson, sem varið hefur frábærlega vel. Fyrir leikinn hafði hann verið heiðraður með blómagjöf, fyrir að nú leikur hann sinn 50. lands- leik og er fyrsti íslendingurinn, sem nær því marki. Öryggið er horfið úr leik heimsmeistaranna. Það er erfitt fyrir þá að sætta sig við jafntefli í þessum leik. Þeir vita, sem er, að í heimalandi þeiiæa er beðið eftir fréttum af úrslitum leiksins. og landar þeirra gera kröfur um sigur. Svo skeður það skvndilega að íslendingarnir ná boltanum, bruna upp og komast í skotfæri. En rúmenski markvörðurinn sannar að hann er enginn aukvisi og ver skotið, og aftur eru heims- meistararnir í sókn. Nú eru að- eins nokkrar sekúndur til leiks- loka, og skyndilega kernur smá- glufa í íslenzku vörnina, sem einn af sóknarleikmönnum heimsmeistaranna er ekki lengi að koma auga á. Hann smvgur inn af línunni og er í sannköll- uðu dauðafæri. Og skotið ríður 60 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.