Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1972, Blaðsíða 29

Íþróttablaðið - 01.02.1972, Blaðsíða 29
af. Meðan á þessu stendur slær þögn á áhorfendaskarann andar- tak, en síðan brjótast gleðilætin út. Hjalti Einarsson hefur í tíma skynjað hættuna og skjótur og ákveðinn tekst honum að verja skotið. Jafnteflið er í höfn. Með þessum orðum er aðeins fáeinum andartökum spennandi leiks lýst, að því marki sem orð fá greint frá slíku. Sérhver kapp- leikur bíður upp á mörg slík og geta má því nærri hvort Hjalti Einarsson hefur ekki lifað mörg slík á rúmlega 15 ára keppnis- ferli sínum sem handknattleiks- maður. En sjaldan hefur Hjalti brugðið ró sinni. Hann hefur ekki ofmetnazt af afrekum sín- um þegar vel hefur gengið og heldur ekki lagt árar í bát þeg- ar á móti hefur blásið. Og í leik hefur prúðmennskan jafnan ver- ið hans aðal. Þegar íþróttafréttamenn kusu íþróttamann ársins 19*71, varð Hjalti Einarsson fyrir valinu, og verðskuldaði hann vissulega sæmdarheitið og þann veglega verðlaunagrip er því fylgir. Frammistaða hans í leikjum með landsliðinu og félagsliði sínu, Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, hefur oftsinnis verið slík. að hún mun lengi í minunm höfð, og þá ekki sízt hin einstaka frannni- staða hans í leiknum við Rúm- ena. Hjalti Einaisson er fæddur á Siglufirði 23. júní 1938. Þegar hann var á fjórða ári fluttist hann til Vestmannaeyja. og þar ólst hann upp til tólf ára ald- urs. Svo sem títt er með dug- mikla stráka fór Hjalti fljótlega eftir að hann komst á legg að etja kapps við jafnaldra sína, og á þessum árum var knattspyrna og frjálsar íþróttir í mestum há- vegum hafðar af íþróttagreinum í Vestmannaeyjum. Hjalti reyndi fyrir sér í knattspyrnunni, en þar sem hann þótti ekki nægj- anlega góður í kúnstum henn- ar, þótti sjálfsagt að setja hann í markið. Handknattleikur var reyndar stundaður nokkuð í Vestmannaeyjum á þessum ár- um, en einungis af kvenfólki. Frá Vestmannaeyjum flutti Hjalti svo til Hafnarfjarðar, þar sem hann hefur verið búsettur síðan. Svo sem lög gera ráð fyrir gekk hann þar síðan í skóla, og ekki var vistin þar búin að \ era löng unz hann komst í kynni við íþróttina, scm einungis liafði verið ætluð kvenfólki í Vest- mannaeyjum. Leikfimikennari Hjalta var nefnilega Hallsteinn Hinriksson, og að loknum venju- legum hlaupum og stökkum í fimleikatímunum. var Hall- steinn vanur að draga handbolt- ann úr pússi sínu og segja strák- unum til í íþróttinni. Og það var Hallsteinn sem kveikti áhug- ann á handknattleik hjá Hjalta eins og svo mörgum öðrum Hafn- firðingum, og þar sem Hall- steinn var einnig einn af aðal- mönnunum í FH, kom fljótlega að því að Hjalti gengi í félagið. — Það gekk á ýmsu í yngri flokkunum á þessum árum, sagði Hjalti, — en yfirleitt töp- uðum við FH-ingar leikjum okk- ar. Hallsteinn var samt óþreyt- andi að telja í okkur kjarkinn. Hann var alltaf viss um að þetta kæmi hjá okkur, fyrr eða síðar. Ég man lítið eftir leikjunum í yngri flokkunum, að einum und- anskildum. Þá var ég í 2. flokki og við lékum gegn Fram í Há- logalandi. Þá reyndum við óþekkt herbragð sem lá í þ\ í að ég spilaði bæði sem markvörður Markverðir verða oft að vera fljótir að taka ákvarðanir. Þessi mynd er úr leik, sem landsliðið lék við pressulið í vetur, os hafði einn landsliðsmann- anna sloppið upp og komst í færi. Hjalti kom út á móti honum, en þá tók leikmaðurinn það til bragðs að reyna að „vippa“ yfir hann. En Hjalti sá einnig við því og tókst að slá boltann yfir markið. ÍÞRÓTl ABLAÐIÐ 61

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.