Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1972, Side 31

Íþróttablaðið - 01.02.1972, Side 31
Þegar Hjalti lék sinn 52. landsleik á dögunum gegn Tékkum, færði Valgeir Ársælsson, formaður HSÍ, honum blómvönd í tilefni þess að Hjalti hafði verið útnefndur íþróttamaður ársins 1971. alltaf hengja fötin mín á ákveðn- um stað í búningsherberginu, og fari ég ekki á salerni ákveðnum tíma áður en leikurinn hefst þá er hann tapaður. Eg er ekki einn um slíka hjátrú. — Flestir íþróttamenn hafa sína siði og geta brugðizt illa við, ef þeir komast ekki til þess að gera eitt- hvað ákveðið áður en leikurinn hefst. Leggjci meiri áherzlu á landsliðið Þá snerum við tali okkar að handknattleiknum, eins og hann er í dag, en Hjalti hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að okk- ur hafi ekki farið eins mikið fram og öðrum þjóðum í íþrótta- greininni. -— Spurningin snýst náttúr- lega um það á hvaða stigi við viljum standa, sagði Hjalti — en ef við ætlurn okkur að halda í við aðrar þjóðir þá verðum við að gera meira fyrir landsliðið okkar. Ég hef komið fram með þá skoðun, að það ætti að auka þ\ í reynslu með því að taka þátt í opinberri keppni hérlendis, t. d. bikarkeppni. En fyrst og fremst verður að veita meira fjármagni til þess. Landsliðið kemur fram fyrir hönd þjóðar- innar út á við, og það er mis- skilningur ef opinberir aðilar halda það, að það sé sama hvern- ig það stendur sig. Árangur hvorki landsliðsins né annarra liða kemur af sjálfu sér. Að baki árangursins liggur þrotlaus vinna, og það er ekki með sann- girni hægt að krefjast þess að einstaklingar sem verða að sjá fyrir sér og sínum leggi ótak- markað á sig, bæði í vinnu og beinum kostnaði, til þess að nafn Islands gleymist ekki alveg í íþróttaheiminum. Það er líka kominn tími til þess að forystan skynji það að tími hinna eld- heitu hugsjóna, þegar öllu var fórnað, er liðinn að miklu leyti. Það verður að skapa þeim mönn- um sem í landsliðinu eru betri aðstöðu, bæði til æfinga og keppni. •— Annars er ég einnig þeirr- ar skoðunar, sagði Hjalti, — að svo fámennri þjóð sent við íslend- ingar erum, — beri að revna að einbeita sér að einhverjum ákveðnum greinum íþrótta og freista þess að ná árangri í þeim. Það fjármagn, sem fyrir hendi er, nýtist ekki sem skyldi, eins og málunum er háttað núna. Við gætum t. d. gert handknattleik- inn að uppistöðuíþróttagrein, en þar höfum við náð einna lengst á síðustu árum. Ég held, að það gæti einnig orðið hvatning fyr- ir aðrar íþróttagreinar, ef fjár- magni væri beint til þeirra í ein- hverjum hlutföllum við árangur- inn. Að þessum orðum töluðum vil ég taka það skýrt fram, að ég ber fulla virðingu fyrir öllum þeim íþróttagreinum sem við stundum og tel þær allar jafn- ar í sjálfu sér. Um kjör hans sem íþróttamað- ur ársins 1971, sagði Hjalti: — Þetta kom mér svo mikið á óvænt, að ég á eiginlega engin orð um það. En hitt liggur fyr- ir að mér finnst þessi heiður sem mér var sýndur leggja mér aukn- ar skyldur á herðar, og ég verð að sýna í leikjum mínum, á ein- hvern hátt að ég hafi verið hans verðugur. ÍÞRÓTTABI.AÐIÐ 63

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.