Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1972, Síða 33

Íþróttablaðið - 01.02.1972, Síða 33
gerðist einmitt á 19. afmælis- degi mínum en þá fór Bikar- keppni SSÍ fram í Sundhöllinni (stutt braut) og ég synti 200 m skriðsund á 2.06.0 en met Guð- mundar Gíslasonar var 2.08.0. Daginn eftir setti ég svo met í 100 m skriðsundi á sömu braut, synti á 55.6 sek. Þessi met hefur Finnur bætt margoft síðan og fslandsmet hans eru nú þessi og hafa öll ver- ið sett á s.l. ári: Stutt Löng 5° m 25.2 100 m 54.9 55-8 200 m 2:05.6 2:07.6 Finnur Garðarsson er sonur hiónanna Garðars Finnssonar skiostióra 02; útgerðarmanns og Guðnviar Matthíasdóttur. Finn- ur á fimm systkini. Ekkert beirra hefur laert sund fyrir síq;. en kunna bó öll að fleyta sér oq: einnig foreldrar Finns. Revnd- ar taka svstkini Finns ekki bátt í neinum íbróttaæfineum, nema vnesti bróðir hans. sem verið hefur dálitið með í handboba. — Það var fyrst og fremst árangurinn á mótunum. sem é<t fékk að taka þátt í í Revkiavík sem áhugann skapaði hiá mér. saeði Finnur. Ef við strákarnir á Akranesi hefðnm ekki verið sendir til keopni í Revkiavik. hefðum við kannski aldrei ílenzt í snndinu. saeði Finnur. Svo kom ég til vinnu í Revkia- vík sumarið 1968 og eekk þá í Ægi 02 æfði þar. Um haustið settist ég í Menntaskólann í Reykiavík og þá um haustið flutti öll fiölskyldan hingað til Revki’avíkur. Ég er mjög ánægður með þiálf- ara minn undanfarin ár. Guð- mund Harðarson. Hann er sér- lega áhugasamur og einstaklega næmur að mínum dórni og fylg- ist sérlega vel með hverjum og einum af nemum sínum. Fg á honum mikið að þakka og tel alls ekki skorta á í þjálfun okk- ar sundfólksins. Guðmundur hefur stundað nám í Bandaríkj- unum og að mínum dómi tek- izt frábærlega vel að nýta sér það og flytja sína kunnáttu yfir til okkar, sem í sundinu erum nú. Ég tel að við sem teljumst til bezta hópsins í sundinu hér æf- um svipað og bezt gerist t. d. á Norðurlöndum og á Bretlands- eyjum en það eru þau lönd sem við frekast kcppum við. Við eig- um ,,toppa“ mjög svipaða og þeir. Meginmunurinn er að hér vantar fleira fólk. — Hvernig er æfingaáætlun ykkar nú? — Við æfum flest 2 tíma á dag, sex daga í viku. Æfingarn- ar eru frá kl. 7 til rúmlega 9 á hverju kvöldi á veturna, en þá er flest af sundfólkinu við nám. Á sumrin er breytt til og æft tvívegis á dag; klukkustund fyr- ir vinnutíma eða frá 7.30 þá er laugarnar opna til 8.30, og síð- an aftur síðdegis. — Og verkefnið á hverri æf- ingu? — Það er mjög breytilegt. En yfirleitt syndum við um 5—6 k'lómetra. Æfingin hefst með upphitun og eru þá syntir kann- ski um 1000 metrar. S ðan skipt- ir þjálfarinn hópnum eftir því hvort um er að ræða sprettsund- fólk eða þá er lengri sund iðka. Síðan kemur ,,syrpa“ sem þjálf- arinn ræður og er mjög mismun- andi. Getur þar verið um að ræða að synda 12 sinnum 200 m sprett með lítilli hvíld á milli. eða 3—4 sinnum 800 metra, eða e. t. v. 20 sinnum 100 m sprett og fólki uppálagt að synda hverja vegalengd á ákveðnum tíma og Finnur er orðinn vanur efsta þrepi verðlaunapallsins. Hér er hann að taka í hönd Sigurðar Óiafssonar (Æ) en hinsvegar er Elvar Ríkharðsson frá Akranesi. — Myndin er tekin á Reykjavíkurmótinu í fyrra. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 65

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.