Íþróttablaðið - 01.02.1972, Side 35
í síðasta tölublaði íþróttablaðs-
ins birtist fyrri hluti samtals við
Þorstein Einarsson, íþróttafull-
trúa. Síðari hluti samtalsins fer
hér á eftir.
Jafnframt því að vera íþrótta-
fulltrúi, ert þú framkvœmda-
stjóri Félagsheimilasjóðs og einn-
ig hefur þú haft náin samskipti
við hina frjálsu íþróttastarfsemi,
bœði ÍSÍ og UMFÍ. Hver er
reynsla þín i þessum efnumf
Fljótlega eftir að ég tók til
starfa kynntist ég fólkinu víða
um landið og komst þá einnig
í kynni við það mikla aðstöðu-
leysi, sem blasti alls staðar við.
bæði til íþróttaiðkana og annars
félagslífs. I samkomuhúsum stóð
fólkið oft í norpandi kulda. Eng-
in fatageymsla var, smá eldhús-
kytra e. t. v. í kjallara, kaggasal-
erni úti o. s. frv. Heldur ömur-
legt í alla staði. Ósamboðið fé-
lagslyndu fólki.
íþróttanefnd ríkisins gerði
grein fyrir þessu til Alþingis,
1945 og 1946. Allir virtust gera
sér ljóst, að hér þurfti að ráða
bót á. Voru þá sett lögin um Fé-
lagsheimilasjóð, og að hann fengi
tekjur sínar af skemmtanaskatti.
Félagsheimilasjóður styrkir bygg-
ingu félagsheimila með fjár-
framlagi sem nemur 40% af
byggi ngakostnaði.
Frá því sjóðurinn tók til starfa
hafa verið fullbyggð 132 félags-
heimili. Hefur sjóðurinn gert
upp við 65 þeirra, en endanlega
er ekki búið að gera upp við 67.
I sm'ðum eru um 40 félagsheim-
ili.
Það hafa oft heyrzt raddir um
að starfsemi í félagsheimilum sé
ábótavant. Þar vanti allan menn-
ingarbrag o. s. frv. Við sem bet-
ur þekkjum til, vitum að margt
hljóðlátt starfið fer þar fram.
sem ekki er talað um. Og ef að
er gáð, kemur í ljós, að hvergi
í félagsheimilum fer nýtingar-
tími vegna dansleikja yfir 20%.
Félagslegt átak fólksins hefur
verið mikið við smíði félagsheim-
ilanna. t. d. kosta þau 67 félags-
heimili. sem enn er óuppgcrt við
340 millj. kr. Þátttaka sjóðsins
áætluð um 130 millj. kr. og
skuldar sjóðurinn nú af því fram-
lagi 51 millj. kr.
Meðan við ræðum um félags-
heimilin, spyrjum við íþrótta-
fulltrúa hvort hann álíti að hin
félagslega hlið i starfsemi íþrótta-
hreyfingarinnar hafi farið hall-
oka fyrir kepþnum og metum,
sem starfið snýst mikið um.
Eg er hálfhræddur um það.
Ég sagði fyrir nokkru við
Reyni Karlsson, nýskipaðan
æskulýðsfulltrúa ríkisins, að
enda þótt ég hefði margar góð-
ar óskir honum til handa, væri
þó ein öðrum framar: Að hon
um yrði ágengt í því að ná upp
fundastarfseminni, fá unga fólk-
ið til að koma saman, tala sam-
an og tjá skoðanir sínar. Fá alla
til að vera með í félagslegu starfi.
Slík félagsstarfsemi þjappar
ungu fólki saman til heilbrigðra
samskipta, eyðir feimni og ófram-
færni, heldur því frá óæskileg-
um viðfangsefnum.
Við þetta opnast líka aukin
innsýn í það félagslega grund-
vallarstarf, sem allt annað bygg-
ist á. Og aukin þekking fólksins
sjálfs á íþróttahreyfingunni og
náin samskipti, leiða til árangurs-
ríkara og þroskavænlegra starfs.
Samskipti mín við ISI og
UMFI hafa verið mjög mikil,
segir íþróttafulltrúi. og þar væri
frá mörgu að segja.
Eins og áður er fram komið,
gerði ég strax mikið að því að
ferðast um landið og kynnast
fólkinu. Þá komst ég í náið sam-
band við ungmennafélögin og
það margvíslega starf sem þar
er unnið. Sambandsstjóri UMFÍ
þá, var séra Eiríkur J. Eiríksson,
skólabróðir minn og fornvinur.
En ég sneri mér fyrst og fremst
að hinu íþróttalega starfi og ég
á feikilega margar endurminn-
ingar þar að lútandi, sem ekki
eru tök á að gera hér nokkur
skil. Mörg af þessum verkefn-
um voru erfið viðfangs. ekki s.'zt
skipulagsmál íþróttahreyfingar
innar. Ég minnist þess sérstak-
lega hversu stofnun Héraðssam-
bandanna var stundum rnikið
átakastarf, reglulega erfitt og
viðkvæmt á köflum.
En þegar á heildina er iitið,
eru þessi viðfangsefni, samstarf-
ið á fundum og þingum, smærri
og stærri mótum, með þeim
mörgu mætu mönnum, sem þar
komu við sögu, eitt af því sem
ég hefði ekki viljað fara á mis
við.
Ekki mundi ég óska neinum
íþróttafulltrúa þess frekar, en að
vera í nánum tengslum við hið
frjálsa áhugastarf innan vébanda
ÍSÍ og UMFÍ. Sá sem nýtur
stuðnings forystumannanna í
þessum fjölmennu og grónu sam-
tökum, stendur ekki einn.
Að lokum Þorstemn. Stundar
þú sjálfur likamsæfingar að stað-
aldrif
Já, það geri ég. Upphaflega
var það ætlun mín að verða fisk-
iðnfræðingur. Fór ég áleiðis til
náms í Kanada í því skyni 1933
og var fyrsti Islendingur, sem
fékk styrk úr svonefndum Snorra-
sjóði, er Vestur-íslendingar stofn-
uðu 1930.
En veður skipast oft fljótt í
lofti. Ég veiktist og varð ég að
ÍÞROTTABLAÐIÐ
67