Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1972, Side 36

Íþróttablaðið - 01.02.1972, Side 36
snúa heim. Þegar ég var sem mest niðurdreginn vegna þess- ara veikinda, en þá var ég í Vest- mannaeyjum, hugsaði ég sem svo, að þetta gæti ekki gengið. Eg hafði heyrt og lesið um það að menn hefðu endurheimt heilsu sína með skynsamlegum hreyfingum og áreynslu. Eg setti mér markmið: A þrem mánuðum skyldi ég stefna að því að ganga upp á fjaliið Klif. Hærra og hærra, smátt og smátt, og gera léttar leikfimiæf- ingar eftir hverja ferð. Þetta hafðist. — Síðan hélt ég áfram að ganga og hlaupa á hverjum degi og not- aði jafnan til þess 45 mínútur. Nú læt ég enga viku líða svo, að ég gangi ekki. Helst þrisvar í viku 3—4 km. Einnig geri ég æfingar inni í skóginum hér í Laugardalnum. Hef á leiðinni aflraunasteina. Mitt tómstundagaman er fuglaskoðun og við það fæ ég að sjálfsögðu mikla hreyfingu og útivist. Eina helgi á hverju sumri fer ég í meiriháttar gönguferð og geng 40—70 km. Það er ómæld ánægja og heilsugjafi sem fylgir því að stunda útivist og kornast í náið samband við náttúruna. Það ættu allir íslendingar að kappkosta að kynnast því, sagði íþróttafulltrúinn um leið og við þökkuðm honum fyrir spjallið. í kvöldverðarhófi sem ÍSÍ hélt á s. 1. hausti til heiðurs íþróttafulltrúa í lok formannafund- ar sambandsins, tóku margir til máls, fluttu hamingjuóskir og gjafir. Á myndinni er hinn aldni og virti íþróttafrömuður, Sigurður Greipsson, Haukadal, að halda ræðu. — Fremst á myndinni er formaður Iþróttabanda- lags Akureyrar, Hermann Stefánsson, mennta- skólakennari og frú, en hinum megin við Sigurð: Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ og Þor- steinn Einarsson, íþróttafulltrúi. Um daginn og veginn Framhald af bls. 47 armenn og síðar ef til vill til forystu, erum við að varðveita æsku þeirra lengur í félagi við okkur, þar sem við störfum sameiginlega að hagnýtum verkefnum og eftir á finnum við þá hamingju fylla líf okkar er fylgir því að hafa afkastað góðu verki. Nú segja margir, að ríkið og bærinn eigi að gera þetta. Nóg sé að leggja fram fé og ráða fólk til staifa. En það sýnir sig alls staðar, að þetta er ekki nóg. Hér verður að koma til sá eldlegi áhugi fólks, senr vill fórna nokkru af frístundum sínunr til að leiðbeina og stjórna utigu fólki, sem síðan getur stjórnað sér sjálft og leggur þannig til meg- inhluta af því starfi, sem þarf að vinna. Foreldrar. Leggið lið æskulýðsfélögunum. Reyn- ið þannig að kynnast félögum barna vkkar og öðl- izt vináttu þeirra. Ekkert er sterkara afl i lífinu en vinátta og ekkert skapar hana frekar en per- sónuleg kynni við störf og leik. — Vandamál æsk- unnar verða ekki leyst með boði og bönnum frek- ar en annarra manna. Heldur með því að skapa ungu fólki heilbrigt félagslegt umhverfi, þar sem iðjuleysi er leyst af hólmi af þroskandi verkefn- um, sem fylla hugann áhuga og starfsorku. Reyn- um hvert á sínu sviði að stuðla að þessu.'- Þannig mœltist hinum virta lcekni og œskulýðs- leiðtoga. Hér eru vissulega orð i tíma töluð, sem erindi eiga til allra er vilja vel islenzkri æsku og frjálsu œskulýðsstarfi. 68 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.