Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1978, Side 5

Íþróttablaðið - 01.03.1978, Side 5
I blaðinu Rall í langan aldur hefur kappakstur á venjulegum fólks- bifreiðum — rall — verið mjög vinsæl íþróttagrein erlendis, og er hún nú að ryðja sér til rúms hér á íslandi og eigum við þegar ágæta rallökuþóra. Bryn- jólfur Helgason rekur í grein í blaðinu það helzta sem gerzt hefur í rallmótum erlendis að undanförnu og rifjar einnig upp stöðuna í „Grand Prix“ kappakstrinum. Óskar Jakobsson: Öskar Jakobsson er tvímælalaust einn bezti frjáls- íþróttamaður Islands um þessar mundir — fjölhæfur og sterkur kastari, sem vafalaust á eftir að ná langt. Bæði er hann ungur að árum og á því framtíðina fyrir sér og eins gerir hann sér glögga grein fyrir því hvað þarf til þess að verða afreksmaður og hagar æfingum sínum eftir því. Er gaman að kynnast viðhorfum þessa ágæta íþróttamanns íviðtali íþróttablaðsins. Stenmark Ingemar Stenmark er nafn sem heyrist oft þegar birtar eru fréttir af stórmótum á skíðum. Stenmark hefur nú, að flestra áliti, unnið sér titilinn „Bezti skíðamaður heims, fyrr og síðar." Grein er um þennan hægláta afreksmann Svía í blaðinu. Knattspyrnuvertíðin: Þótt enn sé nokkur tími til þess að knattspyrnuvertíðin hérlendis hefjist af fullum krafti eru knattspyrnu- mennirnir farnir að búa sig undir keppnistímabilið af miklum krafti. Flest öll félögin í 1. og 2. deild hafa ráðið sér þjálfara, og er skýrt frá hvernig þeim málum er háttað og hvaða breytingar verða hjá liðunum í grein í Iþróttablaðinu. Liverpool: í þætti blaðsins um ensku knattspyrnuna er að þessu sinni fjallað um hið þekkta knattspyrnulið Liverpool, sem um árabil hefur verið í forystusveit enskra knatt- spyrnuliða og oftsinnis náð frábærum árangri. Fræðsluefni: Greinaflokkur Jóhannesar Sæmundssonar um þjálf- un heldur áfram í blaðinu og er vert að vekja á honum sérstaka athygli og hvetja fólk til þess að kynnast stöðu sinni og líkamlegu ástandi og hefja síðan trimmæfingar með tilliti til þess. Annað íþróttablaðið heldur áfram að fjalla um íþróttaað- stöðuna í hinum ýmsu byggðarlögum og segir nú frá Selfossi og ísafirði. Grein er um árangur knatt- spyrnulandsliða á sl. keppnistímabili, afrek frjáls- íþróttakvenna og í hálfleik er svo skoðað ýmislegt það sem ofarlega er á baugi í íþróttaheiminum um þessar mundir.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.