Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1978, Síða 7

Íþróttablaðið - 01.03.1978, Síða 7
Brynjólfur Helgason skrifar um kappakstur Ford Escort-bifreiðin sem Björn Walde- gard og Hans Thorszelius óku í sænska vetrarrallinu 10.—12. febrúar s.l. Þeir unnu einnig Safari-rallið í fyrra á Ford Es- cort bifreið. Helstu alþjóðarallkeppnir heims falla í tvo flokka. Efst er heims- meistarakeppni framleiðenda. 1 ár eru tólf keppnir í þeim flokki. Á síðasta ári stóð baráttan um heims- meistaratitilinn aðallega milli Ford og Fiat. Fiat sigraði undir lokin, naumlega þó, þrátt fyrir margfalt meira fjármagn bak við bíl- ana en hjá Ford. Annar aðalflokkurinn er Evrópumeistarakeppni ökumanna og eru þar hátt í fimmtíu keppnir á ári. Fyrir utan þetta eru mjög margar minni háttar keppnir í flestum löndum heims. Bílarnir, sem ekið er á í alþjóðakeppnunum og eru þar fremstir í flokki eiga satt að segja ekki mikið skylt við þær tegundir, sem þeir heita eftir og við kaupum. Sú gerð, sem Fiatverksmiðjurnar ítölsku notast við í heimsmeistarakeppni framleiðenda og sigraði á síðasta ári er byggð á útliti Fiat 131 bílsins og heitir þessi sportútgáfa Abarth. Ford verksmiðjurnar bresku byggja hins vegar á Ford Escort RS 1800. Þessir bílar eru með yfir 200 hestafla vélar og geta náð 230 km°klst. hámarkshraða ef þeir eru þannig gíraðir. Nauðsyn á sem almestum hraða er hins vegar mismunandi eftir keppnum. Nefna má að mælt viðbragð á einum Escort RS 1800 bíl frá 0—96 km/klst. var 6,1 sekúnda og frá 50—80 km/klst. í fimmta gír 5,4 sek. Þessir bílar eru auk þess styrktir svo gífurlega, að nokkrar minni háttar veltur eiga ekki að skaða verulega. Fjármagn verksmiðjanna og stuðningur þeirra við keppendur á sínum bílum hefur gert einkaaðilum nærri ómögulegt að sigra alþjóðarallkeppni. 1 heimsmeistarakeppni framleiðenda eru öll frægustu röllin eins og Monte Carlo, Safari, Sænska rallið, 1000 vatna rallið í Finnlandi, RAC rallýið í Bretlandi o.fl. t heimsmeistarakeppni framleiðenda eru öll frægustu röllin eins og Monte Carlo, Safari, Sænska rallið, 1000 vatna rallið í Finnlandi, RAC rallið í Bretlandi o.fl. Safari rallið, sem nú fer eingöngu fram í Kenýa í Afríku hefur lengi verið talið eitt effiðasta rall í heimi. Kemur þar margt til. 7

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.