Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1978, Page 9

Íþróttablaðið - 01.03.1978, Page 9
RALL Óútreiknanleg veðrátta, vondir vegir, erfitt að rata, alls kyns villidýr þvælast fyrir á leiðinni og misblíðar móttökur heima- manna hafa orðið til þess að allir keppend- ur aka með skothelda framrúðu. Hér fara á eftir nokkrar línur þýddar úr Autosport um Safari keppnina í fyrra: „Um það bil 450 km af 6450 km leiðinni voru felldir niður og 400 km af því sem eftir var, voru gífurlega blautir. Vegirnir voru yfirleitt þaktir þykkri, hálli drullu og það voru margir kaflar á floti og brýr, sem höfðu skolast í burtu." Sigur- vegari í þessari keppni var Svíinn Björn Waldegaard á Ford Escort RS 1800. Hann var meira en mánuð fyrir keppnina í æf- ingaakstri í Afríku og ók fleiri þúsund kíló- metra. Waldegaard er einn besti, ef ekki besti rall ökumaður í heiminum í dag í keppnum þar sem aðallega er ekið á vegum með lausu yfirborði. Nú er lokið tveim keppnum í heims- meistarakeppni framleiðenda í ár. Rallye de Monte Carlo var 21.—28. janúar sl. Eitt sérkenni þessarar frægu keppni er að hún byrjar á mörgum mismunandi stöðum í Evrópu. 1 ár voru byrjunarstöðvar í 8 borg- um: Róm, Kaupmannahöfn, Varsjá, París, Frankfurt, Monte Carlo, Almeria og Lissa- bon. Þrír fyrstu dagamir fóru í leiðina til Porsche Carrera bitreiðin sem sigraði í Monte Carlo rallinu í vetur. Var þetta í fyrsta sinn í 20 ár sem bifreið sem ekki er send til keppninnar af framleiðanda sigrar. Monte Carlo og má líta á það sem nokkurs konar undankeppni. Aðalkeppnin er síðan í Ölpunum í kring um Mónakó milli þeirra, sem eftir eru og stendur í fjóra daga. Víða Renault 5 Alpine-bifreiðarnar stóðu mjög vel fyrir sínu í Monte-Carlo kappakstrinum í vetur og urðu í 2. og 3. sæti í keppninni. var mikill snjór á leiðinni í þetta sinn. Margir lentu í miklum vanda við dekkjaval á leiðum þar sem 50—70% voru snævi þakt- ar en autt malbik þar á milli. Þeir sem fóru af stað á mest negldu dekkjunum misstu naglana úr á auðu köflunum og voru í slæmri aðstöðu þegar snjórinn tók við á ný. Það gerðist nú í fyrsta sinn í yfir 20 ár að einkaaðili sigraði í keppninni, þ.e. á bíl, sem ekki var sendur til keppni á vegum fram- leiðandans. Það var Frakkinn Jean-Pierre Nicholas, sem er allþekktur kappaksturs- maður, sem ók 3 lítra Porsche Carrera sportbíl. Aðstoðarökumaður hans var landi hans Vincent Laverne. Renault 5 Alpine bílar stóðu sig frábærlega vel í keppninni og máttu vafalítið þakka framdrifinu í snjón- um. Það voru sem sagt Renault 5 Alpine bílar í 2. og 3. sæti og óku Frakkar þeim báðum. Walter Rohrl á Fiat 131 Abarth átti marga góða tíma á sérleiðunum og hafnaði í fjórða sæti. I fimmta og sjötta sæti voru einnig Fiat 131 Abarth bílar. Ford sendi ekki bíla til keppni í Monte Carlo. Ford sendi hins vegar þrjá bíla til keppni í sænska vetrarrallinu, sem fram fór 10,—12. febrúar. Þar var það Svíinn Björn Walde- gaard, sem vann og er það fimmti sigur hans í þessari keppni. Aðstoðarökumaður Waldegaards var Hans Thorszelius. Hannu Mikkola, sem einnig ók Ford Escort RS 1800 varð í öðru sæti. Marku Alen á Fiat 131 Abarth varð þriðji. Fjórði varð Stig Blomquist á Lancia Stratos. Ari Vatanen varð fimmti á þriðja Escortinum þrátt fyrir 9

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.