Íþróttablaðið - 01.03.1978, Page 27
mabil
lumanna að
Þrír kunnir þjálfarar. Lárus Loftsson er lengst til vinstri, en hann mun þjálfa unglingalandsliðið. (
miðið er Tony Knapp, fyrrum landsliðsþjálfari sem þjálfa mun í Noregi í sumar og lengst til hægri
er Theódór Guðmundsson, sem í sumar mun þjálfa 2. deildar lið Fylkis.
hópur sé hjá hverju félagi. Ef til vill væri þó
réttara að ætla að 26 menn hafi æft á þessu
tímabili hjá flestum félögunum, en höldum
okkur samt við 16 leikmenn hjá hverju fé-
lagi — eða þann hóp, sem leikur í hvert
skipti.
I marz og apríl aukast æfingar um helm-
ing og þá byrja æfingaleikir, Reykjavíkur-
og önnur héraðsmót og síðast en ekki sízt
meistarakeppni KSÍ. Á þessu tímabili gef-
um við okkur að 16 manna hópur sé enn á
æfingunum og tveir tímar fari í hverja æf-
ingu. í þessum fjórum mánuðum, janúar—
apríl reiknum við því með að 48 æfingar séu
hjá félögunum. Tveir tímar fara í hverja
æfingu, samtals 96 klukkustundir hjá hverju
liði í 1. og 2. deild.
Með því að margfalda fjölda æfinga-
stunda með fjölda 16 leikmanna fáum við
út að á þessu tímabili hafa félögin 20 í
tveimur efstu deildunum eytt 3072 klukku-
stundum í æfingar til undirbúnings fyrir
keppnistímabilið. I vinnuviku daglauna-
manns eru 40 stundir og æfingatími knatt-
spyrnumannanna nemur því 77 vinnuvik-
um eða um l'/i vinnuári verkamannsins.
Þessar tölur eru aðeins settar hér fram til
gamans og eru örugglega mjög hófsamlega
áætlaðar. Sennilega væri nær lagi að undir-
búningstíminn væri á þriðja ár miðað við
daglaunamann. Inn í þessar tölur vantar
síðan algjörlega tíma, sem fer í undirbúning
liðanna, fyrir utan æfingatímann sjálfan.
Þarna vantar alveg tíma þann, sem fer í allt
annað félagsstarf hjá leikmönnunum, þarna
vantar alveg tímann sem fer til æfinga hjá
yngri flokkunum, þriðja deildin er ekki með
í þessu dæmi. Það væri hægt að halda áfram
endalaust að telja upp tíma þann, sem þeir
áhugasömustu eyða í íþróttina. Við látum
staðar numið hér, en vonum að allar æf-
ingarnar leiði til þess að knattspyrnan verði
enn betri og skemmtilegri hjá okkur á sumri
komanda.
Markaskorarar til liðs
við Evrópuiiðin
Á hverjum vetri gerist það að margir
leikmenn skipta um félag og ástæðurnar
fyrir félagaskiptunum eru sjálfsagt jafn
margar og viðkomandi leikmenn. Við skul-
um líta á í helztu meginatriðum hvaða
leikmenn hafa skipt um félög og hverjir
verða þjálfarar hjá liðunum í 1. og 2. deild.
Skagamenn hafa ráðið Englendinginn
George Kirby til félagsins og hyggja sér ef-
laust gott til glóðarinnar, en hann hefur
þrívegis gert lið ÍA að Islandsmeisturum,
1974, 1975 og 1977. Þá hafa Skagamenn
ítrekað gert tilraun til að vinna bikarkeppni
KSl, en þrisvar sinnum á síðustu fjórum
Sigurður Haraldsson — markvörður IBV í
fyrra. Gengur hann aftur í raðir sinna
gömlu félaga, Valsmanna?
árum hefur liðið tapað í úrslitaleik
keppninnar.
Á þessu stigi er aðeins vitað um tvær
breytingar á liði Skagamanna frá því sem
var í fyrra. Matthías Hallgrímsson hefur
ákveðið að hætta að leika með Halmia í 2.
deild í Svíþjóð og er fluttur heim á Akranes
á nýjan leik. Það hefur þó ekki gengið and-
skotalaust fyrir Matta að slíta sig frá
Halmia. Forráðamenn þess félags telja sig
eiga kröfur á hið nýja félag Matthíasar og
hafa farið frma á 1.3 milljónir frá Akranesi
áður en þeir gefa félagaskiptin eftir. Vonir
standa til að mál þessi leysist farsællega, en
þess má geta að er Matthías fór til Halmia
fékk Akranes ekki eyri fyrir þennan snjalla
leikmann, sem leikið hefur fleiri landsleiki
en nokkur annar íslenzkur knattspyrnu-
maður, 43 talsins.
Þegar talað er um breytingar á úrvali
leikmanna hjá liðum er ekki talað um yngri
leikmenn, sem félögin hafa sjálf alið upp.
27