Íþróttablaðið - 01.03.1978, Side 32
Enska
knattspyrnan
„Ætli það
verði ekki
að setja
Keeganí
vörnina“
Það þarf sterk bein til þess að þola
góða daga. Þessi gömlu sannindi og
nýju eru nú að koma fram hjá
enska meistaraliðinu, Liverpool,
sem á trauðla von á að verja titil sinn í ár.
Þegar þetta er skrifað er undraliðið Notth-
ingham Forest svo til búið að stinga önnur
lið í 1. deildinni af, og titillinn blasir við
þessum nýliðum í deildinni — liðinu sem
kom upp úr 2. deild í fyrra, og flestir áttu
von á að yrði að berjast harðri baráttu fyrir
tilveru sinni í 1. deild í ár, eins og oftast
hefur verið með lið sem komið hafa upp úr
2. deild. En Liverpool er þó í röð hinna
efstu, rétt eins og liðið er búið að vera und-
anfarin fjórtán ár, en á því tímabili hefur
liðið aldrei verið neðar en í fimmta sæti í
deildinni.
Knattspyrna er ótrúlega stór þáttur í lífi
flestra Liverpoolbúa. Ekki nóg með að
borgin eigi eitt topplið, heldur eru þau tvö,
þar sem Everton hefur einnig um árabil
verið eitt bezta knattspymulið Englands.
Sagt er að Liverpool eigi aðeins eitt stolt —
knattspyrnumenn sína, og einhvern veginn
er það þannig að sérstök knattspymu-
menning hefur skapazt í þessari borg og
andrúmsloftið þar í kringum knattspymuna
er allt öðru vísi en víðast hvar annars staðar
í Englandi. — Liverpool-búar bera virðingu
fyrir íþróttinni, og kunna öðrum fremur að
meta það sem vel er gert á knattspyrnuvell-
inum en flestir aðrir, segja þeir sem til
þekkja.
Áhangendur Liverpool-liðsins eru kall-
aðir „The Kops“ og þeir fylgja liðinu hvert
sem það fer, og standa að baki þess, hver svo
sem árangur þess er. Leikmenn Liverpool—
liðsins segja að „The Kops“ séu ströngustu
gagnrýnendur þeirra. — Þjálfaramir eða
framkvæmdastjórinn skamma okkur, og við
tökum tillit til þess sem þeir eru að segja
a.m.k. að ákveðnu marki. En ef þögn verður
hjá „The Kops“ meðan á leikjunum okkar
stendur, þá vitum við að það er meira en
lítið að hjá okkur.
Þjálfarar og leikmenn annarra liða segja