Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1978, Síða 42

Íþróttablaðið - 01.03.1978, Síða 42
Árangur Hollands með ólíkindum Hollendingar náðu allra þjóða bezt- um árangri í knattspyrnulands- leikjum sínum á árinu 1977. Þá léku þeir alls sex landsleiki, unnu fimm, gerðu eitt jafntefli og töpuðu engum leik, þannig að vinningshlutfall þeirra er hvorki meira né minna en 91,6%, og verður slíkt að teljast með ólíkindum góð útkoma, ekki sízt þegar tekið er tillit til þess að meðal mótherja Hollendinga í landsleikjum keppnistímabilsins voru nokkur knatt- spyrnulandslið sem eru tvímælalaust hátt skrifuð. Þessar upplýsingar koma fram í grein sem birtist nýlega í hinu þekkta knattspyrnutímariti „World Soccer“, en í útreikningum blaðsins eru teknir með í reikninginn allir þeir landsleikir er fram fóru á árinu. Samkvæmt upplýsingum blaðsins eru fslendingar neðarlega á blaði, með 20% vinningshlutfall í leikjum sínum, en þar fer greinarhöfundurinn ekki alveg með rétt mál, þar sem hann hefur ekki fært í bækur sínar landsleik íslendinga og Norð- ur-fra sem lauk með sigri íslands 1-0. Breytir sá leikur vinningshlutfalli íslend- inga úr 20% í 33,3% og skjóta íslendingar þar með tíu þjóðum aftur fyrir sig, m.a. Finnum, Norðmönnum, Grikkjum og Belgíumönnum. Vitanlega er mjög erfitt að marka slíka skrá sem World Soccer hefur látið gera, ekki sízt vegna þess hve misjöfn liðin eru sem mörg af þeim liðum sem eru ofarlega á blaði léku við á árinu 1977. Þannig má t.d. segja bæði um fran og Mexíkó, sem hafa mjög gott vinningshlutfall úr leikjum sín- um, að þær þjóðir verðskuldi ekki það sæti sem þær eru í — vitað sé að fjölmörg lönd eigi miklu betri knattspyrnulandslið. Þann- ig léku íranir t.d. aðeins einn „alvörulands- leik“ á árinu, er þeir mættu Argentínu- mönnum, en jafntefli varð í þeim íeik 0-0, og Mexíkanar kepptu sömuleiðis aðeins einn leik við sterkt lið, er þeir fengu Vest- ur-Þjóðverja í heimsókn til sín. En í þeim leik náðu Mesikanarnir afbragðsárangri gerðu jafntefli 2-2. Þótt tafla World Soccer segi ekki söguna eins og hún er, þá kemur þar margt mjög svo athyglisvert fram. M.a. það hvað Aust- urríkismenn eiga miklu gengi að fagna um þessar mundir, en þeir eru í fjórða sæti á töflunni — léku 8 landsleiki á árinu, unnu fimm og gerðu þrjú jafntefli. Því var ekki fyrir að fara hjá þeim að allir andstæðing- arnir væru með slök lið, m.a. kepptu Aust- urríkismenn við Austur-Þjóðverja og unnu á þeim öruggan sigur. Eru margir famir að spá því að Austurríki komi allra liða mest á óvart í heimsmeistarakeppninni í Argen- tínu, og víst er að knattspyrnuáhugi hefur aldrei verið meiri í Austurríki en einmitt nú, né landsliðinu þar gefinn meiri tími til æf- inga og gaumur. Það vekur líka mikla athygli þegar taflan er skoðuð hversu slakur árangur sumra stórvelda knattspyrnunnar hefur verið. Þannig hafa t.d. Belgíumenn aðeins 16,6% vinningshlutfall út úr sex landsleikjum sín- um. Þeir unnu aðeins einn leik — leikinn við Svipmyndir frá tveimur landsleikjum síðasta keppnistímabils. Að ofan er Skotinn Danny McGrain í baráttu við Argentínumann, en myndin hér að neðan er úr landsleik Austurríkis- manna og A-Þjóðverja í heimsmeistarakeppninni sl. haust, en þann leik unnu Austurríkismenn. 8 T i 2 * i í i j té j 42

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.